Að dreifa ótta og tortryggni 4. mars 2006 12:26 Í hinum merkilega franska sagnabálki um Ástrík eru söguhetjurnar þorpsbúar á vesturströnd Frakklands. Þær eru ekki hræddar við neitt - nema að himininn detti ofan á hausinn á þeim. Samt lifa þær í mjög hættulegum heimi, fullum af óvinahermönnum, villidýrum og ræningjum. Við á Vesturlöndum nútimans - og kannski ekki síst á Íslandi - lifum í öruggustu samfélögum sem hafa nokkurn tíma verið til. Við getum búist við að lifa í friði til áttræðs, hafa nóg að bíta og brenna. Samt hrærumst við í sífelldum ótta. Við drekkum í okkur hræðsluna í blöðunum og sjónvarpinu. Það eru líka eilíflega að birtast nýjar og nýjar hættur - sem reyndar hverfa oft jafnóðum og þær verpa til eða reynast jafnvel ekki sérlega hættulegar. --- --- --- Um þessar mundir hefur maður sérstaklega í huga fréttir af sjúkdómi sem hefur dregið sjötíu manns til dauða í öllum heiminum síðan hann kom fyrst upp á síðasta áratug. Þetta er náttúrlega mjög lág dánartíðni. Á sama tíma hafa til dæmis tugmilljónir dáið úr næringarskorti eða bara niðurgangi. Sjúkdómurinn berst meðal fugla, er semsé dýrasjúkdómur. Viðvörunarstigið er samt býsna hátt - eða eigum við að segja óttastigið. Margir þora ekki að panta sér sumarfrí til útlanda út af þessu - sá sem hóstar í flugvél er litinn hornauga. Fjölmiðlarnir flytja okkur linnulausar fréttir af fuglaflensunni. Rétt eins og þeir fluttu látlaust fréttir af sjúkdómi sem nefndist Habl fyrir tveimur árum. Og af 2000 vandanum sem átti færa okkur aftur á steinöld. Og af gróðurhúsaáhrifunum. --- --- --- Fjölmiðlarnir eru alltaf - með miklum æsingi - að flytja fréttir af hlutum sem okkur stafar ekki sérlega mikil ógn af. Á því nærast þeir náttúrlega, þannig fá þeir fólkið til að horfa. Tökum til dæmis fíkniefni. Hversu margt fólk verður þeim raunverulega að bráð? Hversu stórt hlutfall þjóðarinnar? Í raun eru það sárafáir. Vita ekki allir að það eru margfalt fleiri sem fara sér að voða með áfengisneyslu en dópi? Eða glæpir. Það er eðli fjölmiðla að ýkja mjög hættuna af glæpum. Fólkið í úthverfunum þorir varla niður í bæ af því það hefur heyrt að þar sé fullt af glæpamönnum og brjálæðingum. Við sem búum í bænum könnumst ekki við neitt, förum hér allra ferða okkar og verðum yfirleitt ekki fyrir neinu áreiti. Rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að á síðasta áratug þegar glæpatíðni minnkaði umtalsvert, var aldrei meira af glæpafréttum í fjölmiðlunum. (Í bókinni Freakonomics segir að glæpum hafi fækkað vegna fóstureyðinga, vegna þess að margir þeirra sem voru líklegir til að fremja glæpi urðu aldrei til - eins nöturlegt og það nú er.) --- --- --- Eða kynferðisleg misnotkun gegn börnum sem er svo mjög í fréttum með tilheyrandi æsingi. Til að réttlæta umfjöllunina er stundum boðið upp á tölur um útbreiðslu þessa meins. Mikið af því talnaefni hefur reynst fjarri lagi þegar farið er að skoða þær. Kannski þurfum að læra að að gæta okkar bertur á þrýstihópum sem hafa hag af því að gera mikið úr alls konar þjóðfélagsmeinum? --- --- --- Þá hljótum við að nefna stjórnmálamenn. Því hefur verið haldið fram að stjórnmálamenn fyrr á tímum hafi frekar leitast við að sefa ótta þegna sinna, en stjórnmálamenn nútímans stefni nokkuð í hina áttina - hafi tilhneigingu til að ala á óttanum. Stjórnmálamenn eru náttúrlega í tilvistarkreppu, fólk veit ekki almennilega lengur til hvers þeir eru nýtilegir. En ef þeir geta verndað okkur fyrir hættum sem ógna okkur - glæpamönnum, fíkniefnum, barnaníðingum - þá er tilgangur þeirra skýr. Ef fuglaflensa kæmi upp myndum við líklega frekar leita til Halldórs Ásgrímssonar en Jóns Ásgeirs. Stjórnmálamenn geta gengið býsna langt þegar þeir láta berast með óttanum. Þá er oft stutt í lýðskrumið. Eins og til dæmis þegar eitt sinn var lofað að Ísland yrði fíkniefnalaust árið 2000. Og nú er í bígerð frumvarp sem kveður á um að hver sem ætlar að vinna með börnum og ungmennum þurfi að framvísa sakavottorði. Maður þarf semsagt að sanna fyrirfram að maður sé ekki barnaníðingur eða dópisti. Einhverjum finnst þetta kannski góð hugmynd, en fyrst og fremst er auðvitað verið að magna upp ótta og tortryggni. Það er til dæmis alkunna hvernig óttinn við barnaníðinga er búinn að hreinsa karlmenn út af leikskólum í Bandaríkjunum. Þeir fást ekki til að starfa þar lengur, enda er búið að smíða alls konar flóknar reglur um hvenær og hvernig megi snerta börn. Reglurnar færast svo upp eftir skólakerfinu. Kennarar þora varla að setja plástur á börn. Eftir sitja konur í þessum störfum - eins og fyrr. --- --- --- Mest af óttanum kemur til okkar í gegnum sjónvarpið, miðil sem er afskaplega ánægður með sig og samfélagslegt mikilvægi sitt. Sjáið bara hvað fréttaþulirnir eru merkilegir með sig. Samt myndu margir segja að sjónvarpið sé einna hættulegast af því sem hér hefur verið nefnt. Það dreifir ekki bara ótta og tortryggni, heldur líka sinnuleysi og sljóleika, veldur athyglisbresti meðal barna, gerir unglinga ofbeldishneigða, fullorðið fólk feitt offitu, veldur þunglyndi og lífsleiða. Í rauninni ætti að vera heilbrigðisviðvörun á sjónvarpinu. Þar gæti staðið: Ofneysla leiðir til heilsubrests - og jafnvel dauða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Í hinum merkilega franska sagnabálki um Ástrík eru söguhetjurnar þorpsbúar á vesturströnd Frakklands. Þær eru ekki hræddar við neitt - nema að himininn detti ofan á hausinn á þeim. Samt lifa þær í mjög hættulegum heimi, fullum af óvinahermönnum, villidýrum og ræningjum. Við á Vesturlöndum nútimans - og kannski ekki síst á Íslandi - lifum í öruggustu samfélögum sem hafa nokkurn tíma verið til. Við getum búist við að lifa í friði til áttræðs, hafa nóg að bíta og brenna. Samt hrærumst við í sífelldum ótta. Við drekkum í okkur hræðsluna í blöðunum og sjónvarpinu. Það eru líka eilíflega að birtast nýjar og nýjar hættur - sem reyndar hverfa oft jafnóðum og þær verpa til eða reynast jafnvel ekki sérlega hættulegar. --- --- --- Um þessar mundir hefur maður sérstaklega í huga fréttir af sjúkdómi sem hefur dregið sjötíu manns til dauða í öllum heiminum síðan hann kom fyrst upp á síðasta áratug. Þetta er náttúrlega mjög lág dánartíðni. Á sama tíma hafa til dæmis tugmilljónir dáið úr næringarskorti eða bara niðurgangi. Sjúkdómurinn berst meðal fugla, er semsé dýrasjúkdómur. Viðvörunarstigið er samt býsna hátt - eða eigum við að segja óttastigið. Margir þora ekki að panta sér sumarfrí til útlanda út af þessu - sá sem hóstar í flugvél er litinn hornauga. Fjölmiðlarnir flytja okkur linnulausar fréttir af fuglaflensunni. Rétt eins og þeir fluttu látlaust fréttir af sjúkdómi sem nefndist Habl fyrir tveimur árum. Og af 2000 vandanum sem átti færa okkur aftur á steinöld. Og af gróðurhúsaáhrifunum. --- --- --- Fjölmiðlarnir eru alltaf - með miklum æsingi - að flytja fréttir af hlutum sem okkur stafar ekki sérlega mikil ógn af. Á því nærast þeir náttúrlega, þannig fá þeir fólkið til að horfa. Tökum til dæmis fíkniefni. Hversu margt fólk verður þeim raunverulega að bráð? Hversu stórt hlutfall þjóðarinnar? Í raun eru það sárafáir. Vita ekki allir að það eru margfalt fleiri sem fara sér að voða með áfengisneyslu en dópi? Eða glæpir. Það er eðli fjölmiðla að ýkja mjög hættuna af glæpum. Fólkið í úthverfunum þorir varla niður í bæ af því það hefur heyrt að þar sé fullt af glæpamönnum og brjálæðingum. Við sem búum í bænum könnumst ekki við neitt, förum hér allra ferða okkar og verðum yfirleitt ekki fyrir neinu áreiti. Rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að á síðasta áratug þegar glæpatíðni minnkaði umtalsvert, var aldrei meira af glæpafréttum í fjölmiðlunum. (Í bókinni Freakonomics segir að glæpum hafi fækkað vegna fóstureyðinga, vegna þess að margir þeirra sem voru líklegir til að fremja glæpi urðu aldrei til - eins nöturlegt og það nú er.) --- --- --- Eða kynferðisleg misnotkun gegn börnum sem er svo mjög í fréttum með tilheyrandi æsingi. Til að réttlæta umfjöllunina er stundum boðið upp á tölur um útbreiðslu þessa meins. Mikið af því talnaefni hefur reynst fjarri lagi þegar farið er að skoða þær. Kannski þurfum að læra að að gæta okkar bertur á þrýstihópum sem hafa hag af því að gera mikið úr alls konar þjóðfélagsmeinum? --- --- --- Þá hljótum við að nefna stjórnmálamenn. Því hefur verið haldið fram að stjórnmálamenn fyrr á tímum hafi frekar leitast við að sefa ótta þegna sinna, en stjórnmálamenn nútímans stefni nokkuð í hina áttina - hafi tilhneigingu til að ala á óttanum. Stjórnmálamenn eru náttúrlega í tilvistarkreppu, fólk veit ekki almennilega lengur til hvers þeir eru nýtilegir. En ef þeir geta verndað okkur fyrir hættum sem ógna okkur - glæpamönnum, fíkniefnum, barnaníðingum - þá er tilgangur þeirra skýr. Ef fuglaflensa kæmi upp myndum við líklega frekar leita til Halldórs Ásgrímssonar en Jóns Ásgeirs. Stjórnmálamenn geta gengið býsna langt þegar þeir láta berast með óttanum. Þá er oft stutt í lýðskrumið. Eins og til dæmis þegar eitt sinn var lofað að Ísland yrði fíkniefnalaust árið 2000. Og nú er í bígerð frumvarp sem kveður á um að hver sem ætlar að vinna með börnum og ungmennum þurfi að framvísa sakavottorði. Maður þarf semsagt að sanna fyrirfram að maður sé ekki barnaníðingur eða dópisti. Einhverjum finnst þetta kannski góð hugmynd, en fyrst og fremst er auðvitað verið að magna upp ótta og tortryggni. Það er til dæmis alkunna hvernig óttinn við barnaníðinga er búinn að hreinsa karlmenn út af leikskólum í Bandaríkjunum. Þeir fást ekki til að starfa þar lengur, enda er búið að smíða alls konar flóknar reglur um hvenær og hvernig megi snerta börn. Reglurnar færast svo upp eftir skólakerfinu. Kennarar þora varla að setja plástur á börn. Eftir sitja konur í þessum störfum - eins og fyrr. --- --- --- Mest af óttanum kemur til okkar í gegnum sjónvarpið, miðil sem er afskaplega ánægður með sig og samfélagslegt mikilvægi sitt. Sjáið bara hvað fréttaþulirnir eru merkilegir með sig. Samt myndu margir segja að sjónvarpið sé einna hættulegast af því sem hér hefur verið nefnt. Það dreifir ekki bara ótta og tortryggni, heldur líka sinnuleysi og sljóleika, veldur athyglisbresti meðal barna, gerir unglinga ofbeldishneigða, fullorðið fólk feitt offitu, veldur þunglyndi og lífsleiða. Í rauninni ætti að vera heilbrigðisviðvörun á sjónvarpinu. Þar gæti staðið: Ofneysla leiðir til heilsubrests - og jafnvel dauða.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun