Einfalt og hrífandi gospel 17. nóvember 2006 16:30 Eiríkur, Páll Óskar og Margrét Eir Páll Óskar Hjálmtýsson, Eiríkur Hauksson og Margrét Eir syngja saman gospelsálma á nýrri plötu frá útgáfufyrirtækinu Frost sem nefnist Horfðu til himins. Sinfóníuhljómsveitin í Bratislava leikur undir á plötunni ásamt Stjörnukór og mörgum af fremstu tónlistarmönnum Íslands. Mikið var lagt í útsetningar og textagerð og eru mörg laganna nú sungin í fyrsta sinn á íslensku. Eiríkur Hauksson segist aldrei hafa sungið gospeltónlist áður en komist nálægt því í Noregi fyrir nokkrum árum. „Það var í nostalgíubandi sem heitir Aunt Mary þar sem ég spilaði á bassa og söng um tveggja ára skeið. Við héldum síðan tvenna stóra tónleika í samvinnu við norskan gospelkór," segir Eiríkur. „Ég hef alltaf voðalega gaman af að prófa eitthvað nýtt og þetta hljómaði vel, gospelfílingur með sinfóníuhljómsveit. Ég hef um árin haft gaman af gospeltónlist en kannski mest í gegnum kvikmyndir. Það sem hrífur mig mest er það sama og með blúsinn, sem er einfaldleikinn. Hljómalega séð er þetta einfaldara og textarnir eru auðskildir og mikið um endurtekningar," segir Eiríkur, sem tók strax þá ákvörðun að láta laglínurnar ráða ferðinni í söng sínum í stað þess að reyna að krydda þær mikið. Auk erlendra laga á borð við Amazing Grace, Go Down Moses og Swing Low eru tvö íslensk lög á plötunni. Lagið Horfðu til himins (Ný dönsk) og Við freistingum gæt þín. Íslenskir textar hafa verið gerðir við erlendu lögin á plötunni en til verksins voru fengnir margir af fremstu textahöfundum þjóðarinnar. Útgáfu þessa vandaða verks verður fylgt eftir með tónleikum í Grafarvogskirkju 12. desember næstkomandi. Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson, Eiríkur Hauksson og Margrét Eir syngja saman gospelsálma á nýrri plötu frá útgáfufyrirtækinu Frost sem nefnist Horfðu til himins. Sinfóníuhljómsveitin í Bratislava leikur undir á plötunni ásamt Stjörnukór og mörgum af fremstu tónlistarmönnum Íslands. Mikið var lagt í útsetningar og textagerð og eru mörg laganna nú sungin í fyrsta sinn á íslensku. Eiríkur Hauksson segist aldrei hafa sungið gospeltónlist áður en komist nálægt því í Noregi fyrir nokkrum árum. „Það var í nostalgíubandi sem heitir Aunt Mary þar sem ég spilaði á bassa og söng um tveggja ára skeið. Við héldum síðan tvenna stóra tónleika í samvinnu við norskan gospelkór," segir Eiríkur. „Ég hef alltaf voðalega gaman af að prófa eitthvað nýtt og þetta hljómaði vel, gospelfílingur með sinfóníuhljómsveit. Ég hef um árin haft gaman af gospeltónlist en kannski mest í gegnum kvikmyndir. Það sem hrífur mig mest er það sama og með blúsinn, sem er einfaldleikinn. Hljómalega séð er þetta einfaldara og textarnir eru auðskildir og mikið um endurtekningar," segir Eiríkur, sem tók strax þá ákvörðun að láta laglínurnar ráða ferðinni í söng sínum í stað þess að reyna að krydda þær mikið. Auk erlendra laga á borð við Amazing Grace, Go Down Moses og Swing Low eru tvö íslensk lög á plötunni. Lagið Horfðu til himins (Ný dönsk) og Við freistingum gæt þín. Íslenskir textar hafa verið gerðir við erlendu lögin á plötunni en til verksins voru fengnir margir af fremstu textahöfundum þjóðarinnar. Útgáfu þessa vandaða verks verður fylgt eftir með tónleikum í Grafarvogskirkju 12. desember næstkomandi.
Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“