Listaháskólinn vill þagga niður umdeilt atvik 1. nóvember 2006 13:15 Listaháskólinn Gjörningur þriggja nemenda í náminu Fræði og framkvæmd hefur vakið óskipta athygli en þar kastaði einn nemendi af sér vatni yfir samnemanda sinn. „Mér finnst þetta persónulega ógeðfellt miðað við það sem ég hef lesið og heyrt um atriðið og ég sé engan tilgang með þessu,“ segir Randver Þorláksson, formaður félags íslenskra leikara, um gjörning sem framkvæmdur var í Fræði og framkvæmd, námi sem er hluti af námi í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Randver segir svona gjörning eiga ekkert skylt við leiklist en bætti því við að félagi íslenskra leikara hefðu ekki borist neinar fyrirspurnir vegna málsins. Frá því var greint í fréttum Ríkissjónvarpsins að verkefni nemenda við Listaháskóla Íslands hafi farið yfir öll mörk velsæmis. Var í gjörningi klippt hár af höfði og sköpum konu og pissað yfir hana. Misvísandi sögum fer af því sem gerðist í kennslustundinni en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst var um að ræða verkefni í 16 manna bekk sem snerist um að túlka sýn nemenda, sem skipt var upp í fjögurra manna hópa, á það hvernig karnival birtist í samtímanum. Eftir á að taka gróteskuna fyrir á námskeiðinu og verður fróðlegt að vita hvernig nemendur taka á henni. Skólayfirvöld sendu nemendum námskeiðsins smáskilaboð í farsíma þeirra þar sem þeim var sagt að tjá sig ekki við fjölmiðla um þennan tiltekna gjörning. Þegar blaðamaður Fréttablaðsins hafði samband við Listaháskólann var honum tjáð að einungis deildarforseti leiklistardeildar, Ragnheiður Skúladóttir, myndi tjá sig um þetta tiltekna atvik en ekki náðist í hana þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Seinni part dags barst fjölmiðlum síðan fréttatilkynning þar sem áréttað var að það sem færi fram innan veggja leiklistardeildarinnar væri trúnaðarmál milli kennara og nemenda. Þá kom einnig fram að námskeiðið hefði verið um ljótleika í samtímanum. Álfrún Guðrúnardóttir, kynningarstjóri skólans, sagði í samtali við blaðið að ekki yrðu gefnar út neinar yfirlýsingar um það hvort kennurum eða deildarforseta hefði fundist þetta of langt gengið. „Vettvangur fyrir umræðu um einstök verkefni leiklistardeildarinnar er innan veggja skólans en ekki í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu. Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Mér finnst þetta persónulega ógeðfellt miðað við það sem ég hef lesið og heyrt um atriðið og ég sé engan tilgang með þessu,“ segir Randver Þorláksson, formaður félags íslenskra leikara, um gjörning sem framkvæmdur var í Fræði og framkvæmd, námi sem er hluti af námi í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Randver segir svona gjörning eiga ekkert skylt við leiklist en bætti því við að félagi íslenskra leikara hefðu ekki borist neinar fyrirspurnir vegna málsins. Frá því var greint í fréttum Ríkissjónvarpsins að verkefni nemenda við Listaháskóla Íslands hafi farið yfir öll mörk velsæmis. Var í gjörningi klippt hár af höfði og sköpum konu og pissað yfir hana. Misvísandi sögum fer af því sem gerðist í kennslustundinni en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst var um að ræða verkefni í 16 manna bekk sem snerist um að túlka sýn nemenda, sem skipt var upp í fjögurra manna hópa, á það hvernig karnival birtist í samtímanum. Eftir á að taka gróteskuna fyrir á námskeiðinu og verður fróðlegt að vita hvernig nemendur taka á henni. Skólayfirvöld sendu nemendum námskeiðsins smáskilaboð í farsíma þeirra þar sem þeim var sagt að tjá sig ekki við fjölmiðla um þennan tiltekna gjörning. Þegar blaðamaður Fréttablaðsins hafði samband við Listaháskólann var honum tjáð að einungis deildarforseti leiklistardeildar, Ragnheiður Skúladóttir, myndi tjá sig um þetta tiltekna atvik en ekki náðist í hana þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Seinni part dags barst fjölmiðlum síðan fréttatilkynning þar sem áréttað var að það sem færi fram innan veggja leiklistardeildarinnar væri trúnaðarmál milli kennara og nemenda. Þá kom einnig fram að námskeiðið hefði verið um ljótleika í samtímanum. Álfrún Guðrúnardóttir, kynningarstjóri skólans, sagði í samtali við blaðið að ekki yrðu gefnar út neinar yfirlýsingar um það hvort kennurum eða deildarforseta hefði fundist þetta of langt gengið. „Vettvangur fyrir umræðu um einstök verkefni leiklistardeildarinnar er innan veggja skólans en ekki í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu.
Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira