Tónlist

Jólatónleikar Fíladelfíu

Björgvin Halldórsson söngvari
Björgvin Halldórsson söngvari

Jólatónleikar Fíladelfíu verða haldnir í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, 5. og 6. desember kl. 20 og kl. 22, bæði kvöldin. Flytjendur eru Gospelkór Fíladelfíu undir stjórn Óskars Einarssonar, Björgvin Halldórsson, Hera Björk, Maríanna Másdóttir, Þóra Gréta Þórisdóttir og Edgar Smári ásamt fjölda annarra einsöngvara. Umsjón tónleikanna er í höndum Hrannar Svansdóttur og Óskars Einarssonar. Flutt verða þekkt jólalög á íslensku ásamt nýju efni. Um útsetningar og tónlistarstjórn sér Óskar Einarsson en hjómsveitina skipa að þessu sinni Óskar Einarsson, Jóhann Ásmundsson, Brynjólfur Snorrason, Hjalti Gunnlaugsson, Ómar Guðjónsson, Kjartan Valdimarsson og Gréta Salóme Stefánsdóttir. Hingað til hefur alltaf verið húsfyllir á jólatónleikum Fíladelfíu og færri fengið miða en vilja. Forsala miða hófst í gær í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu.

Tónleikarnir eru teknir upp af RÚV og verður sjónvarpað á aðfangadagskvöld og endurfluttir síðar okkur til huggunar sem ekki komumst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×