Sögur af konum - Ein stjarna 28. desember 2006 12:30 Vandaður flutningur á slöku efni Eru Selma og Hansa poppstjörnur? Selma var það vissulega. Báðar eru þær kraftmiklar söngkonur, ráða við blæbrigði í túlkun, geta auðveldlega tekist á við flutninginn í flóknum línum, falla ágætlega saman í tvísöng. Það safn sem hér er á ferðinni er sett saman á svipuðum nótum og diskur Ásgerðar Júníusdóttur fyrir fáum árum: lög kvenna við ljóð kvenna. Ekki slæm endurtekning á góðri hugmynd. En eru konur í bransanum nægilega margar til að geta komið saman þokkalegu og markverðu lagasafni? Hér eru vanar konur eins og Ingibjörg Þorbergs og Ragnhildur Gísladóttir. Anna Halldórsdóttir og Hera, Védís og Móeiður, Margrét Örnólfsdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir, og svo þær sjálfar, Selma á hér tvö lög og Hansa eitt. Ljóðin eru nær öll unnin af mikilli fátækt og er þeim er stillt upp við stakt ljóð eftir Jakobínu Sigurðardóttur skilur langt, langt á milli. Það erufáar athyglisverðar laglínur hér á bæ. Og enn færri orð er best að hafa um þann samsetning sem þær stöllur kjósa að taka sér í munn - með fullri virðingu fyrir þeim ágætu konum sem þarna hafa lagt hönd á plóg. Góðar söngkonur vantaði efni eftir konur: nú þá er til dæmis bara að fletta ljóðabókunum finna spennandi ljóð og ráða tónlistarkonur af öllum sviðum bransans til að takast á við þrautina. Þar með er tryggt að efnið, söngtextinn, er alla vega fyrsta flokks - úrvalið meira en hér er sett á disk. Þetta safn verður heldur ósannfærandi - sökum þess að hvorki lög né ljóð eru burðug. Því bjargar ekki fagmannlegur flutningur né snoturt útlit. Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Eru Selma og Hansa poppstjörnur? Selma var það vissulega. Báðar eru þær kraftmiklar söngkonur, ráða við blæbrigði í túlkun, geta auðveldlega tekist á við flutninginn í flóknum línum, falla ágætlega saman í tvísöng. Það safn sem hér er á ferðinni er sett saman á svipuðum nótum og diskur Ásgerðar Júníusdóttur fyrir fáum árum: lög kvenna við ljóð kvenna. Ekki slæm endurtekning á góðri hugmynd. En eru konur í bransanum nægilega margar til að geta komið saman þokkalegu og markverðu lagasafni? Hér eru vanar konur eins og Ingibjörg Þorbergs og Ragnhildur Gísladóttir. Anna Halldórsdóttir og Hera, Védís og Móeiður, Margrét Örnólfsdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir, og svo þær sjálfar, Selma á hér tvö lög og Hansa eitt. Ljóðin eru nær öll unnin af mikilli fátækt og er þeim er stillt upp við stakt ljóð eftir Jakobínu Sigurðardóttur skilur langt, langt á milli. Það erufáar athyglisverðar laglínur hér á bæ. Og enn færri orð er best að hafa um þann samsetning sem þær stöllur kjósa að taka sér í munn - með fullri virðingu fyrir þeim ágætu konum sem þarna hafa lagt hönd á plóg. Góðar söngkonur vantaði efni eftir konur: nú þá er til dæmis bara að fletta ljóðabókunum finna spennandi ljóð og ráða tónlistarkonur af öllum sviðum bransans til að takast á við þrautina. Þar með er tryggt að efnið, söngtextinn, er alla vega fyrsta flokks - úrvalið meira en hér er sett á disk. Þetta safn verður heldur ósannfærandi - sökum þess að hvorki lög né ljóð eru burðug. Því bjargar ekki fagmannlegur flutningur né snoturt útlit. Páll Baldvin Baldvinsson
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira