Playstation 3 ekki í góðum málum 21. desember 2006 00:01 Playstation 3 gerir ekki sömu gloríur og framleiðendur hennar vonuðu. Margir markaðssérfræðingar segja að fá fyrirtæki í ár hafi klúðrað málunum jafn gróflega og Sony. Sony átti stærstu hlutdeildina í tölvuleikjamarkaðnum fyrir stuttu, en þar réði Playstation 2 ríkjum. Sony menn spáðu svo þriðju kynslóð leikjatölvunnar miklum vinsældum en allt hefur komið fyrir ekki. Playstation 3 hefur selst illa. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að vera ekki næstum því öllum kostum gætt sem framleiðendur hennar vonuðu og leita æ fleiri á náðir annara fyrirtækja til þess að svala losta sínum í tölvuspil. Nintendo Wii er ótvíræður sigurvegari þessa árs, en hún hefur slegið öllum sölutölum við. Í öðru sæti er Xbox tölvan sem nálgast 10 milljóna eintaka múrinn, og langt á eftir er Playstation 3. Sony menn þurfa því að drífa sig aftur að teikniborðinu og leysa þennan vanda fljótt, áður en það er um seinan, því áður hafa vinsælar tölvur horfið af sjónarsviðinu á svipaðan hátt, til dæmis framleiddu Sega ekki fleiri leikjatölvur eftir að Dreamcast leit dagsins ljós. Leikjavísir Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Margir markaðssérfræðingar segja að fá fyrirtæki í ár hafi klúðrað málunum jafn gróflega og Sony. Sony átti stærstu hlutdeildina í tölvuleikjamarkaðnum fyrir stuttu, en þar réði Playstation 2 ríkjum. Sony menn spáðu svo þriðju kynslóð leikjatölvunnar miklum vinsældum en allt hefur komið fyrir ekki. Playstation 3 hefur selst illa. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að vera ekki næstum því öllum kostum gætt sem framleiðendur hennar vonuðu og leita æ fleiri á náðir annara fyrirtækja til þess að svala losta sínum í tölvuspil. Nintendo Wii er ótvíræður sigurvegari þessa árs, en hún hefur slegið öllum sölutölum við. Í öðru sæti er Xbox tölvan sem nálgast 10 milljóna eintaka múrinn, og langt á eftir er Playstation 3. Sony menn þurfa því að drífa sig aftur að teikniborðinu og leysa þennan vanda fljótt, áður en það er um seinan, því áður hafa vinsælar tölvur horfið af sjónarsviðinu á svipaðan hátt, til dæmis framleiddu Sega ekki fleiri leikjatölvur eftir að Dreamcast leit dagsins ljós.
Leikjavísir Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira