Tveir nýir Manager-leikir 7. desember 2006 00:01 Loksins hægt að spila leikinn á PSP. Nýir Football Manager-leikir eru komnir út fyrir Xbox 360 og á Playstation Portable. Leikurinn á PSP nefnist Football Manager Handheld en í honum er að finna fjöldann allan af nýjum möguleikum sem gera leikmönnum auðveldara að stýra leiknum. Í fyrsta skipti er núna hægt að stýra landsliðum og senda frá sér hóp af hæfileika-njósnurum til þess að skoða leikmenn en áður fyrr var aðeins hægt að senda einn í einu. Af fleiri nýjungum má nefna að bætt hefur við fleiri deildum í leikinn og meðal þeirra eru sú ástralska og sú portúgalska. Eins og í öðrum leikjum á PSP er hægt að spila við aðra PSP-tölvu en þær tengjast með þráðlausu neti. Football Manager 2007 sem er kominn á Xbox360 tekur fyrri útgáfum leiksins fram með því að styðja Xbox Live Vision myndavélina og Xbox Live „Fantasy Draft“ möguleikann. „Fantasy Draft“ er nýr möguleiki þar sem allt að átta leikmenn keppa um að ná í leikmenn úr gagnabanka leiksins og byggja þar með upp sitt draumalið, en síðan er hægt að keppa með þessum liðum í bikarkeppni í gegnum Xbox Live. Auk þessara nýjunga inniheldur leikurinn flesta þá valmöguleika sem voru í fyrri leiknum, ásamt því sem þekkist úr PC-útgáfu leiksins. Það er því af nægu að taka fyrir fótboltaáhugamenn, en einnig eru komnir út Fifa 07 og sjötti Pro Evolution leikurinn. Leikjavísir Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Nýir Football Manager-leikir eru komnir út fyrir Xbox 360 og á Playstation Portable. Leikurinn á PSP nefnist Football Manager Handheld en í honum er að finna fjöldann allan af nýjum möguleikum sem gera leikmönnum auðveldara að stýra leiknum. Í fyrsta skipti er núna hægt að stýra landsliðum og senda frá sér hóp af hæfileika-njósnurum til þess að skoða leikmenn en áður fyrr var aðeins hægt að senda einn í einu. Af fleiri nýjungum má nefna að bætt hefur við fleiri deildum í leikinn og meðal þeirra eru sú ástralska og sú portúgalska. Eins og í öðrum leikjum á PSP er hægt að spila við aðra PSP-tölvu en þær tengjast með þráðlausu neti. Football Manager 2007 sem er kominn á Xbox360 tekur fyrri útgáfum leiksins fram með því að styðja Xbox Live Vision myndavélina og Xbox Live „Fantasy Draft“ möguleikann. „Fantasy Draft“ er nýr möguleiki þar sem allt að átta leikmenn keppa um að ná í leikmenn úr gagnabanka leiksins og byggja þar með upp sitt draumalið, en síðan er hægt að keppa með þessum liðum í bikarkeppni í gegnum Xbox Live. Auk þessara nýjunga inniheldur leikurinn flesta þá valmöguleika sem voru í fyrri leiknum, ásamt því sem þekkist úr PC-útgáfu leiksins. Það er því af nægu að taka fyrir fótboltaáhugamenn, en einnig eru komnir út Fifa 07 og sjötti Pro Evolution leikurinn.
Leikjavísir Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög