Höfundurinn J.K. Rowling hefur þegar viðurkennt að tvær persónur muni deyja í bókinni og hafa einhverjir talið að önnur þeirra verði sjálfur Harry Potter.
Vangaveltur um bókatitla

Orðrómur hafði verið uppi um hina ýmsu titla, þar á meðal Harry Potter and the Graveyard of Memories, en Rowling vísaði þeim öllum á bug.
Talið er að bókin komi út á ensku næsta sumar og kemur hún væntanlega út í íslenskri þýðingu um haustið. Má búast við því að hún njóti mikilla vinsælda eins og fyrri bækurnar um galdrastrákinn og ævintýri hans.
Dreymir Potter

Hún hefur einnig viðurkennt að hafa dreymt að hún væri bæði Potter og sögumaður á sama tíma. Rowling sagði að margir hefðu spurt sig í gegnum árin hvort hana dreymdi nokkurn tímann að hún væri í heimi Potters.
„Svarið var „nei" þangað til fyrir skömmu þegar mig dreymdi að ég væri á sama tíma Harry og sögumaðurinn," sagði hún. „Kannski ætti ég að draga úr koffínneyslunni."
Ánægð með myndinaRowling bætti því við að hún hefði séð tuttugu mínútna myndskeið úr fimmtu kvikmyndinni um Harry Potter, Harry Potter og Fönixreglan, og fannst mikið til koma. Verður myndin frumsýnd í júlí á næsta ári.
Bækurnar um Potter hafa selst í milljónum eintaka um heim allan og hafa verið þýddar yfir á 63 tungumál.