Fram fari óháð rannsókn á leyniþjónustu í kalda stríðinu 30. september 2006 12:26 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir Sjálfstæðisflokkinn eiga að koma hreint fram og láta fara fram óháða rannsókn á hvernig flokkurinn kom að rekstri leyniþjónustu hér á landi á tímum kalda stríðsins. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að breyta lögum til að auðvelda störf nefndar sem er að skoða gögn um símahleranir og starfsemi öryggislögreglu. Í fréttum NFS í gærkvöld sagði Geir H. Haarde forstætisráðherra um þær aðdróttanir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rekið leyniþjónustu að þær væru fáránlegar og móðgandi og ættu ekki við rök að styðjast. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir það ekki stórbrotið hjá ráðherranum að snúa því upp í að spurningin sé móðgun. Það hafi aðeins eitt jákvætt komið frá forsætisráðherra í viðtalinu og það hafi verið fyrirheitið um að leggja öll spil á borðið í þessum málum. Það sé svo sannarlega ástæða til en Sjálfstæðisflokknum sé svona órótt vegna þess að það séu að verða þau merkilegu umskipti í málinu að sagan sé að sýkna þá sem bornir hafi verið þungum sökum og njósnað var um. Það hafi aldrei komið neitt fram um að þeir hafi haft nokkuð óþjóðhollt í huga. Steingrímur vill að Sjálfstæðisflokkurinn geri hreint fyrir sínum dyrum. Núverandi formaður flokksins eigi ekki að fara í það fúafen fara verja gjörðir manna fyrir áratugum. Það væri heiðarlegt og stórt í sniðum að hafa forgöngu um að skipa óháða nefnd, sannleiksnefnd, sem væri yfir alla tortryggni hafin, til að rannsaka málin ofan í kjölinn, leggja öll spil á borðið og hreinsa þennan kafla í sögu þjóðarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir Sjálfstæðisflokkinn eiga að koma hreint fram og láta fara fram óháða rannsókn á hvernig flokkurinn kom að rekstri leyniþjónustu hér á landi á tímum kalda stríðsins. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að breyta lögum til að auðvelda störf nefndar sem er að skoða gögn um símahleranir og starfsemi öryggislögreglu. Í fréttum NFS í gærkvöld sagði Geir H. Haarde forstætisráðherra um þær aðdróttanir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rekið leyniþjónustu að þær væru fáránlegar og móðgandi og ættu ekki við rök að styðjast. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir það ekki stórbrotið hjá ráðherranum að snúa því upp í að spurningin sé móðgun. Það hafi aðeins eitt jákvætt komið frá forsætisráðherra í viðtalinu og það hafi verið fyrirheitið um að leggja öll spil á borðið í þessum málum. Það sé svo sannarlega ástæða til en Sjálfstæðisflokknum sé svona órótt vegna þess að það séu að verða þau merkilegu umskipti í málinu að sagan sé að sýkna þá sem bornir hafi verið þungum sökum og njósnað var um. Það hafi aldrei komið neitt fram um að þeir hafi haft nokkuð óþjóðhollt í huga. Steingrímur vill að Sjálfstæðisflokkurinn geri hreint fyrir sínum dyrum. Núverandi formaður flokksins eigi ekki að fara í það fúafen fara verja gjörðir manna fyrir áratugum. Það væri heiðarlegt og stórt í sniðum að hafa forgöngu um að skipa óháða nefnd, sannleiksnefnd, sem væri yfir alla tortryggni hafin, til að rannsaka málin ofan í kjölinn, leggja öll spil á borðið og hreinsa þennan kafla í sögu þjóðarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira