Viðskipti innlent

IGS sektað um 60 milljónir króna

Vél Icelandair lestuð á Keflavíkurflugvelli.
Vél Icelandair lestuð á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Anton Brink

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í marslok þar sem Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli (IGS) var sektuð fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Áfrýjunarnefndin lækkaði þó sekt fyrirtækisins úr 80 milljónum króna í 60 milljónir.

Með úrskurði sínum staðfesti áfrýjunarnefndin að Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli (IGS) hefði brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga, um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Í fyrri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var fyrirtækið sagt hafa brotið samkeppnislög þegar það gerði 10 einkakaupasamninga við flugfélög sem lenda á Keflavíkurflugvelli og með því að gera flugfélaginu LTU samkeppnishamlandi tilboð.

Úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála og ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er að finna á heimasíðu eftirlitsins, samkeppni.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×