Þrjótur úr Bond-mynd 24. janúar 2006 22:38 Rupert Murdoch er hrollvekjandi maður. Í raun ætti hann að leika illmennið í næstu James Bond mynd. Hún gæti þá endað með því að Bond lokaði óþverrablaðinu The Sun með tilheyrandi sprengingum og pomsarapomsi - tæki kannski Fox News með í leiðinni. Murdoch var í viðtali um helgina og sagði að hann væri þvívegis búinn að hitta David Cameron, nýja leiðtoga breska Íhaldsins. Sér litist vel á Cameron en hann yrði að leggja meiri áherslu á skattalækkanir. Murdoch er raunar bandarískur ríkisborgari, hefur ábyggilega ekki þjáðst mikið undir breska skattakerfinu, en fyrst og fremst er hann auðvitað alþjóðlegur eins og fjármagnið - og bófarnir í James Bond. Tony Blair hefur þurft að skríða fyrir Murdoch og fjölmiðlum hans sem terrorisera breska pólitík. Í Bandaríkjunum hafa fjölmiðlar hans dregið umræðuna niður í skítinn með forheimskandi patríótisma og stríðsáróðri. Nú gefur Murdoch til kynna að hann kunni að snúa sér að Cameron. Það er skelfilegt ef stjórnmálamenn af hans kalíberi telja nauðsynlegt að hafa blessun slíks manns. Murdoch álítur líklega sjálfur að enginn geti komist til valda í Bretlandi nema að hafa blessun The Sun. Þetta er maður sem er hættulegur lýðræðinu - ekki síður en þrjótarnir í Bond. --- --- --- Fólk sem ég hitti í dag var dálítið hissa yfir kaupum Dagsbrúnar á Securitas, brosti undirfurðulega. Það var gefið út að rekstur öryggisfyrirtækis og fjölmiðlafyrirtækis færi vel saman. Verður Securitas notað i fréttaöflun var spurt? Ætla þeir nokkuð að koma sér upp leyniþjónustu? --- --- --- Það virtist vera sérstakt metnaðarmál Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur meðan hún var formaður skipulagsnefndar að rífa Austurbæjarbíó. Þetta var skrítin hugmynd, byggðist á undarlegri neikvæðni og vantrú. Til að byggja upp líf í hverfi átti fyrst að rífa það sem setti þó eitthvað svipmót á umhverfið. Það er heldur ekki of mikið af samkomuhúsum í Reykjavík. En nú er semsé búið að tryggja húsinu framhaldslíf; það eru einkaaðilar sem sjá sér hag í að endurreisa það sem menningarmiðstöð. Ætla eyða 200 milljónum í bíóið gamla og að fá fína útlenda arkítekta til að hanna það upp á nýtt. Annars er uppbyggingin í Reykjavík rosaleg núna, það á til dæmis að fara að byggja í stórum stíl í kringum Hlemm - vonandi rís það leiða slömm úr öskunni. Ef einhvern tíma er tækifæri til að breyta bænum hlýtur það að vera í góðæri þegar fjármagn flæðir um allar gáttir og djarfir athafnamenn eru helsta stolt þjóðarinnar. --- --- --- Fjölmiðlar nútímans ganga að miklu leyti út á að hræða - það er ekki síst gert í gegnum endalausan fréttaflutning af sjúkdómum og öðru sem ógnar heilsu okkar. Sjálfur hélt ég að ég myndi vera löngu dauður úr Aids; er ekki ennþá búinn að jafna mig á lækninum sem hló að mér eins og ég væri fáviti í hittifyrra þegar ég sagði við hann að ég hefði miklar áhyggjur af Habl - eða muna ekki allir eftir þeim sjúkdómi? Kolbrún Bergþórsdóttir á frábæran sprett í pistli í Blaðinu í dag þar sem hún fjallar um alla þessa bölsýni:"...þá kom fréttatími Stöðvar 2 þar sem fyrsta frétt var yfirvofandi heimsfaraldur vegna fuglaflensu. Ég heyrði ekki betur en að ég ætti að fara að hamstra mat og búa mig undir einangrun. Í bakgrunni fréttar var leikin dramatísk tónlist úr Schindler´s List. "Það hlaut að koma að endalokum," hugsaði ég og stillti á fréttir Ríkissjónvarpsins. Fyrsta frétt þar var sú að færi fram sem horfði yrði íslenska ekki töluð eftir hundrað ár. "Vitaskuld ekki, við verðum ekki lengur til," hugsaði ég dálítið súr yfir þeim örlögum að verða að deyja úr fuglaflensu." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun
Rupert Murdoch er hrollvekjandi maður. Í raun ætti hann að leika illmennið í næstu James Bond mynd. Hún gæti þá endað með því að Bond lokaði óþverrablaðinu The Sun með tilheyrandi sprengingum og pomsarapomsi - tæki kannski Fox News með í leiðinni. Murdoch var í viðtali um helgina og sagði að hann væri þvívegis búinn að hitta David Cameron, nýja leiðtoga breska Íhaldsins. Sér litist vel á Cameron en hann yrði að leggja meiri áherslu á skattalækkanir. Murdoch er raunar bandarískur ríkisborgari, hefur ábyggilega ekki þjáðst mikið undir breska skattakerfinu, en fyrst og fremst er hann auðvitað alþjóðlegur eins og fjármagnið - og bófarnir í James Bond. Tony Blair hefur þurft að skríða fyrir Murdoch og fjölmiðlum hans sem terrorisera breska pólitík. Í Bandaríkjunum hafa fjölmiðlar hans dregið umræðuna niður í skítinn með forheimskandi patríótisma og stríðsáróðri. Nú gefur Murdoch til kynna að hann kunni að snúa sér að Cameron. Það er skelfilegt ef stjórnmálamenn af hans kalíberi telja nauðsynlegt að hafa blessun slíks manns. Murdoch álítur líklega sjálfur að enginn geti komist til valda í Bretlandi nema að hafa blessun The Sun. Þetta er maður sem er hættulegur lýðræðinu - ekki síður en þrjótarnir í Bond. --- --- --- Fólk sem ég hitti í dag var dálítið hissa yfir kaupum Dagsbrúnar á Securitas, brosti undirfurðulega. Það var gefið út að rekstur öryggisfyrirtækis og fjölmiðlafyrirtækis færi vel saman. Verður Securitas notað i fréttaöflun var spurt? Ætla þeir nokkuð að koma sér upp leyniþjónustu? --- --- --- Það virtist vera sérstakt metnaðarmál Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur meðan hún var formaður skipulagsnefndar að rífa Austurbæjarbíó. Þetta var skrítin hugmynd, byggðist á undarlegri neikvæðni og vantrú. Til að byggja upp líf í hverfi átti fyrst að rífa það sem setti þó eitthvað svipmót á umhverfið. Það er heldur ekki of mikið af samkomuhúsum í Reykjavík. En nú er semsé búið að tryggja húsinu framhaldslíf; það eru einkaaðilar sem sjá sér hag í að endurreisa það sem menningarmiðstöð. Ætla eyða 200 milljónum í bíóið gamla og að fá fína útlenda arkítekta til að hanna það upp á nýtt. Annars er uppbyggingin í Reykjavík rosaleg núna, það á til dæmis að fara að byggja í stórum stíl í kringum Hlemm - vonandi rís það leiða slömm úr öskunni. Ef einhvern tíma er tækifæri til að breyta bænum hlýtur það að vera í góðæri þegar fjármagn flæðir um allar gáttir og djarfir athafnamenn eru helsta stolt þjóðarinnar. --- --- --- Fjölmiðlar nútímans ganga að miklu leyti út á að hræða - það er ekki síst gert í gegnum endalausan fréttaflutning af sjúkdómum og öðru sem ógnar heilsu okkar. Sjálfur hélt ég að ég myndi vera löngu dauður úr Aids; er ekki ennþá búinn að jafna mig á lækninum sem hló að mér eins og ég væri fáviti í hittifyrra þegar ég sagði við hann að ég hefði miklar áhyggjur af Habl - eða muna ekki allir eftir þeim sjúkdómi? Kolbrún Bergþórsdóttir á frábæran sprett í pistli í Blaðinu í dag þar sem hún fjallar um alla þessa bölsýni:"...þá kom fréttatími Stöðvar 2 þar sem fyrsta frétt var yfirvofandi heimsfaraldur vegna fuglaflensu. Ég heyrði ekki betur en að ég ætti að fara að hamstra mat og búa mig undir einangrun. Í bakgrunni fréttar var leikin dramatísk tónlist úr Schindler´s List. "Það hlaut að koma að endalokum," hugsaði ég og stillti á fréttir Ríkissjónvarpsins. Fyrsta frétt þar var sú að færi fram sem horfði yrði íslenska ekki töluð eftir hundrað ár. "Vitaskuld ekki, við verðum ekki lengur til," hugsaði ég dálítið súr yfir þeim örlögum að verða að deyja úr fuglaflensu."
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun