Jörundur kominn til Blika og Ásthildur á leiðinni? 24. október 2006 06:45 Jörundur Áki Sveinsson. Kominn á fornar slóðir í Kópavoginum eftir að hafa þjálfað karlalið Stjörnunnar. Hann segir Blika ætla að styrkja hópinn og svo gæti farið að Ásthildur Helgadóttir snúi heim á leið.fréttablaðið/e.ól Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur gert þriggja ára samning við Breiðablik en hann mun taka við kvennaliði félagsins af Guðmundi Magnússyni sem sagði nýlega upp störfum eftir að hafa staðið uppi með tvær hendur tómar í lok sumars. Ég ætla að reyna stoppa lengur hjá félaginu en forverar mínir, sagði Jörundur Áki í gær en síðustu tveir þjálfarar Breiðabliks voru aðeins við störf í eitt ár. Jörundur Áki þjálfaði Breiðablik síðast fjögur ár í röð. Þetta kom mjög snöggt upp og í rauninni tók allt ferlið skamman tíma. Nú er bara að leggjast yfir hópinn og fara yfir stöðuna. Það má búast við einhverjum breytingum á hópnum en hverjar þær breytingar verða get ég ekki sagt á þessari stundu. Við munum þó eflaust reyna að styrkja hópinn eitthvað, sagði Jörundur Áki. Ásthildur Helgadóttir ætlaði að spila með Blikum í sumar en hætti að lokum við og hélt áfram að spila með Malmö í Svíþjóð þar sem hún hefur farið á kostum. Lokaleikur tímabilsins í Svíþjóð er um næstu helgi og Ásthildur mun ákveða framhaldið í kjölfarið. Það er erfitt að taka ákvörðun og er að vega og meta hlutina þessa dagana. Hvort ég eigi að vera áfram í Svíþjóð eða koma heim en ég er komin í ákveðin verkefni heima sem toga í mig. Svo hefur fótboltinn ráðið lífi manns hingað til og nú er spurning hvort það sé kominn tími að láta eitthvað annað taka við, sagði Ásthildur í gær en hún sagði að ákveddi hún að vera áfram ytra kæmi ekkert annað til greina en að spila áfram með Malmö. Þegar ég fór til Svíþjóðar aftur sagðist ég koma til baka í Breiðablik. Svo er staðan orðin þannig að ég hef átt í vandræðum með bakið á mér sem og hnéð og mun fara í myndatökur vegna þeirra meiðsla fljótlega. Staðan er frekar óljós í augnablikinu. Svo er ég líka að hugsa um framtíðina en ég vil ekki eyðileggja skrokkinn í boltanum. Ég vil geta farið á skíði og annað þegar fótboltaferlinum lýkur, sagði Ásthildur Helgadóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjá meira
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur gert þriggja ára samning við Breiðablik en hann mun taka við kvennaliði félagsins af Guðmundi Magnússyni sem sagði nýlega upp störfum eftir að hafa staðið uppi með tvær hendur tómar í lok sumars. Ég ætla að reyna stoppa lengur hjá félaginu en forverar mínir, sagði Jörundur Áki í gær en síðustu tveir þjálfarar Breiðabliks voru aðeins við störf í eitt ár. Jörundur Áki þjálfaði Breiðablik síðast fjögur ár í röð. Þetta kom mjög snöggt upp og í rauninni tók allt ferlið skamman tíma. Nú er bara að leggjast yfir hópinn og fara yfir stöðuna. Það má búast við einhverjum breytingum á hópnum en hverjar þær breytingar verða get ég ekki sagt á þessari stundu. Við munum þó eflaust reyna að styrkja hópinn eitthvað, sagði Jörundur Áki. Ásthildur Helgadóttir ætlaði að spila með Blikum í sumar en hætti að lokum við og hélt áfram að spila með Malmö í Svíþjóð þar sem hún hefur farið á kostum. Lokaleikur tímabilsins í Svíþjóð er um næstu helgi og Ásthildur mun ákveða framhaldið í kjölfarið. Það er erfitt að taka ákvörðun og er að vega og meta hlutina þessa dagana. Hvort ég eigi að vera áfram í Svíþjóð eða koma heim en ég er komin í ákveðin verkefni heima sem toga í mig. Svo hefur fótboltinn ráðið lífi manns hingað til og nú er spurning hvort það sé kominn tími að láta eitthvað annað taka við, sagði Ásthildur í gær en hún sagði að ákveddi hún að vera áfram ytra kæmi ekkert annað til greina en að spila áfram með Malmö. Þegar ég fór til Svíþjóðar aftur sagðist ég koma til baka í Breiðablik. Svo er staðan orðin þannig að ég hef átt í vandræðum með bakið á mér sem og hnéð og mun fara í myndatökur vegna þeirra meiðsla fljótlega. Staðan er frekar óljós í augnablikinu. Svo er ég líka að hugsa um framtíðina en ég vil ekki eyðileggja skrokkinn í boltanum. Ég vil geta farið á skíði og annað þegar fótboltaferlinum lýkur, sagði Ásthildur Helgadóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjá meira