Tónlist

Ég verð heima um jólin

Geisladiskurinn Ég verð heima um jólin með Kvartett Kristjönu Stefáns er kominn út í nýrri útgáfu, en hann kom fyrst út fyrir áratug og seldist þá fljótlega upp.

Hér er um að ræða jazztónlist með jólasniði, en kvartettinn skipa Kristjana Stefánsdóttir, söngur, Vignir Þór Stefánsson, píanó, Smári Kristjánsson, kontrabassi og Gunnar Jónsson, trommur.

Öll lögin á diskinum eru erlend nema íslenska þjóðlagið Hátíð fer að höndum ein, en íslenskir textar eru m.a. eftir Pál Óskar Hjálmtýsson, sem syngur dúett með Kristjönu í laginu Góða nótt, og leikkonuna Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur. Einnig syngja Emilíana Torrini og Soffía Stefánsdóttir bakraddir.

Heimavöllur Kvartetts Kristjönu Stefáns er Selfoss og nágrenni og þar á hann tryggan aðdáendahóp. Þar hefur Kvartettinn staðið fyrir árlegum jóladjassi.

Högni Sigþórsson hannaði nýtt umslag fyrir geisladiskinn, sem Dimma ehf. gefur út og dreifir í verslanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×