Fjölmiðlapistill 10. desember 2006 17:19 Nú höfum við enn eina skoðanakönnunina sem segir að blaðalestur sé að minnka. Það er svosem ekki óvænt - svona er þetta alls staðar í heiminum. Þessi veruleiki er líka allur kominn á rú og stú. Tökum til dæmis fríblöðin. Ef maður fær svoleiðis pappír í hendurnar í útlöndum er varla hægt að segja að þetta séu eiginleg dagblöð, þetta eru frekar svona dagblaðalíki. Ef maður notar líkingu úr matargerðarlistinni eru fríblöðin svona eins og sómasamlokur. Hraður og vondur skyndibiti. Þau eru skrifuð kringum auglýsingar, gefin út til að falla auglýsendum í geð, en síðan er reynt að koma þeim inn á lesendur sem nenna varla að taka við þeim fremur en öðrum auglýsingapésum. Þegar ég var í London um daginn sýndist mér svona þúsundasti hver vegfarandi taka við fríblöðunum sem verið er að ota að fólki. Það verður seint sagt að þetta sé sérlega góð þróun í fjölmiðlum. Það er eins og margt annað í kapítalismanum, hann dregur ýmislegt sem áður var gott og menningarlegt langleiðina niður í svaðið. Þetta hefur verið kallað "skapandi eyðilegging" en er oft bara eyðilegging. Fríblöðin grafa undan eldri og miklu betri blöðum sem sum hafa verið mikilvægar þjóðfélagsstofnanir. Styrkur þeirra sjálfra er þó yfirleitt mjög lítill, þannig að í raun eru áhrifin aðallega að allt vatnast út, verður veikara og lélegra. --- --- --- Samkvæmt þessu er bara til eitt raunverulegt dagblað á Íslandi og það er Morgunblaðið. En bíðum hæg. Hér hefur þessi fríblaðabylting verið dálítið öðruvísi en annars staðar. Hérna líta fríblöðin stórt á sig, þau telja sig vera alvöru blöð, vettvang marktækrar þjóðfélagsumræðu. Fréttablaðið er svo vant að virðingu sinni að það er að sumu leyti farið að vera jafn stofnanalegt og Mogginn. Blaðið (ég meina dagblaðið sem svo heitir) leyfir sér að vera krítískt, jafnvel í stjórnarandstöðu - þar er vilji til að fara dálítið grimmt í málin sem er yfirleitt ekki á fríblöðum. Við skulum vona að þetta endist. Nyhedsavisen í Danmörku er af þessu konsepti, fríblað sem á að vera alvöru blað, ekki auglýsingasnepill sem menn renna yfir á harðahlaupum. Við eigum eftir að sjá hvernig það kemur út, en í þessu er samt fólgin ákveðin þversögn. --- --- --- Á meðan á Morgunblaðið í vandræðum. Að sumu leyti er um að kenna almennri kreppu í útgáfu dagblaða af þessu tagi, en áhugamenn um fjölmiðlun hljóta líka að horfa á innanmein blaðsins. Hví er blaðið svo stirðbusalegt - já, svo langt út úr kú við samtímann? Minni kynslóð óx alltaf Mogginn í augum, sumir hafa nánast verið með hann á heilanum, en það er tímanna tákn að þegar Styrmir Gunnarsson birtist loks í sjónvarpsviðtali um daginn, þá vakti það nákvæmlega enga athygli. Styrmir hefur alltaf lifað í þeirri trú að blaðamennska sé eitt afbrigði. Hinn ritstjóri blaðsins og aðaláhrifavaldur, Matthías Johannessen - sem kvaddi fyrir nokkru - virðist hafa komið sér upp slíkri óbeit á fjölmiðlum að undrum sætir. Það er merkilegt að nestor íslenskar blaðamennsku skuli vera sannfærður um að þetta sé allt meira og minna drasl. --- --- --- Annars er búinn að vera stanslaus ófriður í kringum fjölmiðla í meira en heilt kjörtímabil. Eins og menn telji að voða mikið sé í húfi. Ég hef verið með hugann við nokkur ævintýraleg tímabil þar sem menn spönuðu sig upp í ofboðslegan ham og heldu að allt væri hægt í fjölmiðlun á Íslandi. Alltaf hefur þetta endað með brauki og bramli. Fræg er stofnun Stöðvar 2 með Jón Óttar í fararbroddi þegar sagt var að stundum biðu þrír ráðherrar á biðstofunni utan við skrifstofu hans. Þetta var kostað með því að ræna banka (jæja, Verslunarbankinn fór flatt á þessu). Svo var það Skjár einn með allt sitt húllumhæ, það var kostað með því að ræna símafyrirtæki. Síðast var það NFS og fleira skrítið því tengt - það var kostað með því að fara í vasa peningamanna sem vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þetta hafa verið bólur, afskaplega glaðir dagar að sönnu, ég hef upplifað þá suma, en þeir hafa enst mjög stutt. Annars hefur þetta verið stanslaust basl, barningur og niðurskurður. Fjölmiðlar hér hafa yfirleitt alltaf lapið dauðann úr skel. Nema Mogginn einu sinni, á stórveldistímanum. Og kannski Frétttablaðið núna. Sem þjóð erum við heldur ekki nema á stærð við Stoke eða Bergen. --- --- --- Málið er bara að í síðustu bólu bitu menn í sig að þetta væri eðlilegt ástand sem myndi alltaf vara. Forsætisráðherrann sem þá var fylltist ofsóknarkennd og trúði því að hér gætu risið ógurleg fjölmiðlaveldi sem myndu eignast samfélagið með húð og hári. Stjórna allri skoðanamyndun. Í þessu óráðskennda ástandi var lagður grunnur að því að koma böndum á fjölmiðlana í einkaeigu, annars vegar með því að setja lög um þá sjálfa, hins vegar með því að stórefla Ríkisútvarpið sem mótvægi við hinn meinta risa. Bitur raunveruleikinn núna sýnir að þessi ótti var algjörlega ástæðulaus - þetta verður áfram basl. Það er verið að koma böndum á ekki neitt. --- --- --- Samt munu menn áfram hafa áhuga á að fjárfesta í fjölmiðlum. Þeir líða ekki undir lok hér - eða á ekki að fara að stofna einhvern sæg af nýjum blöðum? Ég man eftir ótal vonglöðum fjárfestum, alveg frá sjoppukörlum sem vildu eignast Helgarpóstinn á sinni tíð yfir í alvöru milljarðamæringa í kringum 365. Ástæðan er kannski meðal annars sú að það er ekki hægt að kaupa sér ást eða hamingju, en áhrif geta að vissu leyti verið föl. Verði þeim að góðu. Ég ætla að rifja það upp að langstæstur hluti af þeim fjölmiðlum sem ég hef unnið á um dagana eru komnir undir græna torfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Nú höfum við enn eina skoðanakönnunina sem segir að blaðalestur sé að minnka. Það er svosem ekki óvænt - svona er þetta alls staðar í heiminum. Þessi veruleiki er líka allur kominn á rú og stú. Tökum til dæmis fríblöðin. Ef maður fær svoleiðis pappír í hendurnar í útlöndum er varla hægt að segja að þetta séu eiginleg dagblöð, þetta eru frekar svona dagblaðalíki. Ef maður notar líkingu úr matargerðarlistinni eru fríblöðin svona eins og sómasamlokur. Hraður og vondur skyndibiti. Þau eru skrifuð kringum auglýsingar, gefin út til að falla auglýsendum í geð, en síðan er reynt að koma þeim inn á lesendur sem nenna varla að taka við þeim fremur en öðrum auglýsingapésum. Þegar ég var í London um daginn sýndist mér svona þúsundasti hver vegfarandi taka við fríblöðunum sem verið er að ota að fólki. Það verður seint sagt að þetta sé sérlega góð þróun í fjölmiðlum. Það er eins og margt annað í kapítalismanum, hann dregur ýmislegt sem áður var gott og menningarlegt langleiðina niður í svaðið. Þetta hefur verið kallað "skapandi eyðilegging" en er oft bara eyðilegging. Fríblöðin grafa undan eldri og miklu betri blöðum sem sum hafa verið mikilvægar þjóðfélagsstofnanir. Styrkur þeirra sjálfra er þó yfirleitt mjög lítill, þannig að í raun eru áhrifin aðallega að allt vatnast út, verður veikara og lélegra. --- --- --- Samkvæmt þessu er bara til eitt raunverulegt dagblað á Íslandi og það er Morgunblaðið. En bíðum hæg. Hér hefur þessi fríblaðabylting verið dálítið öðruvísi en annars staðar. Hérna líta fríblöðin stórt á sig, þau telja sig vera alvöru blöð, vettvang marktækrar þjóðfélagsumræðu. Fréttablaðið er svo vant að virðingu sinni að það er að sumu leyti farið að vera jafn stofnanalegt og Mogginn. Blaðið (ég meina dagblaðið sem svo heitir) leyfir sér að vera krítískt, jafnvel í stjórnarandstöðu - þar er vilji til að fara dálítið grimmt í málin sem er yfirleitt ekki á fríblöðum. Við skulum vona að þetta endist. Nyhedsavisen í Danmörku er af þessu konsepti, fríblað sem á að vera alvöru blað, ekki auglýsingasnepill sem menn renna yfir á harðahlaupum. Við eigum eftir að sjá hvernig það kemur út, en í þessu er samt fólgin ákveðin þversögn. --- --- --- Á meðan á Morgunblaðið í vandræðum. Að sumu leyti er um að kenna almennri kreppu í útgáfu dagblaða af þessu tagi, en áhugamenn um fjölmiðlun hljóta líka að horfa á innanmein blaðsins. Hví er blaðið svo stirðbusalegt - já, svo langt út úr kú við samtímann? Minni kynslóð óx alltaf Mogginn í augum, sumir hafa nánast verið með hann á heilanum, en það er tímanna tákn að þegar Styrmir Gunnarsson birtist loks í sjónvarpsviðtali um daginn, þá vakti það nákvæmlega enga athygli. Styrmir hefur alltaf lifað í þeirri trú að blaðamennska sé eitt afbrigði. Hinn ritstjóri blaðsins og aðaláhrifavaldur, Matthías Johannessen - sem kvaddi fyrir nokkru - virðist hafa komið sér upp slíkri óbeit á fjölmiðlum að undrum sætir. Það er merkilegt að nestor íslenskar blaðamennsku skuli vera sannfærður um að þetta sé allt meira og minna drasl. --- --- --- Annars er búinn að vera stanslaus ófriður í kringum fjölmiðla í meira en heilt kjörtímabil. Eins og menn telji að voða mikið sé í húfi. Ég hef verið með hugann við nokkur ævintýraleg tímabil þar sem menn spönuðu sig upp í ofboðslegan ham og heldu að allt væri hægt í fjölmiðlun á Íslandi. Alltaf hefur þetta endað með brauki og bramli. Fræg er stofnun Stöðvar 2 með Jón Óttar í fararbroddi þegar sagt var að stundum biðu þrír ráðherrar á biðstofunni utan við skrifstofu hans. Þetta var kostað með því að ræna banka (jæja, Verslunarbankinn fór flatt á þessu). Svo var það Skjár einn með allt sitt húllumhæ, það var kostað með því að ræna símafyrirtæki. Síðast var það NFS og fleira skrítið því tengt - það var kostað með því að fara í vasa peningamanna sem vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þetta hafa verið bólur, afskaplega glaðir dagar að sönnu, ég hef upplifað þá suma, en þeir hafa enst mjög stutt. Annars hefur þetta verið stanslaust basl, barningur og niðurskurður. Fjölmiðlar hér hafa yfirleitt alltaf lapið dauðann úr skel. Nema Mogginn einu sinni, á stórveldistímanum. Og kannski Frétttablaðið núna. Sem þjóð erum við heldur ekki nema á stærð við Stoke eða Bergen. --- --- --- Málið er bara að í síðustu bólu bitu menn í sig að þetta væri eðlilegt ástand sem myndi alltaf vara. Forsætisráðherrann sem þá var fylltist ofsóknarkennd og trúði því að hér gætu risið ógurleg fjölmiðlaveldi sem myndu eignast samfélagið með húð og hári. Stjórna allri skoðanamyndun. Í þessu óráðskennda ástandi var lagður grunnur að því að koma böndum á fjölmiðlana í einkaeigu, annars vegar með því að setja lög um þá sjálfa, hins vegar með því að stórefla Ríkisútvarpið sem mótvægi við hinn meinta risa. Bitur raunveruleikinn núna sýnir að þessi ótti var algjörlega ástæðulaus - þetta verður áfram basl. Það er verið að koma böndum á ekki neitt. --- --- --- Samt munu menn áfram hafa áhuga á að fjárfesta í fjölmiðlum. Þeir líða ekki undir lok hér - eða á ekki að fara að stofna einhvern sæg af nýjum blöðum? Ég man eftir ótal vonglöðum fjárfestum, alveg frá sjoppukörlum sem vildu eignast Helgarpóstinn á sinni tíð yfir í alvöru milljarðamæringa í kringum 365. Ástæðan er kannski meðal annars sú að það er ekki hægt að kaupa sér ást eða hamingju, en áhrif geta að vissu leyti verið föl. Verði þeim að góðu. Ég ætla að rifja það upp að langstæstur hluti af þeim fjölmiðlum sem ég hef unnið á um dagana eru komnir undir græna torfu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun