Kortéri fyrir kosningar 26. maí 2006 19:45 Nú kortéri fyrir kosningar er erfitt að verjast þeirri tilhugsun að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson standi með pálmann í höndunum. Kannski nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta í Reykjavík, en fylgi hans ætti að verða svo mikið að hann getur kippt einhverjum hinna flokkanna upp í til sín - að undanskilinni Samfylkingunni sem af einhverjum óskiljanlegum orsökum útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Er þó varla merkjanlegur munur á stefnu þessara flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar. En sennilega snýst óvildin um annað en málefni. Í stjórnmálum er hatrið oft mest milli þeirra flokka sem eru líkastir. Eins og staðan er finnst manni íklegast að Ólafur F. Magnússon starfi með Vilhjálmi. Þeir gætu þess vegna verið farnir að tala saman. Þeir félagarnir ættu að geta fundið einhverja lendingu í flugvallarmálinu - jafnvel þótt Ólafur segist ekki ætla að selja málefni sín. Eða kannski er Vilhjálmi ekkert óljúft að bakka í málinu, flokkurinn er með auglýsingu í gangi í sjónvarpi þar sem Vilhjálmir segist ætla að tryggja að flugvöllurinn verði áfram í Reykjavík. Það er ansi loðin staðhæfing. Ólafur yrði þá forseti borgarstjórnar, Vilhjálmur borgarstjóri. --- --- --- Samstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna kemur líka til greina. Það er vitað að Svandís Svavarsdóttir er alls ekki fráhverf því - og hví ætti hún svosem að vera það? Það er alveg rétt hjá Styrmi Gunnarssyni að að kalda stríðinu er lokið - Styrmir lætur sig dreyma um nokkuð sem var kallað söguleg málamiðlun í eina tíð. Hins vegar eru áhrifamenn í röðum Vinstri grænna sem mega ekki heyra minnst á samstarf við Sjálfstæðisflokkinn - þeir telja það skaða flokkinn fyrir þingkosningarnar að ári. Maður er orðinn leiður á þessu tali að ekki megi leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda. Fylgi flokksins er slíkt að það hlýtur að teljast ansi hávær krafa um að hann taki þátt í að stjórna borginni. --- --- --- Samkvæmt skoðanakönnunum er Framsóknarflokkurinn stóra breytan í kosningunum. Það veltur hugsanlega á honum hvort Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta eða ekki - það er honum í hag að stór stabbi atkvæða falli dauður. En eins og er virðist Björn Ingi ætla að skríða inn - með naumindum. Stundum hefur virst að Framsóknarflokkurinn sé að fara á taugum í baráttunni. Það útspil formanns málefnanefndar miðstjórnar flokksins (sic!) að heimta að Steinunn Valdís skuli vera borgarstjóraefni Samfylkingarinnar er auðvitað bjánalegt - svona rétt eins og ef Samfylkingin lýsti því yfir að hún vildi alls ekki vinna með Birni Inga en kysi heldur Marsibil. Var það ekki Halldór Ásgrímsson sem valdi Steinunni - fremur en kjósendur Samfylkingarinnar? Hvað á Dagur svo að hafa brotið af sér sem gerir hann ósamstarfshæfan? Hann virkar frekar penn maður. Þetta er ekki eins og þegar kratarnir neituðu að gera Jónas frá Hriflu að ráðherra í eina tíð - þá var Jónas þekktur sem den lille Mussolini. Ólíklegt virðist vera að Framsókn vilji vinna með Sjálfstæðisflokknum. Maður gerir ekki ráð fyrir að maddaman kæri sig um meira tal um að hún sé hækja fyrir íhaldið. --- --- --- Deilan milli Vinstri grænna og Ólafs F. Magnússonar um hvorir séu meiri umhverfisverndarsinnar er dálítið hlægileg. Ólafur F getur ekki unnt neinum að vera meiri umhverfisverndarmaður en hann sjálfur, en Vinstri grænir eru fastir í þeim þankagangi að engin umhverfisvernd sé til nema á vinstri vængnum. Það er auðvitað mesti misskilingur. Á fyrri hluta síðari aldar var umhverfisvernd fremur til hægri - einhver fyrsti umhverfisverndarmaður á þingi var Birgir Kjaran, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, afi Birgis Ármannssonar. Mjög sterkur grænn straumur rann í gegnum hægriöfgahreyfingar í Þýskalandi, tignun á náttúru og landbúnaði, blóð og jörð - blut und boden. Vinstri menn vildu hins vegar iðnvæðingu, í anda Sovétríkjanna. Þeir börðust á móti álinu í Straumsvík, aðallega vegna þess að þeir vildu ekki hleypa erlendu auðmagni inn í landið, en komust svo til valda og reistu Járnblendið. Hjörleifur Guttormsson hafði á prjónunum að setja upp kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. --- --- --- Það getur verið áhugavert að skoða orðfæri náttúruverndarsinna. Þar bregður oft fyrir mjög stækri þjóðerniskennd sem blandast ákafri hreinlætisáráttu. Þá er Ísland orðin persóna af holdi og blóði sem má ekki saurga, tengsl náttúrunnar við þjóðina og menningararfinn eru nánast dulhyggjuleg. Á vef sem ég var að skoða í dag er notað orðið heimisch um þetta - það er altént ekki vinstri sinnuð orðræða sem birtist í tilkynningu frá félagsskap sem nefnist Íslandsvinir og efnir til göngu á Laugaveginum um helgina:"Fulltrúar þeirra sem erfa skulu landið munu bera fram ósk um að erfa aðgang að óspjallaðri náttúru og byggilegt, ómengað land. Fræðslumyndband um áhrif stóriðju á smáríkið Ísland verður frumsýnt og upplýsingabæklingi verður dreift. Áskorun til stjórnvalda um að vernda menningararf Íslendinga, íslenska náttúru, efnahagslegt sjálfstæði, frumkvæði og sköpunarkraft verður flutt og þátttakendum göngunnar boðið að skrifa undir áskorunina." Já, Íslandi allt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Nú kortéri fyrir kosningar er erfitt að verjast þeirri tilhugsun að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson standi með pálmann í höndunum. Kannski nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta í Reykjavík, en fylgi hans ætti að verða svo mikið að hann getur kippt einhverjum hinna flokkanna upp í til sín - að undanskilinni Samfylkingunni sem af einhverjum óskiljanlegum orsökum útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Er þó varla merkjanlegur munur á stefnu þessara flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar. En sennilega snýst óvildin um annað en málefni. Í stjórnmálum er hatrið oft mest milli þeirra flokka sem eru líkastir. Eins og staðan er finnst manni íklegast að Ólafur F. Magnússon starfi með Vilhjálmi. Þeir gætu þess vegna verið farnir að tala saman. Þeir félagarnir ættu að geta fundið einhverja lendingu í flugvallarmálinu - jafnvel þótt Ólafur segist ekki ætla að selja málefni sín. Eða kannski er Vilhjálmi ekkert óljúft að bakka í málinu, flokkurinn er með auglýsingu í gangi í sjónvarpi þar sem Vilhjálmir segist ætla að tryggja að flugvöllurinn verði áfram í Reykjavík. Það er ansi loðin staðhæfing. Ólafur yrði þá forseti borgarstjórnar, Vilhjálmur borgarstjóri. --- --- --- Samstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna kemur líka til greina. Það er vitað að Svandís Svavarsdóttir er alls ekki fráhverf því - og hví ætti hún svosem að vera það? Það er alveg rétt hjá Styrmi Gunnarssyni að að kalda stríðinu er lokið - Styrmir lætur sig dreyma um nokkuð sem var kallað söguleg málamiðlun í eina tíð. Hins vegar eru áhrifamenn í röðum Vinstri grænna sem mega ekki heyra minnst á samstarf við Sjálfstæðisflokkinn - þeir telja það skaða flokkinn fyrir þingkosningarnar að ári. Maður er orðinn leiður á þessu tali að ekki megi leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda. Fylgi flokksins er slíkt að það hlýtur að teljast ansi hávær krafa um að hann taki þátt í að stjórna borginni. --- --- --- Samkvæmt skoðanakönnunum er Framsóknarflokkurinn stóra breytan í kosningunum. Það veltur hugsanlega á honum hvort Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta eða ekki - það er honum í hag að stór stabbi atkvæða falli dauður. En eins og er virðist Björn Ingi ætla að skríða inn - með naumindum. Stundum hefur virst að Framsóknarflokkurinn sé að fara á taugum í baráttunni. Það útspil formanns málefnanefndar miðstjórnar flokksins (sic!) að heimta að Steinunn Valdís skuli vera borgarstjóraefni Samfylkingarinnar er auðvitað bjánalegt - svona rétt eins og ef Samfylkingin lýsti því yfir að hún vildi alls ekki vinna með Birni Inga en kysi heldur Marsibil. Var það ekki Halldór Ásgrímsson sem valdi Steinunni - fremur en kjósendur Samfylkingarinnar? Hvað á Dagur svo að hafa brotið af sér sem gerir hann ósamstarfshæfan? Hann virkar frekar penn maður. Þetta er ekki eins og þegar kratarnir neituðu að gera Jónas frá Hriflu að ráðherra í eina tíð - þá var Jónas þekktur sem den lille Mussolini. Ólíklegt virðist vera að Framsókn vilji vinna með Sjálfstæðisflokknum. Maður gerir ekki ráð fyrir að maddaman kæri sig um meira tal um að hún sé hækja fyrir íhaldið. --- --- --- Deilan milli Vinstri grænna og Ólafs F. Magnússonar um hvorir séu meiri umhverfisverndarsinnar er dálítið hlægileg. Ólafur F getur ekki unnt neinum að vera meiri umhverfisverndarmaður en hann sjálfur, en Vinstri grænir eru fastir í þeim þankagangi að engin umhverfisvernd sé til nema á vinstri vængnum. Það er auðvitað mesti misskilingur. Á fyrri hluta síðari aldar var umhverfisvernd fremur til hægri - einhver fyrsti umhverfisverndarmaður á þingi var Birgir Kjaran, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, afi Birgis Ármannssonar. Mjög sterkur grænn straumur rann í gegnum hægriöfgahreyfingar í Þýskalandi, tignun á náttúru og landbúnaði, blóð og jörð - blut und boden. Vinstri menn vildu hins vegar iðnvæðingu, í anda Sovétríkjanna. Þeir börðust á móti álinu í Straumsvík, aðallega vegna þess að þeir vildu ekki hleypa erlendu auðmagni inn í landið, en komust svo til valda og reistu Járnblendið. Hjörleifur Guttormsson hafði á prjónunum að setja upp kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. --- --- --- Það getur verið áhugavert að skoða orðfæri náttúruverndarsinna. Þar bregður oft fyrir mjög stækri þjóðerniskennd sem blandast ákafri hreinlætisáráttu. Þá er Ísland orðin persóna af holdi og blóði sem má ekki saurga, tengsl náttúrunnar við þjóðina og menningararfinn eru nánast dulhyggjuleg. Á vef sem ég var að skoða í dag er notað orðið heimisch um þetta - það er altént ekki vinstri sinnuð orðræða sem birtist í tilkynningu frá félagsskap sem nefnist Íslandsvinir og efnir til göngu á Laugaveginum um helgina:"Fulltrúar þeirra sem erfa skulu landið munu bera fram ósk um að erfa aðgang að óspjallaðri náttúru og byggilegt, ómengað land. Fræðslumyndband um áhrif stóriðju á smáríkið Ísland verður frumsýnt og upplýsingabæklingi verður dreift. Áskorun til stjórnvalda um að vernda menningararf Íslendinga, íslenska náttúru, efnahagslegt sjálfstæði, frumkvæði og sköpunarkraft verður flutt og þátttakendum göngunnar boðið að skrifa undir áskorunina." Já, Íslandi allt!
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun