Býr til klakastyttur í bílskúrnum 9. janúar 2007 10:30 Ottó Magnússon hefur komið sér upp aðstöðu til styttugerðar í bílskúrnum hjá sér. MYND/Rósa Ottó Magnússon, matreiðslumaður á Humarhúsinu, á sér sérstaka aukabúgrein; á kvöldin og um helgar býr hann til ísstyttur eftir pöntunum. „Ég fór á námskeið í Kanada fyrir áratug og hef verið að gera þetta síðan,“ segir Ottó. „Mér fannst þetta bara smart og ákvað að prófa. Svo kom þetta bara með æfingunni.“ Allar götur síðan hefur Ottó búið til klakastyttur eftir pöntunum meðfram fullu starfi á Humarhúsinu og hefur komið sér upp aðstöðu í bílskúrnum hjá sér. „Ég keypti þar til gerða vél sem frystir ísblokkir og kom fyrir frystiklefa. Þetta eru stærri og smærri verkefni sem ég tek að mér, ekkert reglulegt, ég tek bara við pöntunum auk þess sem ég held námskeið af og til.“ Að sögn Ottós eru það aðallega stærri fyrirtæki sem panta hjá honum klakastyttur en hann fær þó pantanir fyrir alls konar tilefni; árshátíðir, brúðkaup og afmæli. Það tekur um tvo sólarhringa að frysta klakablokk en Óttar er eina til tvær stundir að höggva þær til. „Það fer þó allt eftir stærð og lögun. Það er fátt sem ég get ekki hoggið út, oft vilja fyrirtæki til dæmis fá lógóin sín í ísstyttu og stundum er ég beðinn um að frysta eitthvað í blokkinni, allt frá blómum til gallabuxna.“ Ottó hefur ekki auglýst klakastytturnar mikið og telur að því viti færri en ella af þessari þjónustu. „Sem er kannski ágætt. Ef það væri klakastytta á hverju veisluborði færi glansinn kannski af þessu.“ Upplýsingar um klakastyttur Ottós má finna á vefsíðunni klakastyttur.is. Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ottó Magnússon, matreiðslumaður á Humarhúsinu, á sér sérstaka aukabúgrein; á kvöldin og um helgar býr hann til ísstyttur eftir pöntunum. „Ég fór á námskeið í Kanada fyrir áratug og hef verið að gera þetta síðan,“ segir Ottó. „Mér fannst þetta bara smart og ákvað að prófa. Svo kom þetta bara með æfingunni.“ Allar götur síðan hefur Ottó búið til klakastyttur eftir pöntunum meðfram fullu starfi á Humarhúsinu og hefur komið sér upp aðstöðu í bílskúrnum hjá sér. „Ég keypti þar til gerða vél sem frystir ísblokkir og kom fyrir frystiklefa. Þetta eru stærri og smærri verkefni sem ég tek að mér, ekkert reglulegt, ég tek bara við pöntunum auk þess sem ég held námskeið af og til.“ Að sögn Ottós eru það aðallega stærri fyrirtæki sem panta hjá honum klakastyttur en hann fær þó pantanir fyrir alls konar tilefni; árshátíðir, brúðkaup og afmæli. Það tekur um tvo sólarhringa að frysta klakablokk en Óttar er eina til tvær stundir að höggva þær til. „Það fer þó allt eftir stærð og lögun. Það er fátt sem ég get ekki hoggið út, oft vilja fyrirtæki til dæmis fá lógóin sín í ísstyttu og stundum er ég beðinn um að frysta eitthvað í blokkinni, allt frá blómum til gallabuxna.“ Ottó hefur ekki auglýst klakastytturnar mikið og telur að því viti færri en ella af þessari þjónustu. „Sem er kannski ágætt. Ef það væri klakastytta á hverju veisluborði færi glansinn kannski af þessu.“ Upplýsingar um klakastyttur Ottós má finna á vefsíðunni klakastyttur.is.
Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira