Hugarórar Samfylkingarinnar 7. nóvember 2006 19:44 Róbert Marshall er kokhraustur og talar um að hann sé að fara á þing til að fella ríkisstjórn. Dream on segir maður bara. Sjálfstæðisflokkurinn er með 42 prósent í skoðanakönnunum, Samfylkingin með 25. Það er eru engin teikn á lofti um að fylgi Samfylkingarinnar sé að aukast. Framboðslistar sem koma úr prófkjörum sæta ekki stórkostlegum tíðindum, formaðurinn virðist eiga í mestu erfiðleikum með að ná tengslum við kjósendur, boðskapur flokksins er ruglingslegur. Það er merkilegt að sjá virkjanasinna sigra í prófkjörum flokksins út um allt land. Þessi bloggfærsla Sigurjóns Magnúsar Egilssonar bendir reyndar til þess að einhverjir séu að fara á taugum í Samfylkingunni. --- --- --- Fylgi vinstri flokkanna tveggja, Samfylkingar og Vinstri grænna, er samanlagt á bilinu 43-45 prósent. Það færist eitthvað milli flokkanna, en þetta er nokkurn veginn það sem kemur upp úr kjörkössunum. Þá vantar talsvert upp á að mynda ríkisstjórn. Frjálslyndir gætu verið með ef þeim tekst að bjarga sér frá útrýmingu. Útspilið í innflytjendamálum gæti þó sett strik í reikninginn - í Evrópu hefur verið samkomulag að flokkar sem gera út á andúð gegn útlendingum séu ekki tækir í ríkisstjórnir. Framsókn þykir varla mjög girnilegur kostur, enda varla neitt nema afhroð í spilunum hjá flokknum. Það gæti jafnvel farið svo að ráðherrarnir Jón Sigurðsson, Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz næðu ekki einu sinni kjöri. Fari svo hlýtur flokkurinn að taka sér frí frá ríkisstjórnarsetu. Það yrði náttúrlega í hæsta máta óeðlilegt er ekki í stjórn eftir kosningar - það er að segja ef hann vinnur sigurinn sem skoðanakannanir boða. Almennt er það góð regla að sigurvegarar kosninga myndi ríkisstjórnir - því hefur barasta ekki alltaf verið fylgt hér á landi. Jú, ríkisstjórnin gæti fallið. Það veltur á Framsóknarflokknum fremur en Róberti Marshall og Samfylkingunni. En hvað tekur þá við? Má maður spá að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir myndi næstu ríkisstjórn? --- --- --- Björn Ingi Hrafnsson leggur til í borgarstjórn að gamli Lækurinn verði opnaður. Gott hjá honum. Þetta er mál sem ég hef fjallað um nokkrum sinnum. Lækurinn myndi lífga mikið upp á miðbæinn. Rennandi vatn dregur að sér mannlíf. Við verðum bara að vona að fyllibyttur bæjarins láti vera að detta ofan í Lækinn. --- --- --- Kristrún Heimisdóttir er einn áhugaverðasti þátttakandinn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún er vel menntuð, hefur ekki bara haldið sig á torfunni hérna heima, les bækur ólíkt flestum þingmönnum (eða hvað?) og pælir í alvörunni í pólitík. Nú veit ég að ég er kominn hættulega nálægt því að lýsa yfir stuðningi við Kristrúnu - það var ekki ætlunin - heldur langaði mig að benda á pólitískt manífestó hennar sem hún birtir á heimasíðu sinni. Kristrún er býsna langt frá skelfilegu innihaldsleysi sem einkennir prófkjörsbaráttu sumra. Menn þurfa ekki að vera sammála öllu sem Kristrún segir, en þetta er athyglisverður texti þar sem er meðal annars lagt út frá kenningum hins merka stjórnmálaheimspekings John Rawls. --- --- --- Ég finn ekki úrið mitt. Það er nokkuð sérstakt, með blárri emalíeraðri skífu - af gerðinni Ulysse Nardin. Fundarlaunum er heitið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Róbert Marshall er kokhraustur og talar um að hann sé að fara á þing til að fella ríkisstjórn. Dream on segir maður bara. Sjálfstæðisflokkurinn er með 42 prósent í skoðanakönnunum, Samfylkingin með 25. Það er eru engin teikn á lofti um að fylgi Samfylkingarinnar sé að aukast. Framboðslistar sem koma úr prófkjörum sæta ekki stórkostlegum tíðindum, formaðurinn virðist eiga í mestu erfiðleikum með að ná tengslum við kjósendur, boðskapur flokksins er ruglingslegur. Það er merkilegt að sjá virkjanasinna sigra í prófkjörum flokksins út um allt land. Þessi bloggfærsla Sigurjóns Magnúsar Egilssonar bendir reyndar til þess að einhverjir séu að fara á taugum í Samfylkingunni. --- --- --- Fylgi vinstri flokkanna tveggja, Samfylkingar og Vinstri grænna, er samanlagt á bilinu 43-45 prósent. Það færist eitthvað milli flokkanna, en þetta er nokkurn veginn það sem kemur upp úr kjörkössunum. Þá vantar talsvert upp á að mynda ríkisstjórn. Frjálslyndir gætu verið með ef þeim tekst að bjarga sér frá útrýmingu. Útspilið í innflytjendamálum gæti þó sett strik í reikninginn - í Evrópu hefur verið samkomulag að flokkar sem gera út á andúð gegn útlendingum séu ekki tækir í ríkisstjórnir. Framsókn þykir varla mjög girnilegur kostur, enda varla neitt nema afhroð í spilunum hjá flokknum. Það gæti jafnvel farið svo að ráðherrarnir Jón Sigurðsson, Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz næðu ekki einu sinni kjöri. Fari svo hlýtur flokkurinn að taka sér frí frá ríkisstjórnarsetu. Það yrði náttúrlega í hæsta máta óeðlilegt er ekki í stjórn eftir kosningar - það er að segja ef hann vinnur sigurinn sem skoðanakannanir boða. Almennt er það góð regla að sigurvegarar kosninga myndi ríkisstjórnir - því hefur barasta ekki alltaf verið fylgt hér á landi. Jú, ríkisstjórnin gæti fallið. Það veltur á Framsóknarflokknum fremur en Róberti Marshall og Samfylkingunni. En hvað tekur þá við? Má maður spá að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir myndi næstu ríkisstjórn? --- --- --- Björn Ingi Hrafnsson leggur til í borgarstjórn að gamli Lækurinn verði opnaður. Gott hjá honum. Þetta er mál sem ég hef fjallað um nokkrum sinnum. Lækurinn myndi lífga mikið upp á miðbæinn. Rennandi vatn dregur að sér mannlíf. Við verðum bara að vona að fyllibyttur bæjarins láti vera að detta ofan í Lækinn. --- --- --- Kristrún Heimisdóttir er einn áhugaverðasti þátttakandinn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún er vel menntuð, hefur ekki bara haldið sig á torfunni hérna heima, les bækur ólíkt flestum þingmönnum (eða hvað?) og pælir í alvörunni í pólitík. Nú veit ég að ég er kominn hættulega nálægt því að lýsa yfir stuðningi við Kristrúnu - það var ekki ætlunin - heldur langaði mig að benda á pólitískt manífestó hennar sem hún birtir á heimasíðu sinni. Kristrún er býsna langt frá skelfilegu innihaldsleysi sem einkennir prófkjörsbaráttu sumra. Menn þurfa ekki að vera sammála öllu sem Kristrún segir, en þetta er athyglisverður texti þar sem er meðal annars lagt út frá kenningum hins merka stjórnmálaheimspekings John Rawls. --- --- --- Ég finn ekki úrið mitt. Það er nokkuð sérstakt, með blárri emalíeraðri skífu - af gerðinni Ulysse Nardin. Fundarlaunum er heitið.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun