Wii-tölvan uppseld 13. desember 2006 06:30 Nintendo Wii leikjatölva Svo mikil eftirspurn hefur verið eftir nýjustu leikjatölvunni frá Nintendo að skipta varð eintökum bróðurlega á milli umboða í Evrópu. Nýjasta leikjatölvan frá Nintendo, Wii, rauk hraðar út en heitar lummur þegar fyrsta sendingin kom til landsins á fimmtudag í síðustu viku. Fjöldi manns hafði lagt inn pöntun fyrir tölvunni en þar sem færri leikjatölvur bárust til landsins en vonir stóðu til varð að draga úr hatti hverjir fengju eintak. Rúnar Hrafn Sigmundsson, sölumaður hjá Ormsson, umboðsaðila Nintendo á Íslandi, segir svo mikla eftirspurn eftir nýju leikjatölvunni Evrópu að dreifingaraðili Nintendo í Þýskalandi hafi séð sig neyddan til að dreifa leikjatölvunum bróðurlega á milli umboða í álfunni. Hafi því um þriðjungi færri leikjatölvur komið hingað til lands en gert hafði verið ráð fyrir. Mikil eftirspurn hefur verið um allan heim eftir Wii-tölvunni, og í Bandaríkjunum hefur hún selst þrisvar sinnum betur en nýja leikjatölvan frá Sony, Playststation 3. Þá spillir verðið ekki fyrir en Nintendo Wii kostar tæpar 30.000 krónur hjá Ormsson samanborið við um 50.000 krónur sem búist er við að PS3 muni kosta þegar hún kemur á markað í Evrópu í mars á næsta ári. Rúnar segir tvær sendingar af leikjatölvunni koma hingað fyrir jólin, þar af ein nú í vikunni, til að tryggja að allir þeir sem bíða eftir hörðum pakka fyrir jólin verði ánægðir. Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Nýjasta leikjatölvan frá Nintendo, Wii, rauk hraðar út en heitar lummur þegar fyrsta sendingin kom til landsins á fimmtudag í síðustu viku. Fjöldi manns hafði lagt inn pöntun fyrir tölvunni en þar sem færri leikjatölvur bárust til landsins en vonir stóðu til varð að draga úr hatti hverjir fengju eintak. Rúnar Hrafn Sigmundsson, sölumaður hjá Ormsson, umboðsaðila Nintendo á Íslandi, segir svo mikla eftirspurn eftir nýju leikjatölvunni Evrópu að dreifingaraðili Nintendo í Þýskalandi hafi séð sig neyddan til að dreifa leikjatölvunum bróðurlega á milli umboða í álfunni. Hafi því um þriðjungi færri leikjatölvur komið hingað til lands en gert hafði verið ráð fyrir. Mikil eftirspurn hefur verið um allan heim eftir Wii-tölvunni, og í Bandaríkjunum hefur hún selst þrisvar sinnum betur en nýja leikjatölvan frá Sony, Playststation 3. Þá spillir verðið ekki fyrir en Nintendo Wii kostar tæpar 30.000 krónur hjá Ormsson samanborið við um 50.000 krónur sem búist er við að PS3 muni kosta þegar hún kemur á markað í Evrópu í mars á næsta ári. Rúnar segir tvær sendingar af leikjatölvunni koma hingað fyrir jólin, þar af ein nú í vikunni, til að tryggja að allir þeir sem bíða eftir hörðum pakka fyrir jólin verði ánægðir.
Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira