Fjórir menn ákveða laun formanns KSÍ en aðeins sex vita upphæðina 11. janúar 2007 11:30 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og formannsefni KSÍ, og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, eru valdamestu mennirnir í íslenska boltanum. fréttablaðið/e.ól Aðeins sex einstaklingar vita hversu há laun formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, hefur hverju sinni og laun formannsins eru ákveðin af framkvæmdastjórn KSÍ en formaður þeirrar stjórnar er formaður KSÍ, Eggert Magnússon. „Þetta tekur ekki langan tíma og Eggert víkur af fundi á meðan við ákveðum launin,“ segir Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, og meðlimur í framkvæmdastjórn KSÍ síðustu átta ár. Laun formannsins eru ákveðin þannig að Eggert Steingrímsson leggur til ákveðna tölu á fundi sem hinir aðilarnir í framkvæmdastjórn KSÍ, að Eggerti Magnússyni undanskildum, verða að samþykkja. Í framkvæmdastjórn KSÍ sitja Eggert Magnússon, sem er formaður, Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, Jón Gunnlaugsson og Lúðvík S. Georgsson. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, er eini aðilinn fyrir utan þessa fimm sem veit hver laun formanns KSÍ eru að því er Eggert Steingrímsson segir. Stjórn KSÍ veit ekki hver laun formannsins eru, ekki frekar en félögin í landinu. Sú nefnd sem heldur utan um öll fjármál Knattspyrnusambandsins og hefur eftirlit með þeim, að því er Geir Þorsteinsson staðfesti í gær, heitir síðan fjárreiðunefnd. Athygli vekur að tveir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar sitja í þeirri nefnd. Formaður fjárreiðunefndar er Eggert Magnússon og með honum sitja Eggert Steingrímsson, Geir Þorsteinsson og Pálmi Jónsson. Með öðrum orðum þá vita aðeins sjö manns hvernig fjármálum sambandsins er nákvæmlega háttað og þessir sömu aðilar virðast einnig hafa eftirlit með fjármálum knattspyrnusambandsins. „Það var ákveðið á ársþingi fyrir um tólf árum að greiða formanni laun og síðan var líka bifreiðakostnaður inn í því. Þá var sett tala inn í fjárhagsáætlun sem hefur tekið eðlilegum breytingum.“ sagði Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ og meðlimur í framkvæmdastjórn sambandsins, við Fréttablaðið í gær en hver er það sem ákveður launin á endanum?Ársskýrslur KSÍ kynntar„Laun formanns eru ákveðin samkvæmt tillögu gjaldkera og þá er mið tekið af launaþróuninni í landinu. Framkvæmdastjórnin tekur síðan ákvörðun og það er framkvæmdastjórnin sem veit hver þessi laun eru sem og framkvæmdastjóri KSÍ.“ Sú breyting hefur orðið á að ekki er lengur getið um laun formanns í ársreikningi KSÍ og launin eru heldur ekki inn í fjárhags-áætlun. „Eru laun ekki trúnaðarmál?“ sagði Eggert en getur framkvæmdastjórn KSÍ þar með sett formann KSÍ á nákvæmlega þau laun sem þeim sýnist án vitundar félaganna? „Ég lít nú þannig á að ég sé ábyrgari í mínum aðgerðum en það. Við gætum það en þá þyrftu fimm eða sex manns að vera mjög óheiðarlegir. Ég legg það ekki í vana minn og ég veit að félagar mínir eru það ekki heldur. Okkur er treyst fyrir þessu.“ Eggert Steingrímsson hefur setið í framkvæmdastjórninni í átta ár en litlar breytingar hafa orðið á stjórninni í gegnum tíðina að því er Eggert segir. Hann staðfesti enn fremur að framkvæmdastjórnin ákveddi einnig laun framkvæmdastjóra sambandsins sem í þessu tilviki er Geir Þorsteinsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Íslenski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Aðeins sex einstaklingar vita hversu há laun formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, hefur hverju sinni og laun formannsins eru ákveðin af framkvæmdastjórn KSÍ en formaður þeirrar stjórnar er formaður KSÍ, Eggert Magnússon. „Þetta tekur ekki langan tíma og Eggert víkur af fundi á meðan við ákveðum launin,“ segir Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, og meðlimur í framkvæmdastjórn KSÍ síðustu átta ár. Laun formannsins eru ákveðin þannig að Eggert Steingrímsson leggur til ákveðna tölu á fundi sem hinir aðilarnir í framkvæmdastjórn KSÍ, að Eggerti Magnússyni undanskildum, verða að samþykkja. Í framkvæmdastjórn KSÍ sitja Eggert Magnússon, sem er formaður, Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, Jón Gunnlaugsson og Lúðvík S. Georgsson. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, er eini aðilinn fyrir utan þessa fimm sem veit hver laun formanns KSÍ eru að því er Eggert Steingrímsson segir. Stjórn KSÍ veit ekki hver laun formannsins eru, ekki frekar en félögin í landinu. Sú nefnd sem heldur utan um öll fjármál Knattspyrnusambandsins og hefur eftirlit með þeim, að því er Geir Þorsteinsson staðfesti í gær, heitir síðan fjárreiðunefnd. Athygli vekur að tveir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar sitja í þeirri nefnd. Formaður fjárreiðunefndar er Eggert Magnússon og með honum sitja Eggert Steingrímsson, Geir Þorsteinsson og Pálmi Jónsson. Með öðrum orðum þá vita aðeins sjö manns hvernig fjármálum sambandsins er nákvæmlega háttað og þessir sömu aðilar virðast einnig hafa eftirlit með fjármálum knattspyrnusambandsins. „Það var ákveðið á ársþingi fyrir um tólf árum að greiða formanni laun og síðan var líka bifreiðakostnaður inn í því. Þá var sett tala inn í fjárhagsáætlun sem hefur tekið eðlilegum breytingum.“ sagði Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ og meðlimur í framkvæmdastjórn sambandsins, við Fréttablaðið í gær en hver er það sem ákveður launin á endanum?Ársskýrslur KSÍ kynntar„Laun formanns eru ákveðin samkvæmt tillögu gjaldkera og þá er mið tekið af launaþróuninni í landinu. Framkvæmdastjórnin tekur síðan ákvörðun og það er framkvæmdastjórnin sem veit hver þessi laun eru sem og framkvæmdastjóri KSÍ.“ Sú breyting hefur orðið á að ekki er lengur getið um laun formanns í ársreikningi KSÍ og launin eru heldur ekki inn í fjárhags-áætlun. „Eru laun ekki trúnaðarmál?“ sagði Eggert en getur framkvæmdastjórn KSÍ þar með sett formann KSÍ á nákvæmlega þau laun sem þeim sýnist án vitundar félaganna? „Ég lít nú þannig á að ég sé ábyrgari í mínum aðgerðum en það. Við gætum það en þá þyrftu fimm eða sex manns að vera mjög óheiðarlegir. Ég legg það ekki í vana minn og ég veit að félagar mínir eru það ekki heldur. Okkur er treyst fyrir þessu.“ Eggert Steingrímsson hefur setið í framkvæmdastjórninni í átta ár en litlar breytingar hafa orðið á stjórninni í gegnum tíðina að því er Eggert segir. Hann staðfesti enn fremur að framkvæmdastjórnin ákveddi einnig laun framkvæmdastjóra sambandsins sem í þessu tilviki er Geir Þorsteinsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Íslenski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira