Tónlist

Kántrískotinn blús í Fríkirkjunni

Tónlistarkonan Lay Low spilaði lög af plötu sinni á útgáfutónleikunum í Fríkirkjunni.
Tónlistarkonan Lay Low spilaði lög af plötu sinni á útgáfutónleikunum í Fríkirkjunni. MYND/Heiða

Tónlistarkonan Lay Low, eða Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, hélt útgáfutónleika í Fríkirkjunni á miðvikudagskvöld.

Lay Low gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, Please Don"t Hate Me, sem hefur fengið mjög góðar viðtökur. Þar spilar hún kántrískotinn blús og hlýddu um 400 manns á hana spila nýju lögin í Fríkirkjunni.

Þau Hjalti og Sara létu sig ekki vanta á útgáfutónleikana.


.
Vinkonurnar Edda og Linda hlýddu á Lay Low flytja lög af sinni fyrstu plötu.


.
Elma Geirdal og útgáfustjórinn Helgi Pjetur fylgdust með tónleikunum.


.
Loftur Atli Eríksson og Þorvaldur Óskar Guðlaugsson voru á meðal áheyrenda í Fríkirkjunni.


.
Félagarnir Reinald og Steinar stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Fréttablaðsins.


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×