Portus hrósað í Feneyjum 11. nóvember 2006 15:00 Byggingarlist Íslenski sýningarskálinn í Feneyjum. Íslenski hraunsteinninn og ljósaveggur Ólafs Elíassonar sem hann hannaði sérstaklega fyrir skálann og varpar síbreytilegri íslenskri sumarbirtu um skálann. mynd/Portus Group Íslenski sýningarskálinn á Feneyja-tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag hlaut á miðvikudag sérstaka viðurkenningu dómnefndar þegar Gullna ljónið var afhent við hátíðlega athöfn. Athöfnin fór fram í Teatro Malibran leikhúsinu í Feneyjum en í dómnefnd voru Richard Sennett, Amyn Aga Khan, Anthony Gormley og Zaha Hadid. Verðlaunum til sýningarskála var skipt í þrjá flokka, sýningarskála borga, sýningarskála þjóða og sýningarskála ákveðinna þróunarverkefna í borgarskipulagi. Að þessu sinni hlaut Bogotá í Kolumbíu Gullna ljónið fyrir sýningarskála borga, danski sýningarskálinn hlaut Gullna ljónið fyrir sýningarskála þjóða og Javier Sanchez/Higuera+Sanches fyrir þróunarverkefnið "Brazil 44" í Mexíkóborg fyrir sýningarskála ákveðinna þróunarverkefna. Að auki hlutu þrír sýningarskálar sérstakar viðurkenningar, þar á meðal íslenski sýningarskálinn. Íslenski sýningarskálinn hlaut viðurkenningu fyrir "framúrskarandi framsetningu og samspil listamanns og arkitektastofu, Ólafs Elíassonar og Teiknistofu Hennings Larsen". Hinir voru japanski sýningarskálinn og sýningarskáli Makedóníu. Ísland tók í fyrsta sinn þátt í Feneyja-tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag í ár. Opnaði Dorrit Moussaieff forsetafrú íslenska skálann fyrir hönd menntamálaráðherra og borgarstjórans í Reykjavík og verður hann opinn til loka næstu viku þegar tvíæringnum lýkur. Á Feneyjatvíæringnum í ár eru 145 sýningarskálar, þar af 48 sýningarskálar þjóða. Geta íslensku þátttakendurnir því verið sáttir við sinn hlut. Í sýningarskálanum er tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn í Reykjavík kynnt ásamt tilheyrandi skipulagi og uppbyggingu í miðborginni, sem er í samræmi við yfirskrift tvíæringsins í ár, "Borgir, byggingalist og samfélag". Hönnun hússins, sem unnin er af arkitektastofunni Hennings Larsen Tegnestue í samstarfi við Batteríið og listamanninun Ólaf Elíasson, er í brennidepli " en einnig er lögð áhersla á að kynna Reykjavík sem menningar- og ráðstefnuborg og Ísland sem vænlegan kost þeirra sem skipuleggja ráðstefnur og ferðir. Feneyjatvíæringurinn er einhver mikilvægasti vettvangurinn í heimi til kynningar á byggingalist en hann sækja að jafnaði meira en 100.000 manns hverju sinni, arkitektar, arkitektanemar, listamenn, blaðamenn og áhugamenn um hið byggða umhverfi. Kynning á tónlistar- og ráðstefnuhúsinu erlendis hófst sl. vor með samvinnuverkefni Höfuðborgarstofu og Ferðamálastofu og þátttaka Íslands í Feneyja-tvíæringnum felur í sér afar mikilvægt tækifæri til að vekja alþjóðlega athygli á þessu metnaðarfulla verkefni. Það var eignarhaldsfélagið Portus hf., sem ríkið og Reykjavíkurborg hafa gert samning við um að byggja og reka tónlistar- og ráðstefnuhúsið, sem annaðist undirbúninginn í samráði við Austurhöfn TR, menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg og skiptist kostnaðurinn við verkefnið á milli þeirra. Sýningarstjóri var Þórhallur Vilhjálmsson markaðsstjóri Eignarhaldsfélagsins Portus. Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Íslenski sýningarskálinn á Feneyja-tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag hlaut á miðvikudag sérstaka viðurkenningu dómnefndar þegar Gullna ljónið var afhent við hátíðlega athöfn. Athöfnin fór fram í Teatro Malibran leikhúsinu í Feneyjum en í dómnefnd voru Richard Sennett, Amyn Aga Khan, Anthony Gormley og Zaha Hadid. Verðlaunum til sýningarskála var skipt í þrjá flokka, sýningarskála borga, sýningarskála þjóða og sýningarskála ákveðinna þróunarverkefna í borgarskipulagi. Að þessu sinni hlaut Bogotá í Kolumbíu Gullna ljónið fyrir sýningarskála borga, danski sýningarskálinn hlaut Gullna ljónið fyrir sýningarskála þjóða og Javier Sanchez/Higuera+Sanches fyrir þróunarverkefnið "Brazil 44" í Mexíkóborg fyrir sýningarskála ákveðinna þróunarverkefna. Að auki hlutu þrír sýningarskálar sérstakar viðurkenningar, þar á meðal íslenski sýningarskálinn. Íslenski sýningarskálinn hlaut viðurkenningu fyrir "framúrskarandi framsetningu og samspil listamanns og arkitektastofu, Ólafs Elíassonar og Teiknistofu Hennings Larsen". Hinir voru japanski sýningarskálinn og sýningarskáli Makedóníu. Ísland tók í fyrsta sinn þátt í Feneyja-tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag í ár. Opnaði Dorrit Moussaieff forsetafrú íslenska skálann fyrir hönd menntamálaráðherra og borgarstjórans í Reykjavík og verður hann opinn til loka næstu viku þegar tvíæringnum lýkur. Á Feneyjatvíæringnum í ár eru 145 sýningarskálar, þar af 48 sýningarskálar þjóða. Geta íslensku þátttakendurnir því verið sáttir við sinn hlut. Í sýningarskálanum er tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn í Reykjavík kynnt ásamt tilheyrandi skipulagi og uppbyggingu í miðborginni, sem er í samræmi við yfirskrift tvíæringsins í ár, "Borgir, byggingalist og samfélag". Hönnun hússins, sem unnin er af arkitektastofunni Hennings Larsen Tegnestue í samstarfi við Batteríið og listamanninun Ólaf Elíasson, er í brennidepli " en einnig er lögð áhersla á að kynna Reykjavík sem menningar- og ráðstefnuborg og Ísland sem vænlegan kost þeirra sem skipuleggja ráðstefnur og ferðir. Feneyjatvíæringurinn er einhver mikilvægasti vettvangurinn í heimi til kynningar á byggingalist en hann sækja að jafnaði meira en 100.000 manns hverju sinni, arkitektar, arkitektanemar, listamenn, blaðamenn og áhugamenn um hið byggða umhverfi. Kynning á tónlistar- og ráðstefnuhúsinu erlendis hófst sl. vor með samvinnuverkefni Höfuðborgarstofu og Ferðamálastofu og þátttaka Íslands í Feneyja-tvíæringnum felur í sér afar mikilvægt tækifæri til að vekja alþjóðlega athygli á þessu metnaðarfulla verkefni. Það var eignarhaldsfélagið Portus hf., sem ríkið og Reykjavíkurborg hafa gert samning við um að byggja og reka tónlistar- og ráðstefnuhúsið, sem annaðist undirbúninginn í samráði við Austurhöfn TR, menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg og skiptist kostnaðurinn við verkefnið á milli þeirra. Sýningarstjóri var Þórhallur Vilhjálmsson markaðsstjóri Eignarhaldsfélagsins Portus.
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira