Brian Jonestown Massacre til Íslands 1. nóvember 2006 08:00 Bandaríska sveitin Brian Jonestown Massacre er á leiðinni til Íslands í fyrsta sinn í lok nóvember. MYND/Steinþór Helgi Bandaríska rokksveitin Brian Jonestown Massacre heldur tónleika á Nasa þann 29. nóvember næstkomandi. Forsprakki sveitarinnar, Anton Newcombe, hefur tvívegis komið hingað til lands og hefur lengi staðið til að hljómsveit hans myndi spila hér. Hjálpar þar til vinskapur hans við liðsmenn Singapore Sling, sem hafa spilað með hljómsveitinni á tónleikum erlendis. „Anton hefur komið hingað tvisvar. Við ætluðum alltaf að fá þá til að spila og núna hentaði það vel. Þetta verður mjög gott," segir Henrik Björnsson úr Singapore Sling. Tónleikaferð Brian Jonestown Massacre er nýhafin og verða tónleikarnir á Íslandi þeir síðustu í ferðinni. Hljómsveitin nýtur mikillar hylli meðal þeirra sem fylgjast með bandarískri jaðartónlist. Fyrir tveimur árum var meðal annars gerð heimildarmynd um Newcombe og söngvara Dandy Warhols sem vakti umtalsverða athygli. Singapore Sling er annars að undirbúa upptökur á EP-plötu sem hugsanlega kemur út fyrir áramót. Sveitin er jafnframt að ganga frá samningi við 8 mm Records í Berlín um að fyrirtækið gefi út næstu plötu hennar, ásamt safnplötu með lögum af fyrstu þremur plötum sveitarinnar. Í tengslum við útgáfuna mun Singapore Sling spila í Berlín í mars á næsta ári. Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Bandaríska rokksveitin Brian Jonestown Massacre heldur tónleika á Nasa þann 29. nóvember næstkomandi. Forsprakki sveitarinnar, Anton Newcombe, hefur tvívegis komið hingað til lands og hefur lengi staðið til að hljómsveit hans myndi spila hér. Hjálpar þar til vinskapur hans við liðsmenn Singapore Sling, sem hafa spilað með hljómsveitinni á tónleikum erlendis. „Anton hefur komið hingað tvisvar. Við ætluðum alltaf að fá þá til að spila og núna hentaði það vel. Þetta verður mjög gott," segir Henrik Björnsson úr Singapore Sling. Tónleikaferð Brian Jonestown Massacre er nýhafin og verða tónleikarnir á Íslandi þeir síðustu í ferðinni. Hljómsveitin nýtur mikillar hylli meðal þeirra sem fylgjast með bandarískri jaðartónlist. Fyrir tveimur árum var meðal annars gerð heimildarmynd um Newcombe og söngvara Dandy Warhols sem vakti umtalsverða athygli. Singapore Sling er annars að undirbúa upptökur á EP-plötu sem hugsanlega kemur út fyrir áramót. Sveitin er jafnframt að ganga frá samningi við 8 mm Records í Berlín um að fyrirtækið gefi út næstu plötu hennar, ásamt safnplötu með lögum af fyrstu þremur plötum sveitarinnar. Í tengslum við útgáfuna mun Singapore Sling spila í Berlín í mars á næsta ári.
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira