Viðskipti innlent

Cyntellect hætt við skráningu á iSEC

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.
Bandaríska líftæknifyrirtækið Cyntellect, sem framleiðir tæki fyrir lyfja- og líftækniiðnaðinn, hefur hætt við skráningu á iSEC markað Kauphallar Íslands. iSEC markaðurinn var opnaður í Kauphöll Íslands í dag, en hann á að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til vaxtar á hlutabréfamarkaði.

Í tilkynningu fyrirtækisins til Kauphallar Íslands segir fyrirtækið ástæðurnar vera ójafnvægi í efnahagslífinu sem hafi áhrif á markaðinn.

Cyntellect var stofnað árið 1997 af dr. Bernhard Pálssyni og Manfred

Koller, en Bernhard er stjórnarformaður fyrirtækisins og stærsti

hluthafi þess.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×