Hátíðlegt við Hagatorg 16. desember 2006 11:00 Hulda Jónsdóttir fiðluleikari Leikur í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands. MYND/GVA Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða haldnir í Háskólabíói í dag en sveitin hefur í rúman áratug kappkostað að koma landsmönnum í hátíðarskap með aðstoð góðra gesta. Einleikari á tónleikunum nú er ungur fiðluleikari, Hulda Jónsdóttir, sem stundar nám við Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Guðnýjar Guðmundsdóttur, konsertmeistara Sinfóníunnar. Hulda er aðeins fimmtán ára gömul og er yngsti nemandinn sem hefur verið tekinn inn í Listaháskólann frá stofnun skólans en hún er á svokallaðri diplómabraut sem stofnuð var fyrir unga framúrskarandi hljóðfæraleikara. Hulda leikur í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveitinni. „Þetta leggst ósköp vel í mig, þetta er mjög spennandi og mikill heiður fyrir mig,“ segir Hulda. „Ég leik verk eftir Wieniawski, Polonaise de concert op. 4. nr. 1 í D-dúr, sem er svona glansstykki, virtúósaverk sem sýnir til dæmis tæknilega getu hljóðfæraleikarans.“ Hulda leikur á fiðlu sem smíðuð var af Vincenzo Sannino í kringum árið 1920, en Victor Fetique gerði bogann. Hvort tveggja hefur hún að láni frá Rachel Elizabeth Barton-stofnuninni í Chic-ago. Á jólatónleikunum koma einnig fram nemendur úr Listdansskólanum og dansa við Hnotubrjót Tsjajkovskíjs. Danshöfundur og kennari stúlknanna er Sigríður Guðmundsdóttir, kennari í klassískum listdansi við Listdansskóla Íslands. Kynnir á tónleikunum er Margrét Örnólfsdóttir en stjórnandi Bernharður Wilkinson. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14 en hinir síðari kl. 17. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.sinfonia.is. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða haldnir í Háskólabíói í dag en sveitin hefur í rúman áratug kappkostað að koma landsmönnum í hátíðarskap með aðstoð góðra gesta. Einleikari á tónleikunum nú er ungur fiðluleikari, Hulda Jónsdóttir, sem stundar nám við Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Guðnýjar Guðmundsdóttur, konsertmeistara Sinfóníunnar. Hulda er aðeins fimmtán ára gömul og er yngsti nemandinn sem hefur verið tekinn inn í Listaháskólann frá stofnun skólans en hún er á svokallaðri diplómabraut sem stofnuð var fyrir unga framúrskarandi hljóðfæraleikara. Hulda leikur í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveitinni. „Þetta leggst ósköp vel í mig, þetta er mjög spennandi og mikill heiður fyrir mig,“ segir Hulda. „Ég leik verk eftir Wieniawski, Polonaise de concert op. 4. nr. 1 í D-dúr, sem er svona glansstykki, virtúósaverk sem sýnir til dæmis tæknilega getu hljóðfæraleikarans.“ Hulda leikur á fiðlu sem smíðuð var af Vincenzo Sannino í kringum árið 1920, en Victor Fetique gerði bogann. Hvort tveggja hefur hún að láni frá Rachel Elizabeth Barton-stofnuninni í Chic-ago. Á jólatónleikunum koma einnig fram nemendur úr Listdansskólanum og dansa við Hnotubrjót Tsjajkovskíjs. Danshöfundur og kennari stúlknanna er Sigríður Guðmundsdóttir, kennari í klassískum listdansi við Listdansskóla Íslands. Kynnir á tónleikunum er Margrét Örnólfsdóttir en stjórnandi Bernharður Wilkinson. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14 en hinir síðari kl. 17. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.sinfonia.is.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira