Ís á Tjörninni, Roof Tops, Snoddas og ferðaglaðir þingmenn 18. nóvember 2006 21:29 Við Kári fórum í gönguferð um ísinn á Tjörninni í dag. Hann var sléttur og fínn en svolítið skítugur. Það voru nokkrar hræður á skautum en annars voru ekki margir á ferli í froststillunum. Nokkrir túristar sem þorðu varla út á ísinn. Þegar ég var strákur, svona í kringum 1970, man ég eftir því að mörg hundruð börn renndu sér á skautum á Tjörninni, bæði krakkar úr Vesturbænum og Austurbænum. Þá var svellið upplýst og einhver aðstaða til að klæða sig í skautana í stóru timburhúsi sem stóð þar sem Ráðhúsið er núna. Tvær systur vestan úr bæ hafa borið það á mig að ég hafi stolið húfunni af þeim á skautum vegna þess að ég var svo skotinn í þeim. Það er ekki satt - ég gerði það bara af illkvittni. --- --- --- Meiri nostalgía. Ég hefði eiginlega miklu frekar viljað fara á ball með Roof Tops en tónleika með Sykurmolunum (sem ég skrópaði reyndar á). Mér finnst eiginlega að Roof Tops séu nær mér í tíma. Ég á ennþá smáskifuna með laginu Söknuði og fleiri merkum tónsmíðum. Þessa plötu eignaðist ég þegar ég var átta ára, hún var spiluð á litlum ferðagrammófóni - aðeins eldri stelpur úr hverfinu komu í garðinn heima að fá að hlusta. Ég var dálítið stór karl fyrir vikið. --- --- --- Það er meira hvað Norðurlandabúar eru vinsamlegir okkur. Í gær var sýnd í norska sjónvarpinu tveggja tíma mynd um tónlistarlíf á Íslandi. Á föstudagskvöldi. Maður getur ímyndað sér alla Norðmennina sem hafa slökkt á tækjunum og bölvað yfir þessu. Gjöldum við nokkurn tíma líku líkt? Ég man að fyrir mörgum árum var sýnd hér löng mynd um sænskan tónlistarmann sem kallaður var Snoddas. Þetta var dálítið skrítinn sveitapiltur, en svo vinsæll að hálfgert bítlaæði skapaðist um hann í Svíþjóð. Man einhver eftir Snoddasi hér? --- --- --- Ef menn fara inn á heimasíðu Alþingis geta þeir séð að hve miklu leyti þingið er orðið að ferðaklúbbi. Til dæmis þetta: "Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, mun heimsækja Indland 18.-24. nóvember í boði forseta neðri deildar indverska þingsins, en þetta er fyrsta opinbera heimsóknin á milli þinganna. Með þingforseta í för verður eiginmaður hennar, Kristinn Björnsson, og þingmennirnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jón Kristjánsson, Sigríður Anna Þórðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, auk Helga Bernódussonar skrifstofustjóra Alþingis og Belindu Theriault, forstöðumanns alþjóðamála." Á maður að trúa því að svona ferð geri eitthvert gagn? Og þetta er sannarlega fínt fólk. Tveir flokksformenn, forseti þingsins og tveir fyrrverandi ráðherrar. --- --- --- Mig langar að benda á tenglasafnið sem er neðst á forsíðu Silfursins. Ég er nýbúinn að uppfæra þetta allt, líklega er hvergi á netinu að finna jafngott safn tengla sem vísa á síður sem fjalla um pólitík og þjóðmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun
Við Kári fórum í gönguferð um ísinn á Tjörninni í dag. Hann var sléttur og fínn en svolítið skítugur. Það voru nokkrar hræður á skautum en annars voru ekki margir á ferli í froststillunum. Nokkrir túristar sem þorðu varla út á ísinn. Þegar ég var strákur, svona í kringum 1970, man ég eftir því að mörg hundruð börn renndu sér á skautum á Tjörninni, bæði krakkar úr Vesturbænum og Austurbænum. Þá var svellið upplýst og einhver aðstaða til að klæða sig í skautana í stóru timburhúsi sem stóð þar sem Ráðhúsið er núna. Tvær systur vestan úr bæ hafa borið það á mig að ég hafi stolið húfunni af þeim á skautum vegna þess að ég var svo skotinn í þeim. Það er ekki satt - ég gerði það bara af illkvittni. --- --- --- Meiri nostalgía. Ég hefði eiginlega miklu frekar viljað fara á ball með Roof Tops en tónleika með Sykurmolunum (sem ég skrópaði reyndar á). Mér finnst eiginlega að Roof Tops séu nær mér í tíma. Ég á ennþá smáskifuna með laginu Söknuði og fleiri merkum tónsmíðum. Þessa plötu eignaðist ég þegar ég var átta ára, hún var spiluð á litlum ferðagrammófóni - aðeins eldri stelpur úr hverfinu komu í garðinn heima að fá að hlusta. Ég var dálítið stór karl fyrir vikið. --- --- --- Það er meira hvað Norðurlandabúar eru vinsamlegir okkur. Í gær var sýnd í norska sjónvarpinu tveggja tíma mynd um tónlistarlíf á Íslandi. Á föstudagskvöldi. Maður getur ímyndað sér alla Norðmennina sem hafa slökkt á tækjunum og bölvað yfir þessu. Gjöldum við nokkurn tíma líku líkt? Ég man að fyrir mörgum árum var sýnd hér löng mynd um sænskan tónlistarmann sem kallaður var Snoddas. Þetta var dálítið skrítinn sveitapiltur, en svo vinsæll að hálfgert bítlaæði skapaðist um hann í Svíþjóð. Man einhver eftir Snoddasi hér? --- --- --- Ef menn fara inn á heimasíðu Alþingis geta þeir séð að hve miklu leyti þingið er orðið að ferðaklúbbi. Til dæmis þetta: "Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, mun heimsækja Indland 18.-24. nóvember í boði forseta neðri deildar indverska þingsins, en þetta er fyrsta opinbera heimsóknin á milli þinganna. Með þingforseta í för verður eiginmaður hennar, Kristinn Björnsson, og þingmennirnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jón Kristjánsson, Sigríður Anna Þórðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, auk Helga Bernódussonar skrifstofustjóra Alþingis og Belindu Theriault, forstöðumanns alþjóðamála." Á maður að trúa því að svona ferð geri eitthvert gagn? Og þetta er sannarlega fínt fólk. Tveir flokksformenn, forseti þingsins og tveir fyrrverandi ráðherrar. --- --- --- Mig langar að benda á tenglasafnið sem er neðst á forsíðu Silfursins. Ég er nýbúinn að uppfæra þetta allt, líklega er hvergi á netinu að finna jafngott safn tengla sem vísa á síður sem fjalla um pólitík og þjóðmál.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun