Opið hús í Listaháskólanum 10. nóvember 2006 12:30 Úr Sýningu Nemendaleikhússins, Hvít kanína, sem frumsýnd var í vor Allar deildir Listaháskólans munu kynna starfsemi sína í dag. mynd/listaháskólinn Listaháskólinn verður með opin hús um helgina en þá gefst forvitnum kostur á að kynna sér fjölbreytta starfsemi skólans. Álfrún G. Guðrúnardóttir, kynningarstjóri skólans, útskýrir að svona opinn dagur hafi verið haldinn um árabil en þá jafnan á virkum degi. „Þetta er í fyrsta sinn sem við höldum hann um helgi en með því viljum við koma til móts við fleiri gesti, til dæmis þá sem eru bundnir í skóla eða vinnu og komast lítið frá.“ Um fjögur hundruð nemendur stunda nám í Listaháskólanum en dagskráin verður í þremur húsum skólans, á Sölvhólsgötu, Laugarnesvegi og Skipholti þar sem deildirnar fjórar; myndlistar-, leiklistar-, tónlistar og hönnunar- og arkitektúrdeild, kynna starfssemi sína. „Nemendur skólans, kennarar, fagstjórar og starfsfólk verður á staðnum. Hægt verður að fá leiðsögn um deildirnar auk þess sem feril- og inntökumöppur nemenda verða til sýnis,“ útskýrir Álfrún og áréttar að það hafi mælst vel fyrir. „Það er ekki gefið upp nákvæmlega hvað á að vera í inntökumöppunum sem nemendur okkar skila inn. Því hefur mörgum þótt gott að koma og sjá hvað í þeim er að finna.“ Gestir geta síðan spjallað við nemendur og aðstandendur skólans um aðbúnað og áherslur námsins, auk þess að fá nasasjón af list og listamönnum framtíðarinnar sem munu sýna afrakstur vinnu sinnar, hvort heldur með lifandi uppákomum eða eiginlegri sýningu á verkum. „Þetta er dálítið flókið því starfsemin er í þremur húsum. Þess vegna er dagskráin milli 11 og 15 svo allir hafi nægan tíma til þess að flakka milli,“ segir Álfrún. „Eða ef fólk vill kynna sér fleiri en eina deild. Gestir geta til dæmis slegið tvær flugur í einu höggi og farið niður á Sölvhólsgötu ef það er ekki visst um hvort það langar að vera tónskáld eða leikari, nú eða dansari.“ Markvissum gestum er þó ráðlagt að kynna sér ítarlega dagskrá dagsins á heimasíðu skólans, www.lhi.is. „Allir þeir sem hafa áhuga á námi í Listaháskólanum eru velkomnir,“ segir Álfrún að lokum, „þeir sem eru forvitnir að kynna sér þennan möguleika ættu endilega að kíkja í heimsókn. Stærsti markhópurinn hefur verið krakkar á framhaldsskólaaldri en auðvitað eru líka fjölmargir aðrir sem vilja láta draum sinn rætast og fara í hið langþráða listnám.“ Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Listaháskólinn verður með opin hús um helgina en þá gefst forvitnum kostur á að kynna sér fjölbreytta starfsemi skólans. Álfrún G. Guðrúnardóttir, kynningarstjóri skólans, útskýrir að svona opinn dagur hafi verið haldinn um árabil en þá jafnan á virkum degi. „Þetta er í fyrsta sinn sem við höldum hann um helgi en með því viljum við koma til móts við fleiri gesti, til dæmis þá sem eru bundnir í skóla eða vinnu og komast lítið frá.“ Um fjögur hundruð nemendur stunda nám í Listaháskólanum en dagskráin verður í þremur húsum skólans, á Sölvhólsgötu, Laugarnesvegi og Skipholti þar sem deildirnar fjórar; myndlistar-, leiklistar-, tónlistar og hönnunar- og arkitektúrdeild, kynna starfssemi sína. „Nemendur skólans, kennarar, fagstjórar og starfsfólk verður á staðnum. Hægt verður að fá leiðsögn um deildirnar auk þess sem feril- og inntökumöppur nemenda verða til sýnis,“ útskýrir Álfrún og áréttar að það hafi mælst vel fyrir. „Það er ekki gefið upp nákvæmlega hvað á að vera í inntökumöppunum sem nemendur okkar skila inn. Því hefur mörgum þótt gott að koma og sjá hvað í þeim er að finna.“ Gestir geta síðan spjallað við nemendur og aðstandendur skólans um aðbúnað og áherslur námsins, auk þess að fá nasasjón af list og listamönnum framtíðarinnar sem munu sýna afrakstur vinnu sinnar, hvort heldur með lifandi uppákomum eða eiginlegri sýningu á verkum. „Þetta er dálítið flókið því starfsemin er í þremur húsum. Þess vegna er dagskráin milli 11 og 15 svo allir hafi nægan tíma til þess að flakka milli,“ segir Álfrún. „Eða ef fólk vill kynna sér fleiri en eina deild. Gestir geta til dæmis slegið tvær flugur í einu höggi og farið niður á Sölvhólsgötu ef það er ekki visst um hvort það langar að vera tónskáld eða leikari, nú eða dansari.“ Markvissum gestum er þó ráðlagt að kynna sér ítarlega dagskrá dagsins á heimasíðu skólans, www.lhi.is. „Allir þeir sem hafa áhuga á námi í Listaháskólanum eru velkomnir,“ segir Álfrún að lokum, „þeir sem eru forvitnir að kynna sér þennan möguleika ættu endilega að kíkja í heimsókn. Stærsti markhópurinn hefur verið krakkar á framhaldsskólaaldri en auðvitað eru líka fjölmargir aðrir sem vilja láta draum sinn rætast og fara í hið langþráða listnám.“
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira