Tónleikum sænsku hljómsveitarinnar Peter, Bjorn & John, sem áttu að fara fram hér á landi 27. janúar, hefur verið frestað til 31. mars vegna óviðráðanlegra orsaka.
Að því er kemur fram í tilkynningu tónleikahaldara er ekki um að kenna áhugaleysi fyrir tónleikunum því nánast sé uppselt á þá. Hægt er að fá miðana endurgreidda til 15. janúar en annars gildir sami miði á tónleikana. Miðasala mun halda áfram með breyttri dagsetningu.