Læti á Laugaveginum 19. október 2006 14:00 Frá gjörningi Ingibjargar og Kristínar í Tjarnarbíói fyrr á þessu ári Gjörningar þeirra nálgast æ meir leiksýningar en með formerkjum myndlistarinnar. SAFN Birt með góðfúlegu leyfi listakvennanna Þær stöllur Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir ætla að loka Laugaveginum um sexleytið á morgun. Löggan er með í ráðum um að í ljósaskiptunum verða þær með gjörning. Tilefnið er hátíðahald myndlistarmanna í Reykjavík um þessar mundir. Ingibjörg og Kristín eru uppátektarsamar konur og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Verður lið með þeim í gerningaveðrinu og er á þessu stigi máls erfitt að spá nokkru um hvað gerist – til þess verða menn að mæta, sjá og heyra. Verkið nefna þær Hulduorkan og Holdkórinn og er það hluti af listahátíðinni Sequences í Reykjavík. Báðar eru þær lærðar frá Listaháskólanum. Ingibjörg stundaði framhaldsnám við Figurativ Teaterakademian í Noregi og hefur sýnt verk sín víða: í Þýskalandi, Svíþjóð og á Íslandi - nú síðast í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Kristín er rithöfundur og myndlistarkona. Hún hefur gefið út skáldsögurnar Kjötbærinn hjá útgáfufélaginu Bjarti og ljóðabókina Húðlit auðnin. Ingibjörg og Kristín vinna gjörninginn í samvinnu við Böðvar Yngva Jakobsson og fleiri listamenn. Hann er unninn í samstarfi við Safn. Gjörningurinn varir í um 20 mínútur og segir í frétt frá Safni að um sé að ræða „metnaðarfulla sýningu sem hverfist um nokkuð aggressíft andrúmsloft og afar sterka, myndræna upplifun“. Ingibjörg segir þær Kristínu hafa átt gott samstarf á þessu sviði þetta ár, bæði í Nýló, Tjarnarbíói, Norræna húsinu og á Pakkhúsi postulanna og í Listasafni Reykjavíkur hafi þær framið gjörninga sína. Hún segir þær daðra við leikhúsið en í gluggum Safnsins á föstudag verði minna af leikmunum en í fyrri gerningum. Handrit liggi til grundvallar gerningunum og þeir skráðir með ljósmyndum og myndböndum. Því hafi þeim verið mögulegt að endurtaka fyrri gerninga á Pakkhúsi postulanna nýlega. Þær verða báðar með á föstudagskvöldið uppáklæddar en Böddi Brútal samstarfsmaður þeirra annast hljóðið. „Þetta snýst um öndun,“ segir Ingibjörg en vill ekki gefa meira upp. Gjörningurinn hefst kl. 18 á föstudagskvöldið og varir í 20 mínútur. Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þær stöllur Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir ætla að loka Laugaveginum um sexleytið á morgun. Löggan er með í ráðum um að í ljósaskiptunum verða þær með gjörning. Tilefnið er hátíðahald myndlistarmanna í Reykjavík um þessar mundir. Ingibjörg og Kristín eru uppátektarsamar konur og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Verður lið með þeim í gerningaveðrinu og er á þessu stigi máls erfitt að spá nokkru um hvað gerist – til þess verða menn að mæta, sjá og heyra. Verkið nefna þær Hulduorkan og Holdkórinn og er það hluti af listahátíðinni Sequences í Reykjavík. Báðar eru þær lærðar frá Listaháskólanum. Ingibjörg stundaði framhaldsnám við Figurativ Teaterakademian í Noregi og hefur sýnt verk sín víða: í Þýskalandi, Svíþjóð og á Íslandi - nú síðast í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Kristín er rithöfundur og myndlistarkona. Hún hefur gefið út skáldsögurnar Kjötbærinn hjá útgáfufélaginu Bjarti og ljóðabókina Húðlit auðnin. Ingibjörg og Kristín vinna gjörninginn í samvinnu við Böðvar Yngva Jakobsson og fleiri listamenn. Hann er unninn í samstarfi við Safn. Gjörningurinn varir í um 20 mínútur og segir í frétt frá Safni að um sé að ræða „metnaðarfulla sýningu sem hverfist um nokkuð aggressíft andrúmsloft og afar sterka, myndræna upplifun“. Ingibjörg segir þær Kristínu hafa átt gott samstarf á þessu sviði þetta ár, bæði í Nýló, Tjarnarbíói, Norræna húsinu og á Pakkhúsi postulanna og í Listasafni Reykjavíkur hafi þær framið gjörninga sína. Hún segir þær daðra við leikhúsið en í gluggum Safnsins á föstudag verði minna af leikmunum en í fyrri gerningum. Handrit liggi til grundvallar gerningunum og þeir skráðir með ljósmyndum og myndböndum. Því hafi þeim verið mögulegt að endurtaka fyrri gerninga á Pakkhúsi postulanna nýlega. Þær verða báðar með á föstudagskvöldið uppáklæddar en Böddi Brútal samstarfsmaður þeirra annast hljóðið. „Þetta snýst um öndun,“ segir Ingibjörg en vill ekki gefa meira upp. Gjörningurinn hefst kl. 18 á föstudagskvöldið og varir í 20 mínútur.
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira