Myndlistin fer á vefinn 29. desember 2006 15:00 Ljósaverk eftir Heklu Dögg sem hún sýnir nú í Kling og bang á Laugaveginum. Ætli hún fari brátt að sýna á vefnum' Breski safnarinn og auðkýfingurinn Charles Saatchi rekur vef fyrir unga myndlistarmenn í tengslum við safn sitt í London: www.saatchi-gallery.co.uk/stuart. Þangað koma nú þrjár milljónir innlita á degi hverjum. Á vef safnsins er slóð fyrir listamenn, Your Gallery, og eru ríflega 25 þúsund listamenn með verk sín skráð þar og til sölu. Að auki hefur verið opnuð ofangreind slóð sérstaklega fyrir ungt listafólk – Stuart. Sex þúsund skráðra þátttakaenda á vefum safnsins eru búsettir í Bretlandi og annað eins í Bandaríkjunum. Restin dreifist víða um heim. Charles Saatchi, auglýsingakóngurinn breski, er reyndar kunnur af því að gera fátt nema hann sjái sér fjárhgaslegan ávinning í því. Vefurinn hefur gerbylt aðstöðu myndlistarmanna um allan heim til að selja list sína, en þar eiga einkum hlut sérbúnir vefir fyrir safnara. Vefur Saatchi er að því leiti óvenjulegur að þangað hlaða listamenn verkum sínum og selja beint. Fullyrt er að vefinn sæki reglulega um sex miljónir manna og hann verði brátt að gríðarlegu afli í myndlistarheiminum og bylti aðstöðu miðlara. Þar geta safnstjórar og sýningarstjórar tekið púlsinn dag hvern. Þetta þýðir að milliliður gallerí-eigenda rýrist. Hugmyndin varð til þegar safnarinn varð að loka sýningarsal sínum í County Hall í London í fyrra en hann opnar nýjan í Chelsea á sumri komanda. Vefsíðan hrundi í þriðju viku desember undan þunga sex miljóna heimsókna að því talið er á einum degi. Þá komu fimmhundruð nýjir sýningaraðilar inn daglega. Spjallsvæði eru í tengslum við síðuna þar sem listamenn og listunnendur geta rætt málin - verð og gildi verkanna. Gríðarleg hækkun hefur orðið á verkum myndlistarmanna á hinum stóru mörkuðum og litið er á kaup á myndlist sem framtíðarfjárfestingu. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Breski safnarinn og auðkýfingurinn Charles Saatchi rekur vef fyrir unga myndlistarmenn í tengslum við safn sitt í London: www.saatchi-gallery.co.uk/stuart. Þangað koma nú þrjár milljónir innlita á degi hverjum. Á vef safnsins er slóð fyrir listamenn, Your Gallery, og eru ríflega 25 þúsund listamenn með verk sín skráð þar og til sölu. Að auki hefur verið opnuð ofangreind slóð sérstaklega fyrir ungt listafólk – Stuart. Sex þúsund skráðra þátttakaenda á vefum safnsins eru búsettir í Bretlandi og annað eins í Bandaríkjunum. Restin dreifist víða um heim. Charles Saatchi, auglýsingakóngurinn breski, er reyndar kunnur af því að gera fátt nema hann sjái sér fjárhgaslegan ávinning í því. Vefurinn hefur gerbylt aðstöðu myndlistarmanna um allan heim til að selja list sína, en þar eiga einkum hlut sérbúnir vefir fyrir safnara. Vefur Saatchi er að því leiti óvenjulegur að þangað hlaða listamenn verkum sínum og selja beint. Fullyrt er að vefinn sæki reglulega um sex miljónir manna og hann verði brátt að gríðarlegu afli í myndlistarheiminum og bylti aðstöðu miðlara. Þar geta safnstjórar og sýningarstjórar tekið púlsinn dag hvern. Þetta þýðir að milliliður gallerí-eigenda rýrist. Hugmyndin varð til þegar safnarinn varð að loka sýningarsal sínum í County Hall í London í fyrra en hann opnar nýjan í Chelsea á sumri komanda. Vefsíðan hrundi í þriðju viku desember undan þunga sex miljóna heimsókna að því talið er á einum degi. Þá komu fimmhundruð nýjir sýningaraðilar inn daglega. Spjallsvæði eru í tengslum við síðuna þar sem listamenn og listunnendur geta rætt málin - verð og gildi verkanna. Gríðarleg hækkun hefur orðið á verkum myndlistarmanna á hinum stóru mörkuðum og litið er á kaup á myndlist sem framtíðarfjárfestingu.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“