Óborganlegir textar 14. desember 2006 14:00 Skemmtilegir textarnir standa upp úr en platan hefur þó miklu meira til síns ágætis. Stjörnur: 3 Grallararnir í Baggalúti hafa í gegnum árin gefið út eitt jólalag fyrir hver jól á heimasíðu sinni við miklar vinsældir. Þar hafa þeir gert óborganlega íslenska jólatexta við þekkt erlend lög. Á þessari plötu er þessum jólalögum safnað saman auk nokkurra nýrra sem voru tekin upp sérstaklega í tilefni útgáfunnar. Jól og blíða er önnur plata Baggalúts á skömmum tíma, því í sumar gáfu þeir út plötuna Apar í Eden. Kannski telja einhverjir sig hafa fengið nóg af þeim félögum en þessi nýja plata er engu að síður vel heppnuð. Bráðskondnir textarnir eru sem fyrr í fyrirrúmi. Fjalla þeir oft á kaldhæðnislegan hátt um Íslendinga og séríslenskt jólahald þeirra. Skemmtilegustu lögin og jafnframt þau jólalegustu eru Kósíheit par exelans, Sagan af Jesúsi og Rjúpur. Önnur lög á borð við Föndurstund, Þorláksmessa og Gleðileg jól eru kannski ekki eins jólaleg en engu að síður virkilega fyndin. Að raula „gleðileg jól“ í stað „run to the hills“ ber óneitanlega vott um hugmyndaríki Baggalúts og eflaust kæmust engir aðrir upp með þetta nema þeir. Lag Braga Valdimars Skúlasonar, sem er eina lagið á plötunni eftir meðlim sveitarinnar, er jafnframt fallegt og ákaflega jólalegt. Þessi plata sínir hversu auðvelt Baggalútur virðist eiga með að aðlaga erlend lög að íslenskum veruleika. Nóg væri að hlusta á hana bara til að heyra textana en hún hefur samt miklu meira til síns ágætis, því söngurinn og flutningurinn ber einnig vott um mikla fagmennsku. Freyr Bjarnason Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Grallararnir í Baggalúti hafa í gegnum árin gefið út eitt jólalag fyrir hver jól á heimasíðu sinni við miklar vinsældir. Þar hafa þeir gert óborganlega íslenska jólatexta við þekkt erlend lög. Á þessari plötu er þessum jólalögum safnað saman auk nokkurra nýrra sem voru tekin upp sérstaklega í tilefni útgáfunnar. Jól og blíða er önnur plata Baggalúts á skömmum tíma, því í sumar gáfu þeir út plötuna Apar í Eden. Kannski telja einhverjir sig hafa fengið nóg af þeim félögum en þessi nýja plata er engu að síður vel heppnuð. Bráðskondnir textarnir eru sem fyrr í fyrirrúmi. Fjalla þeir oft á kaldhæðnislegan hátt um Íslendinga og séríslenskt jólahald þeirra. Skemmtilegustu lögin og jafnframt þau jólalegustu eru Kósíheit par exelans, Sagan af Jesúsi og Rjúpur. Önnur lög á borð við Föndurstund, Þorláksmessa og Gleðileg jól eru kannski ekki eins jólaleg en engu að síður virkilega fyndin. Að raula „gleðileg jól“ í stað „run to the hills“ ber óneitanlega vott um hugmyndaríki Baggalúts og eflaust kæmust engir aðrir upp með þetta nema þeir. Lag Braga Valdimars Skúlasonar, sem er eina lagið á plötunni eftir meðlim sveitarinnar, er jafnframt fallegt og ákaflega jólalegt. Þessi plata sínir hversu auðvelt Baggalútur virðist eiga með að aðlaga erlend lög að íslenskum veruleika. Nóg væri að hlusta á hana bara til að heyra textana en hún hefur samt miklu meira til síns ágætis, því söngurinn og flutningurinn ber einnig vott um mikla fagmennsku. Freyr Bjarnason
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira