The Sweet Escape - ein stjarna 31. desember 2006 14:00 Önnur breiðskífa Gwen Stefani eru hrein og klár vonbrigði. Inniheldur hvorki grípandi lög né ferska strauma. Ég er kannski full kröfuharður, en þegar kemur að poppplötum eru viss lykilatriði sem plata þarf að uppfylla til þess að ég geti mælt með henni. Framar öllu þarf hún að innihalda grípandi lög. Útsetningar þurfa að vera upplífgandi og helst leita inn á ókunnugar slóðir. En ef lögin eru aðlöguð eldri stílum á smekklegan hátt er ég fljótur að fyrirgefa listamanninum þrátt fyrir að hann leiði mann inn í kunnulegan hljóðheim. Flutningur þarf svo að vera sjarmerandi. Mér er svo sem skítsama hvort söngvarinn eða spilamennskan sé ekki sú besta í heimi, eins lengi og hún ber vott af þessum óútskýranlega sjarma sem hvorki er hægt að læra né kaupa. Með öðrum orðum þá krefst ég þess af poppi að það færi mér eitthvað nýtt, sama í hvaða formi það er. Gwen Stefani hefur ótrúlega fallega áru yfir sér. Virkar skapandi og kraftmikil kona með aðgang að brunninum sem færir þeim er drekka eilífa æsku. Hún hefur ekki bara frábæra rödd, heldur er hún afbragðs flytjandi og full af kynþokka. Með No Doubt blómstraði hún og sæmilega sóló frumraun hennar færði henni nokkra ágætis slagara. Þess vegna gæti þessi fylgifiskur Love, Angel, Music, Baby ekki verið meiri vonbrigði. Það er ekkert nýtt né spennandi við þessa plötu. Allur sjarmi Gwen Stefani getur ómögulega bætt upp fyrir slagaraleysið og það almenna andleysi sem svífur yfir þessari plötu. Hún er greinilega unnin í miklu flýti og frekar farið eftir útþunnum formúlum í stað þess að fanga þann lífsneista sem Gwen virðist innihalda. Ballöðurnar minna mig óþægilega mikið á Debbie Gibson (sem var arfaslöpp tilraun níunda áratugarins að búa til táningsstjörnu á við Britney Spears) og „hressu” lögin missa marks og það sem á að vera barnalegur sjarmi verður hallærislegt. Pharrell lagið Yummy er besta efnið í slagara, en það hljómar samt óþægilega kunnulega. Eins og afgangslag af plötu NERD eða The Neptunes. Ástæðan fyrir því að ég gef þessari plötu lægstu mögulegu einkunn er af virðingu við listamann sem ég hef tröllatrú á. Gwen Stefani er meistari í sinni iðju, en þessi plata er eins langt frá því að vera meistaraverk og hugsast getur. Birgir Örn Steinarsson Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Ég er kannski full kröfuharður, en þegar kemur að poppplötum eru viss lykilatriði sem plata þarf að uppfylla til þess að ég geti mælt með henni. Framar öllu þarf hún að innihalda grípandi lög. Útsetningar þurfa að vera upplífgandi og helst leita inn á ókunnugar slóðir. En ef lögin eru aðlöguð eldri stílum á smekklegan hátt er ég fljótur að fyrirgefa listamanninum þrátt fyrir að hann leiði mann inn í kunnulegan hljóðheim. Flutningur þarf svo að vera sjarmerandi. Mér er svo sem skítsama hvort söngvarinn eða spilamennskan sé ekki sú besta í heimi, eins lengi og hún ber vott af þessum óútskýranlega sjarma sem hvorki er hægt að læra né kaupa. Með öðrum orðum þá krefst ég þess af poppi að það færi mér eitthvað nýtt, sama í hvaða formi það er. Gwen Stefani hefur ótrúlega fallega áru yfir sér. Virkar skapandi og kraftmikil kona með aðgang að brunninum sem færir þeim er drekka eilífa æsku. Hún hefur ekki bara frábæra rödd, heldur er hún afbragðs flytjandi og full af kynþokka. Með No Doubt blómstraði hún og sæmilega sóló frumraun hennar færði henni nokkra ágætis slagara. Þess vegna gæti þessi fylgifiskur Love, Angel, Music, Baby ekki verið meiri vonbrigði. Það er ekkert nýtt né spennandi við þessa plötu. Allur sjarmi Gwen Stefani getur ómögulega bætt upp fyrir slagaraleysið og það almenna andleysi sem svífur yfir þessari plötu. Hún er greinilega unnin í miklu flýti og frekar farið eftir útþunnum formúlum í stað þess að fanga þann lífsneista sem Gwen virðist innihalda. Ballöðurnar minna mig óþægilega mikið á Debbie Gibson (sem var arfaslöpp tilraun níunda áratugarins að búa til táningsstjörnu á við Britney Spears) og „hressu” lögin missa marks og það sem á að vera barnalegur sjarmi verður hallærislegt. Pharrell lagið Yummy er besta efnið í slagara, en það hljómar samt óþægilega kunnulega. Eins og afgangslag af plötu NERD eða The Neptunes. Ástæðan fyrir því að ég gef þessari plötu lægstu mögulegu einkunn er af virðingu við listamann sem ég hef tröllatrú á. Gwen Stefani er meistari í sinni iðju, en þessi plata er eins langt frá því að vera meistaraverk og hugsast getur. Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira