Jól við Oxford Street 5. desember 2006 14:06 Vont var að missa af Silfrinu en nú sit ég með kvíðahnút í maganum á kaffihúsi við Oxford Street og finnst að ég þurfi að fara að kaupa jólagjafir. Traffíkin er brjálæðisleg og allir að rekast utan í alla... Er nú kominn í gamalkunnar stellingar að skrifa á netið á kaffihúsi. Sit á Starbuck´s sem er nánast við Oxford Street. Ekki rólegasti staður í heimi. Oxford Street er hreint brjálæði fyrir jólin, fólkið treðst um götuna og er aðallega í því að rekast hvað utan í annað. Mannlífsflóran er reyndar stórkostleg, hér ægir saman öllum kynþáttum. Ég tel víst að ekki haldi allir jól. Það er nóg af jólaljósum en einhvern veginn eru þau dálítið tacky, skortir innileikann - getur maður sagt kærleikann. Maður þarf mikla rósemd hugans til að geta gert nokkuð af viti hér. Aðeins ofar er reyndar Marylebone Village með litlum sætum búðum, veitingahúsum og miklu hlýlegra viðmóti - líklega skemmtilegasta hverfi í London. Er með kvíðahnút í maganum. Nógu var vont að missa af Silfrinu. En það er fleira sem hefur dottið upp fyrir. Jólagjafainnkaupin sem áttu að framkvæmast hér hafa orðið að engu. Ég hef ekki komist til að kaupa góðmetið í Fortnum´s & Mason og hér blasir við mér hið mikla vöruhús Selfridges´s. Veit að kona mín vonar að ég komist þangað inn áður en ég fer. Úff. Best að reyna. Úrvalið er svo milljónfalt meira en á Íslandi. Við höfum stór verslunarhús en ekkert sérstaklega fjölbreytt úrval. Tíminn er frekar naumur, ég flýg heim í kvöld og svo ég mæti í Ísland í dag á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson Skoðun
Vont var að missa af Silfrinu en nú sit ég með kvíðahnút í maganum á kaffihúsi við Oxford Street og finnst að ég þurfi að fara að kaupa jólagjafir. Traffíkin er brjálæðisleg og allir að rekast utan í alla... Er nú kominn í gamalkunnar stellingar að skrifa á netið á kaffihúsi. Sit á Starbuck´s sem er nánast við Oxford Street. Ekki rólegasti staður í heimi. Oxford Street er hreint brjálæði fyrir jólin, fólkið treðst um götuna og er aðallega í því að rekast hvað utan í annað. Mannlífsflóran er reyndar stórkostleg, hér ægir saman öllum kynþáttum. Ég tel víst að ekki haldi allir jól. Það er nóg af jólaljósum en einhvern veginn eru þau dálítið tacky, skortir innileikann - getur maður sagt kærleikann. Maður þarf mikla rósemd hugans til að geta gert nokkuð af viti hér. Aðeins ofar er reyndar Marylebone Village með litlum sætum búðum, veitingahúsum og miklu hlýlegra viðmóti - líklega skemmtilegasta hverfi í London. Er með kvíðahnút í maganum. Nógu var vont að missa af Silfrinu. En það er fleira sem hefur dottið upp fyrir. Jólagjafainnkaupin sem áttu að framkvæmast hér hafa orðið að engu. Ég hef ekki komist til að kaupa góðmetið í Fortnum´s & Mason og hér blasir við mér hið mikla vöruhús Selfridges´s. Veit að kona mín vonar að ég komist þangað inn áður en ég fer. Úff. Best að reyna. Úrvalið er svo milljónfalt meira en á Íslandi. Við höfum stór verslunarhús en ekkert sérstaklega fjölbreytt úrval. Tíminn er frekar naumur, ég flýg heim í kvöld og svo ég mæti í Ísland í dag á morgun.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun