Skopteiknari býður fórnarlömbum til veislu 3. desember 2006 15:30 Halldór Baldursson hefur slegið hressilega í gegn með skopmyndum sínum í Blaðinu og segir árið hafa verið gott hvað stórmál varðar en sér síður en svo fram á efnisþurrð. “Við erum búnir að grafa upp heilmörg netföng og reynum að koma boði til sem flestra,” segir skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson sem stefnir að því að bjóða öllum sem koma við sögu í skopmyndabókinni 2006 í grófum dráttum í útgáfuteiti í vikunni. Halldór hefur vakið mikla athygli fyrir snarpa samfélagsrýni sem hann birtir í teikningum sínum í blaðinu Blaðinu. Teikningunum hefur hann nú safnað saman í bókinni sem kom út fyrir skömmu. Flestir sem eitthvað hefur kveðið að í þjóðmálaumræðunni síðustu mánuði skjóta upp kollinum í bókinni þannig að gestalisti Halldórs verður ekki af verri endanum og sem örfá dæmi má nefna Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, Ólaf Ragnar Grímsson, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Silvíu Nótt. Halldór vonast til þess að sjá sem flesta og leggur áherslu á að hann sé ekki að gera grín að fólki með boðinu. “Ég verð að sjálfsögðu fyrir miklum vonbrigðum ef þetta fólk mætir ekki.” Halldór efast þó ekki um að margir séu ósáttir við meðferð hans á þeim en segir það þó alls ekki illa meint þó stundum svíði undan teikningum hans. “Ég hef nú ekki fundið neitt fyrir því en það hljóta einhverjir að vera sárir, fjandinn hafi það. Það er hlutverk skopteiknarans að vera gagnrýninn á samfélagið og þá hljóta stundum einhverjir að móðgast. En þetta er betrunarbók.” Halldór segist þó ekki síður vilja hitta þau fórnarlömb sín sem hafi móðgast. “Ég er alveg til í það og ef einhverjir vilja koma og leiðrétta mig og rökræða þá er það velkomið.” Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
“Við erum búnir að grafa upp heilmörg netföng og reynum að koma boði til sem flestra,” segir skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson sem stefnir að því að bjóða öllum sem koma við sögu í skopmyndabókinni 2006 í grófum dráttum í útgáfuteiti í vikunni. Halldór hefur vakið mikla athygli fyrir snarpa samfélagsrýni sem hann birtir í teikningum sínum í blaðinu Blaðinu. Teikningunum hefur hann nú safnað saman í bókinni sem kom út fyrir skömmu. Flestir sem eitthvað hefur kveðið að í þjóðmálaumræðunni síðustu mánuði skjóta upp kollinum í bókinni þannig að gestalisti Halldórs verður ekki af verri endanum og sem örfá dæmi má nefna Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, Ólaf Ragnar Grímsson, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Silvíu Nótt. Halldór vonast til þess að sjá sem flesta og leggur áherslu á að hann sé ekki að gera grín að fólki með boðinu. “Ég verð að sjálfsögðu fyrir miklum vonbrigðum ef þetta fólk mætir ekki.” Halldór efast þó ekki um að margir séu ósáttir við meðferð hans á þeim en segir það þó alls ekki illa meint þó stundum svíði undan teikningum hans. “Ég hef nú ekki fundið neitt fyrir því en það hljóta einhverjir að vera sárir, fjandinn hafi það. Það er hlutverk skopteiknarans að vera gagnrýninn á samfélagið og þá hljóta stundum einhverjir að móðgast. En þetta er betrunarbók.” Halldór segist þó ekki síður vilja hitta þau fórnarlömb sín sem hafi móðgast. “Ég er alveg til í það og ef einhverjir vilja koma og leiðrétta mig og rökræða þá er það velkomið.”
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira