Jóel í nýju varplandi 4. desember 2006 11:00 Varp, Jóel Pálsson * * * Varp ber vott um frjóar lagasmíðar Jóels Pálssonar sem þó hefði mátt útfæra á heildstæðari hátt. Jóel Pálsson er einn fremsti djass-tónlistamaður okkar Íslendinga og er fremstur meðal jafningja í hópi þeirra ungu tónlistarmanna sem hafa lagt þessa tónlistastefnu fyrir sig. Á Varpi setur Jóel sig í stellingar, fær til sín fjögurra manna hljómsveit sem hrúgar sig saman í hljóðveri og tekur upp. Ekkert óekta, bara alvöru „live"-hljómur sem virkar vel á djassplötum að mati undirritaðs. Stemningin kemst alltaf betur til skila með þessu móti. Lagið Innri opnar dyrnar að heimi Jóels en gefur kannski ekki réttu myndina af því sem koma skal. Að einhverju leyti rólegur og hefðbundin djass þar sem Jóel leikur listir sínar. Andrúm slær hins vegar hlustandann í andlitið og næstu þrjú lög hljóma líkt og félagarnir hafi ákveðið að pönkast í þessum hefðbundnu hljóðfærum. Hammond-orgelið fær að njóta sín og við tekur villt rokk og pönk með góðum spuna. Á köflum getur þetta virkað þreytandi en pönkið, rokkið og djassinn í einum og sama pottinum er á köflum nokkuð skemmtileg útkoma. Áheyrandinn fær smá pásu í lögunum Plasmi og Jörð en svo heldur Jóel áfram með að prófa sig í ólíkum straumum og stefnum. Lokar þessu með því ágæta lagi Eftirmál. Ungarnir af öllum stærðum og gerðum eru komnir á legg og flognir úr hreiðrinu í varplandi Jóels. Varp er fyrst og fremst vel spiluð plata, Davíð Þór Jónsson sýnir snilldartakta á hammond orgelið, Hilmar Jensson er traustur á gítarnum og þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Matthías Hemstock standa þeim ekki langt að baki. Varp líður hins vegar fyrir skorti á heildarmynd og á köflum getur platan hreinlega verið þreytandi fyrir áheyrandann. Varp fer því ekki í neinar sögubækur en er skemmtileg fyrir þá sem hafa gaman af fjölbreyttum lagasmíðum og þéttum, lifandi hljómi. Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Jóel Pálsson er einn fremsti djass-tónlistamaður okkar Íslendinga og er fremstur meðal jafningja í hópi þeirra ungu tónlistarmanna sem hafa lagt þessa tónlistastefnu fyrir sig. Á Varpi setur Jóel sig í stellingar, fær til sín fjögurra manna hljómsveit sem hrúgar sig saman í hljóðveri og tekur upp. Ekkert óekta, bara alvöru „live"-hljómur sem virkar vel á djassplötum að mati undirritaðs. Stemningin kemst alltaf betur til skila með þessu móti. Lagið Innri opnar dyrnar að heimi Jóels en gefur kannski ekki réttu myndina af því sem koma skal. Að einhverju leyti rólegur og hefðbundin djass þar sem Jóel leikur listir sínar. Andrúm slær hins vegar hlustandann í andlitið og næstu þrjú lög hljóma líkt og félagarnir hafi ákveðið að pönkast í þessum hefðbundnu hljóðfærum. Hammond-orgelið fær að njóta sín og við tekur villt rokk og pönk með góðum spuna. Á köflum getur þetta virkað þreytandi en pönkið, rokkið og djassinn í einum og sama pottinum er á köflum nokkuð skemmtileg útkoma. Áheyrandinn fær smá pásu í lögunum Plasmi og Jörð en svo heldur Jóel áfram með að prófa sig í ólíkum straumum og stefnum. Lokar þessu með því ágæta lagi Eftirmál. Ungarnir af öllum stærðum og gerðum eru komnir á legg og flognir úr hreiðrinu í varplandi Jóels. Varp er fyrst og fremst vel spiluð plata, Davíð Þór Jónsson sýnir snilldartakta á hammond orgelið, Hilmar Jensson er traustur á gítarnum og þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Matthías Hemstock standa þeim ekki langt að baki. Varp líður hins vegar fyrir skorti á heildarmynd og á köflum getur platan hreinlega verið þreytandi fyrir áheyrandann. Varp fer því ekki í neinar sögubækur en er skemmtileg fyrir þá sem hafa gaman af fjölbreyttum lagasmíðum og þéttum, lifandi hljómi.
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira