Aftur í Höllinni 20. nóvember 2006 09:00 sálin og gospel-kórinn Sálin hans Jóns míns og Gospelkór Reykjavíkur munu halda aðra tónleika í Laugardalshöll þann 30. desember næstkomandi vegna gífurlegrar eftirspurnar. Síðustu tónleikar Sálarinnar og kórsins voru haldnir þann 15. september við mjög góðar undirtektir. Voru þeir jafnframt teknir upp og verða þeir gefnir út á plötu og á DVD-mynddisk á föstudag. „Þetta gekk vonum framar og small saman eins og flís við rass, bæði tónlistin og söngurinn," segir Óskar Einarsson, stjórnandi Gospelkórsins, um tónleikana. „Allt ferlið gekk vel frá því að við ræddum saman þangað til þetta var búið. Það var ekkert nema friður og kærleikur og jákvæðir straumar," segir hann. Tónleikarnir með Sálinni voru þeir fyrstu sem kórinn hélt með þekktri popphljómsveit, fyrir utan þátttöku kórsins í kvikmyndinni Í takt við tímann með Stuðmönnum. Gospelkórinn mun hafa í nógu að snúast á næstunni og mun meðal annars halda átta tónleika í desember, þar á meðal lokaða tónleika með Garðari Cortes. Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Sálin hans Jóns míns og Gospelkór Reykjavíkur munu halda aðra tónleika í Laugardalshöll þann 30. desember næstkomandi vegna gífurlegrar eftirspurnar. Síðustu tónleikar Sálarinnar og kórsins voru haldnir þann 15. september við mjög góðar undirtektir. Voru þeir jafnframt teknir upp og verða þeir gefnir út á plötu og á DVD-mynddisk á föstudag. „Þetta gekk vonum framar og small saman eins og flís við rass, bæði tónlistin og söngurinn," segir Óskar Einarsson, stjórnandi Gospelkórsins, um tónleikana. „Allt ferlið gekk vel frá því að við ræddum saman þangað til þetta var búið. Það var ekkert nema friður og kærleikur og jákvæðir straumar," segir hann. Tónleikarnir með Sálinni voru þeir fyrstu sem kórinn hélt með þekktri popphljómsveit, fyrir utan þátttöku kórsins í kvikmyndinni Í takt við tímann með Stuðmönnum. Gospelkórinn mun hafa í nógu að snúast á næstunni og mun meðal annars halda átta tónleika í desember, þar á meðal lokaða tónleika með Garðari Cortes.
Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira