Frumlegur finnskur túlkandi 31. október 2006 14:45 Djarfur túlkandi sem leggur áherslu á ferskleika frumflutningsins Finnski píanóleikarinn Olli Mustonen leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. MYND/GVA Finnski píanóleikarinn Olli Mustonen hefur verið lengi í sviðsljósinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í dag en á efnisskrá kvöldsins eru tveir píanókonsertar Beethovens og sinfónía eftir Brahms. Olli Mustonen vakti fyrst athygli fyrir óhefðbundna túlkun sína á gömlum meistaraverkum og vann meðal annars Gramophone-verðlaunin fyrir bestu hljóðfæra-upptöku ársins 1992. Hann hefur gefið út nokkra hljómdiska, þar á meðal einleiksverk eftir Beethoven, verk Shostakovich og Bachs auk þess að ferðast víða og halda tónleika bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Mustonen er fæddur í Helsinki en hann hóf nám í píanóleik, semballeik og tónsmíðum fimm ára gamall. Frístundir sínar notar hann til að semja sína eigin tónlist. Frumsköpun er veigamikill þáttur í list Mustonens en hann leggur áherslu á að hverjir og einir tónleikar eigi að bera í sér ferskleika frumflutnings. Hann þykir einstaklega frumlegur og djarfur túlkandi með frábæra tækni. Gerður var góður rómur af einleikstónleikum Mustonen á Listahátíð árið 2000 en þá lék hann einnig verk Beethovens og Brahms. Verkin á efnisskránni nú eru tveir fyrstu píanókonsertar Beethovens sem stimpluðu tónskáldið inn í tónlistarlíf Vínarborgar á sínum tíma. Sá fyrri kinkar kolli til tónsmíða Mozarts en gefur líka fyrirheit um seinni tíma dramatík í verkum Beethovens. Þá leikur Sinfóníuhljómsveitin þriðju sinfóníu Johannesar Brahms sem var frumflutt í Vínarborg árið 1883 og fékk frábærar viðtökur enda er hún sögð búa yfir einstakri blöndu af ákefð, dulúð og angurværum trega. Tónleikarnir fara að venju fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30. Hljómsveitarstjóri er Rumon Gamba. Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Finnski píanóleikarinn Olli Mustonen hefur verið lengi í sviðsljósinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í dag en á efnisskrá kvöldsins eru tveir píanókonsertar Beethovens og sinfónía eftir Brahms. Olli Mustonen vakti fyrst athygli fyrir óhefðbundna túlkun sína á gömlum meistaraverkum og vann meðal annars Gramophone-verðlaunin fyrir bestu hljóðfæra-upptöku ársins 1992. Hann hefur gefið út nokkra hljómdiska, þar á meðal einleiksverk eftir Beethoven, verk Shostakovich og Bachs auk þess að ferðast víða og halda tónleika bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Mustonen er fæddur í Helsinki en hann hóf nám í píanóleik, semballeik og tónsmíðum fimm ára gamall. Frístundir sínar notar hann til að semja sína eigin tónlist. Frumsköpun er veigamikill þáttur í list Mustonens en hann leggur áherslu á að hverjir og einir tónleikar eigi að bera í sér ferskleika frumflutnings. Hann þykir einstaklega frumlegur og djarfur túlkandi með frábæra tækni. Gerður var góður rómur af einleikstónleikum Mustonen á Listahátíð árið 2000 en þá lék hann einnig verk Beethovens og Brahms. Verkin á efnisskránni nú eru tveir fyrstu píanókonsertar Beethovens sem stimpluðu tónskáldið inn í tónlistarlíf Vínarborgar á sínum tíma. Sá fyrri kinkar kolli til tónsmíða Mozarts en gefur líka fyrirheit um seinni tíma dramatík í verkum Beethovens. Þá leikur Sinfóníuhljómsveitin þriðju sinfóníu Johannesar Brahms sem var frumflutt í Vínarborg árið 1883 og fékk frábærar viðtökur enda er hún sögð búa yfir einstakri blöndu af ákefð, dulúð og angurværum trega. Tónleikarnir fara að venju fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30. Hljómsveitarstjóri er Rumon Gamba.
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira