Ætlar ekki að láta nördana skora hjá sér 3. október 2006 21:15 Hér má sjá mynd frá blaðamannafundi sem haldinn var í morgun, en bæði lið ætla sér að skora mikið af mörkum annað kvöld Varnarmaðurinn sterki Auðunn Helgason hjá Íslandsmeisturum FH á von á því að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli gegn KF Nörd þegar liðin eigast við á Laugardalsvellinum annað kvöld. Auðunn á ekki von á því að fá sæti í byrjunarliðinu en segir ekki koma til greina að láta nördana skora hjá sér meðan hann er innan vallar. Auðunn segist óðum vera að koma til eftir erfið meiðsli og var raunar ný kominn af síðustu æfingu FH á tímabilinu þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Ég á nú ekki von á því að verða í byrjunarliðinu á morgun, en annars verður byrjunarliðið ekkert kynnt fyrr en skömmu fyrir leik. Það ríkir nokkur leynd yfir þessu hjá okkur líkt og með þessi tromp sem KF Nörd segist vera með uppi í erminni og það kæmi mér ekki á óvart þó þeir hefðu narrað gamla landsliðsmenn til liðs við sig. Við sjálfir erum nú líka með nokkur góð tromp og ég get til að mynda lofað að markvörður okkar á ekki eftir að valda vonbrigðum á morgun," sagði Auðunn, en Daði Lárusson er sem kunnugt er á ferðalagi með íslenska landsliðinu. Auðunn segir að mikil einbeiting sé í hóp FH fyrir leikinn, en viðurkennir að Íslandsmeistararnir búi ekki við sömu lúxusaðstöðu og lið njarða. "Ég frétti að liðsmenn KF Nörd myndu gista á Hótel Nordica í nótt og borðuðu svo fínan morgunverð á Vox í fyrramálið. Svo hafa þeir verið að fá að fara í nudd og svona dúllerí, þannig að það væsir ekki um þá. Við hérna hjá FH erum bara vinnandi menn og erum bara áhugamenn við hliðina á svona mönnum. Það er greinilega mikið lagt í þetta hjá þeim," sagði Auðunn. En eru FH-ingar búnir að leggja línurnar fyrir morgundaginn, líkt og nördarnir sem ætla sér að skora mörg mörk. "Jú, við ætlum sömuleiðis að skora mörg mörk á morgun, en við ætlum líka að halda hreinu," sagði Auðunn og bætti því við að hann mætti ekki vera að því að spjalla því hann þyrfti að fara snemma að sofa fyrir átökin annað kvöld. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Varnarmaðurinn sterki Auðunn Helgason hjá Íslandsmeisturum FH á von á því að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli gegn KF Nörd þegar liðin eigast við á Laugardalsvellinum annað kvöld. Auðunn á ekki von á því að fá sæti í byrjunarliðinu en segir ekki koma til greina að láta nördana skora hjá sér meðan hann er innan vallar. Auðunn segist óðum vera að koma til eftir erfið meiðsli og var raunar ný kominn af síðustu æfingu FH á tímabilinu þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Ég á nú ekki von á því að verða í byrjunarliðinu á morgun, en annars verður byrjunarliðið ekkert kynnt fyrr en skömmu fyrir leik. Það ríkir nokkur leynd yfir þessu hjá okkur líkt og með þessi tromp sem KF Nörd segist vera með uppi í erminni og það kæmi mér ekki á óvart þó þeir hefðu narrað gamla landsliðsmenn til liðs við sig. Við sjálfir erum nú líka með nokkur góð tromp og ég get til að mynda lofað að markvörður okkar á ekki eftir að valda vonbrigðum á morgun," sagði Auðunn, en Daði Lárusson er sem kunnugt er á ferðalagi með íslenska landsliðinu. Auðunn segir að mikil einbeiting sé í hóp FH fyrir leikinn, en viðurkennir að Íslandsmeistararnir búi ekki við sömu lúxusaðstöðu og lið njarða. "Ég frétti að liðsmenn KF Nörd myndu gista á Hótel Nordica í nótt og borðuðu svo fínan morgunverð á Vox í fyrramálið. Svo hafa þeir verið að fá að fara í nudd og svona dúllerí, þannig að það væsir ekki um þá. Við hérna hjá FH erum bara vinnandi menn og erum bara áhugamenn við hliðina á svona mönnum. Það er greinilega mikið lagt í þetta hjá þeim," sagði Auðunn. En eru FH-ingar búnir að leggja línurnar fyrir morgundaginn, líkt og nördarnir sem ætla sér að skora mörg mörk. "Jú, við ætlum sömuleiðis að skora mörg mörk á morgun, en við ætlum líka að halda hreinu," sagði Auðunn og bætti því við að hann mætti ekki vera að því að spjalla því hann þyrfti að fara snemma að sofa fyrir átökin annað kvöld.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira