Söngvaskáld í Danaveldi 23. janúar 2007 07:30 Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur sína fyrstu tónleika í Danmörku í byrjun febrúar. MYND/Rósa Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur sína fyrstu tónleika í Danmörku í byrjun febrúar. Fyrst spilar hann í Álaborg hinn 6. og daginn eftir heldur hann tvenna tónleika í Kaupmannahöfn. Fyrri tónleikarnir í Kaupmannahöfn verða í verslun 12 Tóna og þeir síðari í Loppen. Pétur er nýkominn frá Hollandi þar sem hann spilaði á tónlistarhátíðinni Eurosonic ásamt hljómsveit sinni. „Það gekk rosavel og var æðislega gaman,“ segir Pétur. „Það var mesta furða hvað það var vel tekið í þetta og það var líka gaman hvað það mættu margir því tónleikarnir voru snemma um kvöldið.“ Fimm stjörnur í DanmörkuFyrsta og eina plata Péturs Ben, Wine for My Weakness, hefur verið gefin út af 12 Tónum í Danmörku og fengið þar góða dóma. Fékk hún fimm stjörnur af sex mögulegum í Politiken og einnig fimm af sex í tónlistarblaðinu Soundvenue þar sem sagði m.a. „Dæmigert! Hæfileikaríkt og persónulegt söngvaskáld á íslenskri frumraun“. Að auki fékk platan fjórar stjörnur af sex í tónlistarblaðinu GAFFA. Platan, sem var ofarlega á listum íslenskra gagnrýnenda yfir bestu plötur síðasta árs, hefur verið tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistaverðlaununum sem verða afhent í lok janúar, auk þess sem Pétur er tilnefndur sem söngvari og nýliði ársins. Alveg í skýjunumPétur segist vera alveg í skýjunum yfir viðtökunum við plötunni. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt. Ég hefði aldrei trúað því áður en platan kom út að hún fengi svona mikla athygli. Það hefur verið rosalega mikið fjallað um hana og það er ekki hægt að fara fram á meira.“ Ferðast um landiðPétur mun hafa í nógu að snúast á næstunni. Auk þess að fylgja plötunni eftir erlendis hyggur hann á tónleika á Akureyri í byrjun febrúar og ferðar í kringum landið með Lay Low og Rás 2 í mars. Einnig samdi hann tónlistina við kvikmyndina Foreldra sem var nýverið frumsýnd hér á landi.freyr@frettabladid.is Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur sína fyrstu tónleika í Danmörku í byrjun febrúar. Fyrst spilar hann í Álaborg hinn 6. og daginn eftir heldur hann tvenna tónleika í Kaupmannahöfn. Fyrri tónleikarnir í Kaupmannahöfn verða í verslun 12 Tóna og þeir síðari í Loppen. Pétur er nýkominn frá Hollandi þar sem hann spilaði á tónlistarhátíðinni Eurosonic ásamt hljómsveit sinni. „Það gekk rosavel og var æðislega gaman,“ segir Pétur. „Það var mesta furða hvað það var vel tekið í þetta og það var líka gaman hvað það mættu margir því tónleikarnir voru snemma um kvöldið.“ Fimm stjörnur í DanmörkuFyrsta og eina plata Péturs Ben, Wine for My Weakness, hefur verið gefin út af 12 Tónum í Danmörku og fengið þar góða dóma. Fékk hún fimm stjörnur af sex mögulegum í Politiken og einnig fimm af sex í tónlistarblaðinu Soundvenue þar sem sagði m.a. „Dæmigert! Hæfileikaríkt og persónulegt söngvaskáld á íslenskri frumraun“. Að auki fékk platan fjórar stjörnur af sex í tónlistarblaðinu GAFFA. Platan, sem var ofarlega á listum íslenskra gagnrýnenda yfir bestu plötur síðasta árs, hefur verið tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistaverðlaununum sem verða afhent í lok janúar, auk þess sem Pétur er tilnefndur sem söngvari og nýliði ársins. Alveg í skýjunumPétur segist vera alveg í skýjunum yfir viðtökunum við plötunni. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt. Ég hefði aldrei trúað því áður en platan kom út að hún fengi svona mikla athygli. Það hefur verið rosalega mikið fjallað um hana og það er ekki hægt að fara fram á meira.“ Ferðast um landiðPétur mun hafa í nógu að snúast á næstunni. Auk þess að fylgja plötunni eftir erlendis hyggur hann á tónleika á Akureyri í byrjun febrúar og ferðar í kringum landið með Lay Low og Rás 2 í mars. Einnig samdi hann tónlistina við kvikmyndina Foreldra sem var nýverið frumsýnd hér á landi.freyr@frettabladid.is
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“