Maðurinn er gestur 22. október 2006 13:00 Michael Ondaatje skáld og rithöfundur Er gestur á kanadísku menningarhátíðinni. Lokahnykkurinn á kanadísku menningarhátíðinni í Kópavogi er heimsókn skáldsins Michaels Ondaatje og samræður hans við Gunnþórunni Guðmundsdóttur bókmenntafræðing kl. 13 í dag í Salnum. Á eftir spjalli þeirra verður kvikmynd eftir sögu hans, The English Patient, sýnd. Ondaatje er mikilsvirtur höfundur meðal enskumælandi þjóða hann er fæddur árið 1943 á Ceylon, eins og Srí Lanka nefndist þá, alinn upp í London og hefur lengi búið í Kanada og telur sig Kanadamann. Í honum speglast brot heimsveldis Breta. Hann er fjölþreifinn á form frásagnar, reikar milli sögu og ljóðs, fer víða í leit að frásagnarefnum: The English Patient varð til úr munnmælum af fallinni vin í eyðimörk Sahara og tilraunum Evrópumanna til að hafa þar aðsetur, slitrum af sögum frá stríðsárunum á Ítalíu og Kaíró sem hann steypir saman í eina heillandi órofa heild. Oft er deilt um hvort textar Ondaatje séu ljóð eða saga: The Collected Works of Billy the Kid frá 1970 vegur salt: dagbókarbrot, viðtalsbútar, ljóðrænar myndir, flugrit öllu er saman hrært: var það tilraun með skáldsöguna eða ljóðið. Hann hefur skrifað tvær hefðbundnar ljóðabækur, minningabók frá Ceylon, Running in the family og svo skáldsögur: Anil"s Ghost (2001), Coming through slaughter (1976) og In the Skin of the Lion ( 1987). Ondaatje vinnur skipulega með þá hugmynd að maðurinn er aðeins gestur og flestir staðir honum í raun ókunnugir. Hann segir sögur sínar enda á opnun sagan haldi áfram í ímyndun lesanda. The English Patient færði Ondaatje alþjóðafrægð. Sjálfur hefur hann sagt að ekki hefði hann viljað lenda í því fyrr. Síðasta bók hans, Samtöl við Walter Murch, er sprottin úr umhverfi kvikmyndarinnar: munnlegar frásagnar, spjall um sögur og söguhætti. Líkt og mun gerast í dag milli höfundar og aðjúnkts í Salnum. Spjallið hefst kl. 13. Menning Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Lokahnykkurinn á kanadísku menningarhátíðinni í Kópavogi er heimsókn skáldsins Michaels Ondaatje og samræður hans við Gunnþórunni Guðmundsdóttur bókmenntafræðing kl. 13 í dag í Salnum. Á eftir spjalli þeirra verður kvikmynd eftir sögu hans, The English Patient, sýnd. Ondaatje er mikilsvirtur höfundur meðal enskumælandi þjóða hann er fæddur árið 1943 á Ceylon, eins og Srí Lanka nefndist þá, alinn upp í London og hefur lengi búið í Kanada og telur sig Kanadamann. Í honum speglast brot heimsveldis Breta. Hann er fjölþreifinn á form frásagnar, reikar milli sögu og ljóðs, fer víða í leit að frásagnarefnum: The English Patient varð til úr munnmælum af fallinni vin í eyðimörk Sahara og tilraunum Evrópumanna til að hafa þar aðsetur, slitrum af sögum frá stríðsárunum á Ítalíu og Kaíró sem hann steypir saman í eina heillandi órofa heild. Oft er deilt um hvort textar Ondaatje séu ljóð eða saga: The Collected Works of Billy the Kid frá 1970 vegur salt: dagbókarbrot, viðtalsbútar, ljóðrænar myndir, flugrit öllu er saman hrært: var það tilraun með skáldsöguna eða ljóðið. Hann hefur skrifað tvær hefðbundnar ljóðabækur, minningabók frá Ceylon, Running in the family og svo skáldsögur: Anil"s Ghost (2001), Coming through slaughter (1976) og In the Skin of the Lion ( 1987). Ondaatje vinnur skipulega með þá hugmynd að maðurinn er aðeins gestur og flestir staðir honum í raun ókunnugir. Hann segir sögur sínar enda á opnun sagan haldi áfram í ímyndun lesanda. The English Patient færði Ondaatje alþjóðafrægð. Sjálfur hefur hann sagt að ekki hefði hann viljað lenda í því fyrr. Síðasta bók hans, Samtöl við Walter Murch, er sprottin úr umhverfi kvikmyndarinnar: munnlegar frásagnar, spjall um sögur og söguhætti. Líkt og mun gerast í dag milli höfundar og aðjúnkts í Salnum. Spjallið hefst kl. 13.
Menning Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira