Það verður mikið um dýrðir á Sýn um helgina þar sem úrslit ráðast í lokaumferð Landsbankadeildar karla. Fimm lið geta enn fallið úr deildinni og þá verður slagur Vals og KR um annað sætið á Laugardalsvellinum. Einnig verður nóg um að vera í spænska boltanum, þar sem Eiður Smári og félagar í Barcelona mæta Valencia í stórleik helgarinnar.
Leikur Grindavíkur og FH verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á morgun klukkan 14, en fylgst verður vel með gangi mála í öðrum leikjum og skipt verður á hina vellina í beinni þegar dregur til tíðinda - enda spennan í fallslagnum gríðarleg. Hér fyrir neðan gefur að líta helstu viðburði á dagskrá Sýnar um helgina:
Landsbankadeildin - Lokaumferðin:
Grindavík - FH kl. 14:00 í beinni
Víkingur - ÍA kl. 14:00 - (innskot)
Breiðablik - Keflavík kl. 14:00 - (innskot)
Valur - KR kl. 14:00 - (innskot)
kl. 17:50 Spænski boltinn Getafe - Atl. Bilbao
kl. 19:50 Spænski boltinn Real Betis - Real Madrid
Sunnudagurinn 24. september
kl. 18:50 Spænski boltinn - Barcelona - Valencia
kl. 20:50 NFL - Arizona - St. Louis