Þýðingarnar reifaðar 12. desember 2006 08:00 Guðni Kolbeinsson þýðandi Ræðir ævintýrabækurnar um Eragon. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttir gengst fyrir stuttri fyrirlestraröð um þýðingar nú fyrir jólin. Í dag halda þýðendurnir Guðni Kolbeinsson og Guðlaugur Bergmundsson erindi í Lögbergi, stofu 101. Guðni fjallar um þýðingu sína á ævintýrabókunum um Eragon en nýlega kom út önnur bókin, Öldungurinn, um þann mikla kappa. Höfundur bókanna, Christopher Paolini, hóf að skrifa bækur aðeins sautján ára gamall og hefur komið á óvart hversu þroskuð skrif hans eru. Þýðingar á barna- og unglingabókum eru ekki síður krefjandi og fáir sem státa af jafnmikilli reynslu í því og Guðni Kolbeinsson. Guðlaugur Bergmundsson þýddi sakamálasöguna Krossmessu eftir færeyska rithöfundinn Jógvan Isaksen. Í Krossmessu tekur blaðamaðurinn Hannis Martinsson að sér að rannsaka morð á tveimur ungum breskum umhverfisverndarsinnum sem fundust látnir innan um dauða grindhvali í Þórshöfn. Krossmessa er æsispennandi og vekur upp spurningar um stöðu smáríkja og rétt þeirra til að nýta náttúruauðlindir sínar á sjálfbæran hátt. Krossmessa var mest selda bókin í Færeyjum 2005. Guðlaugur skýrir frá viðureign sinni við þýðinguna og hvernig er að þýða af svo skyldu tungumáli sem færeyskan er. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 16.30 og eru öllum opnir. Áhugafólk um þýðingar er hvatt til þess að mæta. Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttir gengst fyrir stuttri fyrirlestraröð um þýðingar nú fyrir jólin. Í dag halda þýðendurnir Guðni Kolbeinsson og Guðlaugur Bergmundsson erindi í Lögbergi, stofu 101. Guðni fjallar um þýðingu sína á ævintýrabókunum um Eragon en nýlega kom út önnur bókin, Öldungurinn, um þann mikla kappa. Höfundur bókanna, Christopher Paolini, hóf að skrifa bækur aðeins sautján ára gamall og hefur komið á óvart hversu þroskuð skrif hans eru. Þýðingar á barna- og unglingabókum eru ekki síður krefjandi og fáir sem státa af jafnmikilli reynslu í því og Guðni Kolbeinsson. Guðlaugur Bergmundsson þýddi sakamálasöguna Krossmessu eftir færeyska rithöfundinn Jógvan Isaksen. Í Krossmessu tekur blaðamaðurinn Hannis Martinsson að sér að rannsaka morð á tveimur ungum breskum umhverfisverndarsinnum sem fundust látnir innan um dauða grindhvali í Þórshöfn. Krossmessa er æsispennandi og vekur upp spurningar um stöðu smáríkja og rétt þeirra til að nýta náttúruauðlindir sínar á sjálfbæran hátt. Krossmessa var mest selda bókin í Færeyjum 2005. Guðlaugur skýrir frá viðureign sinni við þýðinguna og hvernig er að þýða af svo skyldu tungumáli sem færeyskan er. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 16.30 og eru öllum opnir. Áhugafólk um þýðingar er hvatt til þess að mæta.
Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira