Á leið til Bandaríkjanna með Rockstar: Supernova 30. desember 2006 11:00 Magni Fer til Bandaríkjanna um miðjan janúar og verður með hljómsveitinni Rock Star: Supernova í sex vikur. „Ég fer út um miðjan janúar og ferðast um með hljómsveitinni Rock Star: Supernova í sex til sjö vikur,“ segir söngvarinn Magni Ásgeirsson. Eins og greint var frá um miðjan október var Magna ásamt Toby, Dílönu og húshljómsveitinni víðfrægu ýtt út af borðinu vegna launamála en samningar hafa náðst að nýju. „Ég er ekki að fara „meika“ það og hef ekkert sérstakt upp úr þessu. Ég er hins vegar viss um að hver einasti maður sem kann að glamra á kassagítar myndi ekki slá hendinni á móti svona tilboði,“ svarar Magni aðspurður hvort nú bíði hans ekki bara gull og grænir skógar útí hinum stóra heimi. Hljómsveitin fer til allra stærstu borga í Norður-Ameríku, kemur við í Kanada og herlegheitiunum lýkur svo í Los Angeles þar sem þættirnir voru einmitt teknir upp og stjarna Magna reis sem hæst. Söngvarinn hefur ferðast um landið með hljómsveit sinni Á móti Sól en hann segir þessar tónleikaferðir ekki samanburðahæfar. Rock Star Bassaleikarinn Jason Newsted slasaðist skömmu fyrir ferðina og hefur Johnny Colt verið fenginn í hans stað„Þetta er svolítið öðruvísi en að troða upp í Hreðavatnsskála, bæði verður rútan mun flottari og svo erum við að spila á tónleikastöðum sem hýsa tugi þúsundir áhorfenda,“ segir Magni í gríni. Rock Star:Supernova hefur ráðið til sín nýjan bassaleikara eftir að Jason Newsted slasaðist rétt áður en tónleikaferðin átti að hefjast. Sá heitir Johnny Colt og spilaði áður með bandarísku rokkhljómsveitinni Black Crowes og að sögn Magna þykir hann víst ögn hressari en forveri hans Newsted sem löngum hefur haft orð á sér fyrir að vera hálfgerður fýlupúki. Magni ætlar hins vegar ekki að kveðja landið þegjandi og hljóðlaust því Á móti Sól stendur fyrir stórdansleik á Broadway í kvöld. Söngkonan Dilana hyggst troða upp með sveitinni en Magni upplýsir að hljómsveitin sé farinn í óformlegt frí um óákveðin tíma. „Hljómsveitir hætta ekki, þær taka sér bara smá pásu,“ segir Magni. Rock Star Supernova Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég fer út um miðjan janúar og ferðast um með hljómsveitinni Rock Star: Supernova í sex til sjö vikur,“ segir söngvarinn Magni Ásgeirsson. Eins og greint var frá um miðjan október var Magna ásamt Toby, Dílönu og húshljómsveitinni víðfrægu ýtt út af borðinu vegna launamála en samningar hafa náðst að nýju. „Ég er ekki að fara „meika“ það og hef ekkert sérstakt upp úr þessu. Ég er hins vegar viss um að hver einasti maður sem kann að glamra á kassagítar myndi ekki slá hendinni á móti svona tilboði,“ svarar Magni aðspurður hvort nú bíði hans ekki bara gull og grænir skógar útí hinum stóra heimi. Hljómsveitin fer til allra stærstu borga í Norður-Ameríku, kemur við í Kanada og herlegheitiunum lýkur svo í Los Angeles þar sem þættirnir voru einmitt teknir upp og stjarna Magna reis sem hæst. Söngvarinn hefur ferðast um landið með hljómsveit sinni Á móti Sól en hann segir þessar tónleikaferðir ekki samanburðahæfar. Rock Star Bassaleikarinn Jason Newsted slasaðist skömmu fyrir ferðina og hefur Johnny Colt verið fenginn í hans stað„Þetta er svolítið öðruvísi en að troða upp í Hreðavatnsskála, bæði verður rútan mun flottari og svo erum við að spila á tónleikastöðum sem hýsa tugi þúsundir áhorfenda,“ segir Magni í gríni. Rock Star:Supernova hefur ráðið til sín nýjan bassaleikara eftir að Jason Newsted slasaðist rétt áður en tónleikaferðin átti að hefjast. Sá heitir Johnny Colt og spilaði áður með bandarísku rokkhljómsveitinni Black Crowes og að sögn Magna þykir hann víst ögn hressari en forveri hans Newsted sem löngum hefur haft orð á sér fyrir að vera hálfgerður fýlupúki. Magni ætlar hins vegar ekki að kveðja landið þegjandi og hljóðlaust því Á móti Sól stendur fyrir stórdansleik á Broadway í kvöld. Söngkonan Dilana hyggst troða upp með sveitinni en Magni upplýsir að hljómsveitin sé farinn í óformlegt frí um óákveðin tíma. „Hljómsveitir hætta ekki, þær taka sér bara smá pásu,“ segir Magni.
Rock Star Supernova Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira