Bó á vinsældalista í Þýskalandi 17. nóvember 2006 13:15 Þjóðverjum fellur vel í geð flutningur Björgvins á laginu Eina ósk eftir Jóhann G. Jóhannsson. „Nei nei, og þó …jú," svarar Björgvin Halldórsson stórsöngvari spurður út í fréttir þess efnis að lagið Eina ósk í hans flutningi sé að slá í gegn í Þýskalandi um þessar mundir. Á dögunum barst Björgvini tölvupóstur frá Christian Milling, útvarpsstjóra Radio 700 í Þýskalandi. Stöðin, sem nær til hálfrar annarrar milljónar heimila þar í landi, leggur áherslu á tónlist frá sjöunda áratugnum fram undir lok þess níunda og færði útvarpsstjórinn söngvaranum þær fréttir að Eina ósk hafi verið ofarlega á vinsældalista stöðvarinnar svo vikum skipti. „Þessi Christian vissi að ég hafði verið í Evróvisjón og fleiru og vill endilega taka viðtal við mig og gera tveggja tíma þátt um mig og tónlistina sem ég hef gert í gegnum tíðina," segir Björgvin. Þátturinn heitir Startreff og í þeim hefur verið rætt við nokkrar skærustu stjörnur Þýskalands, til dæmis Dieter-Thomas Heck, Hans Blum og Bernd Clüver. „Hann býðst til að taka viðtalið á þýsku, ensku, frönsku, allt eftir því hvað hentar mér. Ég hef náttúrlega tök á þessu öllu saman og get valið úr," segir Björgvin og slengir fram nokkrum þýskum orðum eins og ekkert sé. „Það er spurning hvort við tökum þetta ekki bara á esperanto." Björgvin segir gaman hversu lengi lög sín hafa lifað og ekki síst að það sé verið að spila lög á íslensku í útlöndum. „Ég fæ flutningsskýrslur víða að úr heiminum, aðallega Evrópu. Ég læt þó vera að tala um vinsældir í því sambandi, þær eru afstæðar. En það er ekki ónýtt að komast að í Þýskalandi, þetta er annar stærsti markaðurinn í heiminum," segir Björgvin, sem bíður spenntur eftir að Christian hringi hvað úr hverju. Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Nei nei, og þó …jú," svarar Björgvin Halldórsson stórsöngvari spurður út í fréttir þess efnis að lagið Eina ósk í hans flutningi sé að slá í gegn í Þýskalandi um þessar mundir. Á dögunum barst Björgvini tölvupóstur frá Christian Milling, útvarpsstjóra Radio 700 í Þýskalandi. Stöðin, sem nær til hálfrar annarrar milljónar heimila þar í landi, leggur áherslu á tónlist frá sjöunda áratugnum fram undir lok þess níunda og færði útvarpsstjórinn söngvaranum þær fréttir að Eina ósk hafi verið ofarlega á vinsældalista stöðvarinnar svo vikum skipti. „Þessi Christian vissi að ég hafði verið í Evróvisjón og fleiru og vill endilega taka viðtal við mig og gera tveggja tíma þátt um mig og tónlistina sem ég hef gert í gegnum tíðina," segir Björgvin. Þátturinn heitir Startreff og í þeim hefur verið rætt við nokkrar skærustu stjörnur Þýskalands, til dæmis Dieter-Thomas Heck, Hans Blum og Bernd Clüver. „Hann býðst til að taka viðtalið á þýsku, ensku, frönsku, allt eftir því hvað hentar mér. Ég hef náttúrlega tök á þessu öllu saman og get valið úr," segir Björgvin og slengir fram nokkrum þýskum orðum eins og ekkert sé. „Það er spurning hvort við tökum þetta ekki bara á esperanto." Björgvin segir gaman hversu lengi lög sín hafa lifað og ekki síst að það sé verið að spila lög á íslensku í útlöndum. „Ég fæ flutningsskýrslur víða að úr heiminum, aðallega Evrópu. Ég læt þó vera að tala um vinsældir í því sambandi, þær eru afstæðar. En það er ekki ónýtt að komast að í Þýskalandi, þetta er annar stærsti markaðurinn í heiminum," segir Björgvin, sem bíður spenntur eftir að Christian hringi hvað úr hverju.
Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira