Húsfyllir í Háskólabíói 2. nóvember 2006 15:15 Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari Nýtur mikillar hylli hjá íslenskum tónlistarunnendum. MYND/Vilhelm Færri komast að en vilja á tónleika píanóleikarans Víkings Heiðars Ólafssonar sem leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Uppselt er á tónleikana í kvöld og engar ósóttar pantanir í boði en þess má geta að húsfyllir varð einnig á nýafstöðnum afmælistónleikum Karlakórsins Fóstbræðra fyrr í vikunni. Fyrirhyggjusamir tónlistarunnendur fá notið efnisskrár kvöldsins og tónsmíða Beethovens og Brahms undir stjórn Rumons Gamba í Háskólabíói en aðrir áhugasamir verða að láta sér nægja útsendingu Rásar 1 frá tónleikunum sem hefst kl. 19.30. Á hinn bóginn er nóg af spennandi tónleikum fram undan því um helgina halda félagar úr Sinfóníunni sína þriðju tónleika í kammertónleikaröð þeirri er kennd er við Kristal. Tónleikarnir fara fram í Listasafni Íslands og mun fríður flokkur hljóðfæraleikara flytja verk eftir Astor Piazzolla, Steve Reich og André Jolivet í safninu undir stjórn Eggerts Pálssonar á laugardaginn. Á döfinni eru einnig hinir sívinsælu kvikmyndatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þrjár þöglar myndir verða sýndar á bíódögum sveitarinnar sem hefjast að viku liðinni. Hin fyrsta er kvikmyndin Intolerance, sem var gerð árið 1916 en efniviður hennar er sóttur í fjögur söguleg tímabil sem öll fjalla um hörmulegar afleiðingar af óþoli mannsins: Babýlon til forna, krossfesting Krists, Frakkland miðalda og Bandaríkin í byrjun 19. aldar. Bandaríska tónskáldið Carl Davies samdi tónlistina við myndina. Annan laugardag er síðan komið að Charles Chaplin að heilla bíógesti en tvær kvikmynda hans verða á dagskrá, The Kid og Idle Class. Chaplin samdi sjálfur tónlist við kvikmyndir sínar þótt hann læsi ekki nótur. Hljómsveitarstjóri á bíódögum er Frank Strobel frá Þýskalandi sem hefur sérhæft sig í að stjórna flutningi tónlistar við undirleik þögulla mynda. Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á heimasíðunni www.sinfonia.is. Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Færri komast að en vilja á tónleika píanóleikarans Víkings Heiðars Ólafssonar sem leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Uppselt er á tónleikana í kvöld og engar ósóttar pantanir í boði en þess má geta að húsfyllir varð einnig á nýafstöðnum afmælistónleikum Karlakórsins Fóstbræðra fyrr í vikunni. Fyrirhyggjusamir tónlistarunnendur fá notið efnisskrár kvöldsins og tónsmíða Beethovens og Brahms undir stjórn Rumons Gamba í Háskólabíói en aðrir áhugasamir verða að láta sér nægja útsendingu Rásar 1 frá tónleikunum sem hefst kl. 19.30. Á hinn bóginn er nóg af spennandi tónleikum fram undan því um helgina halda félagar úr Sinfóníunni sína þriðju tónleika í kammertónleikaröð þeirri er kennd er við Kristal. Tónleikarnir fara fram í Listasafni Íslands og mun fríður flokkur hljóðfæraleikara flytja verk eftir Astor Piazzolla, Steve Reich og André Jolivet í safninu undir stjórn Eggerts Pálssonar á laugardaginn. Á döfinni eru einnig hinir sívinsælu kvikmyndatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þrjár þöglar myndir verða sýndar á bíódögum sveitarinnar sem hefjast að viku liðinni. Hin fyrsta er kvikmyndin Intolerance, sem var gerð árið 1916 en efniviður hennar er sóttur í fjögur söguleg tímabil sem öll fjalla um hörmulegar afleiðingar af óþoli mannsins: Babýlon til forna, krossfesting Krists, Frakkland miðalda og Bandaríkin í byrjun 19. aldar. Bandaríska tónskáldið Carl Davies samdi tónlistina við myndina. Annan laugardag er síðan komið að Charles Chaplin að heilla bíógesti en tvær kvikmynda hans verða á dagskrá, The Kid og Idle Class. Chaplin samdi sjálfur tónlist við kvikmyndir sínar þótt hann læsi ekki nótur. Hljómsveitarstjóri á bíódögum er Frank Strobel frá Þýskalandi sem hefur sérhæft sig í að stjórna flutningi tónlistar við undirleik þögulla mynda. Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á heimasíðunni www.sinfonia.is.
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira