Tónlist

Obbosí í Ráðhúsinu

f
f

Leikkonan Kristjana Skúladóttir og hljómsveit heldur útgáfutónleika í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag kl. 16. Þar verður á dagskrá efni fyrir börn sem er á geisladisknum OBBOSÍ sem út kom fyrir skemmstu. Þetta verða því sannkallaðir barna- og fjölskyldutónleikar þar sem aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Ásamt Kristjönu koma fram á tónleikunum Agnar Már Magnússon sem leikur píanó og harmónikku, Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, Einar Scheving á trommur og krakkakór. OBBOSÍ er fyrsti geisladiskur Kristjönu Skúladóttur sem útskrifaðist sem leikkona fyrir fimm árum og hefur síðan þá getið sér gott orð fyrir leik sinn og söng í leikhúsunum. OBBOSÍ í Ráðhússinu kl. 16 í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×