Settu vitlaust lag á iTunes 29. desember 2006 16:00 The Arcade Fire. Hjónin Win Butler og Régine Chassagne eru aðalsprauturnar í hljómsveitinni vinsælu. Kanadíska hljómsveitin The Arcade Fire hlóð vitlausu lagi inn á iTunes á annan í jólum. Áætlað hafði verið að lagið Intervention yrði sett í sölu á síðunni 28. desember og átti ágóðinn að renna til góðgerðamála. Í staðinn gátu aðdáendur sveitarinnar nælt sér í lagið Black Wave/Bad Vibrations. Bæði lögin verða á annarri breiðskífu Arcade Fire sem gefin verður út í lok mars eða byrjun apríl. Win Butler, aðalsprauta Arcade Fire, skrifar um þetta á heimasíðu sinni og segir að ekki sé um alvarleg mistök að ræða. Hann segir enn fremur að lög af breiðskífunni, sem kallast Neon Bible, hafi þegar lekið út á Netið og muni halda áfram að leka. Þau muni þó ekki heita réttum nöfnum þar. „Það er ekki hægt að koma í veg fyrir að lögin leki út einhvern tímann. Þess vegna settum við sjálf um hundrað lög á Myspace undir mismunandi nöfnum, völdum þau sem voru vinsælust og gerðum plötuna Neon Bible!" Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Walking Dead-leikkona látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Kanadíska hljómsveitin The Arcade Fire hlóð vitlausu lagi inn á iTunes á annan í jólum. Áætlað hafði verið að lagið Intervention yrði sett í sölu á síðunni 28. desember og átti ágóðinn að renna til góðgerðamála. Í staðinn gátu aðdáendur sveitarinnar nælt sér í lagið Black Wave/Bad Vibrations. Bæði lögin verða á annarri breiðskífu Arcade Fire sem gefin verður út í lok mars eða byrjun apríl. Win Butler, aðalsprauta Arcade Fire, skrifar um þetta á heimasíðu sinni og segir að ekki sé um alvarleg mistök að ræða. Hann segir enn fremur að lög af breiðskífunni, sem kallast Neon Bible, hafi þegar lekið út á Netið og muni halda áfram að leka. Þau muni þó ekki heita réttum nöfnum þar. „Það er ekki hægt að koma í veg fyrir að lögin leki út einhvern tímann. Þess vegna settum við sjálf um hundrað lög á Myspace undir mismunandi nöfnum, völdum þau sem voru vinsælust og gerðum plötuna Neon Bible!"
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Walking Dead-leikkona látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira