Aðdáendur vilja endurgreiðslu 18. nóvember 2006 12:00 Popparinn tók á móti verðlaunum fyrir að hafa selt Thriller í yfir 100 milljónum eintaka. Reiðir aðdáendur popparans Michael Jackson vilja fá miðana sem þeir borguðu inn á heims-tónlistarverðlaunin í London á dögunum endurgreidda. Miðinn á verðlaunahátíðina kostaði um þrettán þúsund krónur. Bjuggust aðdáendurnir við því að sjá og heyra Jackson flytja slagara sinn Thriller en ekkert varð úr því. Þess í stað var lagið flutt af bandaríska söngvaranum Chris Brown. „Ég er bálreið. Mér líður eins og ég hafi verið féflett,“ sagði einn aðdáandinn sem eyddi yfir tuttugu þúsund krónum í aðgangseyri. Jackson söng aðeins tvö erindi í laginu We Are The World áður en hann yfirgaf sviðið. „Þetta var mikið spennufall. Ég gekk í burtu,“ sagði annar sársvekktur aðdáandi. Jackson kom fram í London í fyrsta skipti síðan hann var sýknaður af ákæru um kynferðislega misnotkun. Hefur hann dvalið í Bahrain og Írlandi undanfarna mánuði og hyggur á útgáfu nýrrar plötu á næsta ári. Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Reiðir aðdáendur popparans Michael Jackson vilja fá miðana sem þeir borguðu inn á heims-tónlistarverðlaunin í London á dögunum endurgreidda. Miðinn á verðlaunahátíðina kostaði um þrettán þúsund krónur. Bjuggust aðdáendurnir við því að sjá og heyra Jackson flytja slagara sinn Thriller en ekkert varð úr því. Þess í stað var lagið flutt af bandaríska söngvaranum Chris Brown. „Ég er bálreið. Mér líður eins og ég hafi verið féflett,“ sagði einn aðdáandinn sem eyddi yfir tuttugu þúsund krónum í aðgangseyri. Jackson söng aðeins tvö erindi í laginu We Are The World áður en hann yfirgaf sviðið. „Þetta var mikið spennufall. Ég gekk í burtu,“ sagði annar sársvekktur aðdáandi. Jackson kom fram í London í fyrsta skipti síðan hann var sýknaður af ákæru um kynferðislega misnotkun. Hefur hann dvalið í Bahrain og Írlandi undanfarna mánuði og hyggur á útgáfu nýrrar plötu á næsta ári.
Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira