Nýtt starfsár hafið hjá Sinfóníu Norðurlands 16. nóvember 2006 13:30 guðmundur óli gunnarsson Vetur er að leggjast yfir Norðurland og þá taka hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands að stilla saman strengi sína. Fjórtánda starfsár þeirra er að hefjast. Skólatónleikar skipa stóran sess í dagskrá vetrarins. Nú í haust hófust skólatónleikar í október þar sem á efnisskrá er tónverk eftir hollenskt tónskáld Theo Loevendie við ævintýrið um Næturgalann eftir H.C. Andersen. Þar eru á ferðinni sjö hljóðfæraleikarar, sögumaður og stjórnandi. Sögumaður er Aðalsteinn Bergdal. Í vetur verður farið í skóla frá Ólafsfirði og allt austur á Raufarhöfn. Næturgalinn verður síðan fluttur á Fjölskyldutónleikum á laugardaginn kl. 14 í Samkomuhúsinu á Akureyri - (Leikhúsinu). Aðgangur að fjölskyldutónleikunum er ókeypis. Næstu tónleikar hljómsveitarinnar á Akureyri verða síðan hinn 9. desember: Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Knattspyrnudeild Þórs bjóða til aðventuveislu. Með hljómsveitinni koma fram Hulda Björk Garðarsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Karlakór Dalvíkur. Á efnisskrá tónleikanna verður jóla- og aðventutónlist. Að tónleikunum loknum verður boðið upp á jólahlaðborð frá Bautanum. Verkefni eftir áramótin eru af ýmsum toga. Í febrúar heimsækir Sinfóníuhljómsveit Íslands Akureyri og verður með tónleika í Íþróttahúsi Síðuskóla. Strengjasveitatónleikar verða í mars í Akureyrarkirkju. Tónleikarnir eru í samvinnu við Tónlistarskólann á Akureyri. Á skírdag verða tónleikar í Glerárkirkju. Á efnisskrá tónleikanna er konsert fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Max Bruch þar sem fiðluleikarinn Ari Þór Vilhjálmsson verður í aðalhlutverki. Einnig verður flutt sinfónía no. 5 eftir L. van Beethoven sem nefnd hefur verið Örlagasinfónían. Þá eru fyrirhugaðir tónleikar í maí í samstarfi við Kirkjulistaviku Akureyrarkirkju og eru á efnisskrá sinfónía fyrir orgel og hljómsveit eftir F.A. Guilmant og Te Deum eftir A. Dvorak. Við fyrirhugaða kórastefnu við Mývatn í júní verður meðal annars flutt messa eftir John Rutter. Hljómsveitin er skipuð hljóðfæraleikurum víða að. Var nokkur umræða fyrr á árinu um lakan hlut hljóðfæraleikara sem byggju norðan heiða og var gagnrýnt að sóttir væru menn í aðra landshluta til að manna sveitina. Stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands er Guðmundur Óli Gunnarsson. Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Vetur er að leggjast yfir Norðurland og þá taka hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands að stilla saman strengi sína. Fjórtánda starfsár þeirra er að hefjast. Skólatónleikar skipa stóran sess í dagskrá vetrarins. Nú í haust hófust skólatónleikar í október þar sem á efnisskrá er tónverk eftir hollenskt tónskáld Theo Loevendie við ævintýrið um Næturgalann eftir H.C. Andersen. Þar eru á ferðinni sjö hljóðfæraleikarar, sögumaður og stjórnandi. Sögumaður er Aðalsteinn Bergdal. Í vetur verður farið í skóla frá Ólafsfirði og allt austur á Raufarhöfn. Næturgalinn verður síðan fluttur á Fjölskyldutónleikum á laugardaginn kl. 14 í Samkomuhúsinu á Akureyri - (Leikhúsinu). Aðgangur að fjölskyldutónleikunum er ókeypis. Næstu tónleikar hljómsveitarinnar á Akureyri verða síðan hinn 9. desember: Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Knattspyrnudeild Þórs bjóða til aðventuveislu. Með hljómsveitinni koma fram Hulda Björk Garðarsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Karlakór Dalvíkur. Á efnisskrá tónleikanna verður jóla- og aðventutónlist. Að tónleikunum loknum verður boðið upp á jólahlaðborð frá Bautanum. Verkefni eftir áramótin eru af ýmsum toga. Í febrúar heimsækir Sinfóníuhljómsveit Íslands Akureyri og verður með tónleika í Íþróttahúsi Síðuskóla. Strengjasveitatónleikar verða í mars í Akureyrarkirkju. Tónleikarnir eru í samvinnu við Tónlistarskólann á Akureyri. Á skírdag verða tónleikar í Glerárkirkju. Á efnisskrá tónleikanna er konsert fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Max Bruch þar sem fiðluleikarinn Ari Þór Vilhjálmsson verður í aðalhlutverki. Einnig verður flutt sinfónía no. 5 eftir L. van Beethoven sem nefnd hefur verið Örlagasinfónían. Þá eru fyrirhugaðir tónleikar í maí í samstarfi við Kirkjulistaviku Akureyrarkirkju og eru á efnisskrá sinfónía fyrir orgel og hljómsveit eftir F.A. Guilmant og Te Deum eftir A. Dvorak. Við fyrirhugaða kórastefnu við Mývatn í júní verður meðal annars flutt messa eftir John Rutter. Hljómsveitin er skipuð hljóðfæraleikurum víða að. Var nokkur umræða fyrr á árinu um lakan hlut hljóðfæraleikara sem byggju norðan heiða og var gagnrýnt að sóttir væru menn í aðra landshluta til að manna sveitina. Stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“