Tónlistarpeningar 23. janúar 2007 07:00 Trabant fær ferða- og kynningar-styrk úr Tónlistarsjóði, sem veitti í gær 21 milljón til ýmissa tónlistarverkefna. Tilkynnt var í gær um úthlutun úr Tónlistarsjóði sem tónlistarráð menntamálaráðuneytis er til ráðgjafar um. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra veitir styrki úr sjóðnum. Fjárþörf reyndist að þessu sinni langt umfram það sem til boða stóð, en sjóðurinn mun veita aðra eins fjárhæð, rúmar tuttugu milljónir, síðar á árinu. Áttatíu og tvær umsóknir bárust sjóðnum og var sótt um ríflega 80 milljónir. Úthlutað er 21 milljón sem deilist á rúm 53 verkefni. Stærsta styrkinn, 5 milljónir, fær Samtónn, en það eru heildarsamtök tónlistarinnar í landinu og rennur hann til reksturs Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar sem hefur hönd í bagga með utanferðum íslenskra tónlistarmanna. Raunar eru margir styrkjanna vegna utanfara og líka vegna vinnslu hljóðritana og útgáfu. Annar stærsti styrkurinn, 2 milljónir, rennur til þeirrar miklu hátíðar sem Tónskáldafélagið stendur fyrir þessa dagana, Myrkra músíkdaga. Sigur Rós fær milljón í styrk vegna ferða og kynningar, sömu upphæð þiggur Kirkjulistahátíðin sem Listvinafélag Hallgrímskirkju hefur staðið fyrir um langt árabil. Styrki til útgáfu fá nokkrir einstaklingar og tónlistarhópar: Aton, Sumartónleikar í Skálholti, Védís Hervör, Ragnheiður Árnadóttir, Sverrir Guðjónsson, Hallfríður Ólafsdóttir, Kristján Orri Sigurleifsson, Haraldur Leví Gunnarsson, Gestur Guðnason og þau Kenya Kristín Emilíudóttir og Jason Nemor Harden. Flestir styrkjanna eru 100 þúsund. Tónleikahald af ýmsu tagi er betur styrkt: Tónlistarhátíðin Við Djúpið sem haldið hefur til við Ísafjarðardjúp fær 800 þúsund, Sumartónleikar við Mývatn 400 þúsund, Tónvinafélag Laugaborgar sem hefur verið duglegt við tónleikahald í Eyjafirði fær 500 þúsund, Reykholtshátíðin annað eins, sem og Þjóðlagahátíðin á Siglufirði. Múlinn fær 400 þúsund, Kammersveitin Ísafold 200 þúsund til að koma á fót tónlistarhátíð og Adapter og Isnord sömuleiðis. Að ógleymdu Aton með hátíðina frum. Kammermúsíkklúbburinn er enn upp á árleg tillegg kominn en hann fær 500 þúsund. Mörg stök verkefni eru styrkt: Trabant fær ferðastyrk, Sumartónleikar í Skálholti fá styrk til nótnaútgáfu og tónlistarsmiðju fyrir börn. Marta Guðrún Halldórsdóttir fær 300 þúsund til að vinna við íslenska miðalda- og endurreisnartónlist og Hörður Áskelsson 200 þúsund vegna Hallgrímspassíu. Hér eru á garði svokallaðir klassískir tónlistarmenn með poppinu: Gunnar Kvaran og Mammút, KK og Maggi Eiríks sitja við sama borð og Hnúkaþeyr - blásaraoktettinn. Fræg er saga formannsins sem stóð við bátinn í naustinu og sagði við áhöfn sína: Eigum við að setja? Svo stóðu allir og biðu. Tónlistarsjóður veitir mönnum styrk til að setja fleyið á sjó. Þá er að sigla. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tilkynnt var í gær um úthlutun úr Tónlistarsjóði sem tónlistarráð menntamálaráðuneytis er til ráðgjafar um. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra veitir styrki úr sjóðnum. Fjárþörf reyndist að þessu sinni langt umfram það sem til boða stóð, en sjóðurinn mun veita aðra eins fjárhæð, rúmar tuttugu milljónir, síðar á árinu. Áttatíu og tvær umsóknir bárust sjóðnum og var sótt um ríflega 80 milljónir. Úthlutað er 21 milljón sem deilist á rúm 53 verkefni. Stærsta styrkinn, 5 milljónir, fær Samtónn, en það eru heildarsamtök tónlistarinnar í landinu og rennur hann til reksturs Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar sem hefur hönd í bagga með utanferðum íslenskra tónlistarmanna. Raunar eru margir styrkjanna vegna utanfara og líka vegna vinnslu hljóðritana og útgáfu. Annar stærsti styrkurinn, 2 milljónir, rennur til þeirrar miklu hátíðar sem Tónskáldafélagið stendur fyrir þessa dagana, Myrkra músíkdaga. Sigur Rós fær milljón í styrk vegna ferða og kynningar, sömu upphæð þiggur Kirkjulistahátíðin sem Listvinafélag Hallgrímskirkju hefur staðið fyrir um langt árabil. Styrki til útgáfu fá nokkrir einstaklingar og tónlistarhópar: Aton, Sumartónleikar í Skálholti, Védís Hervör, Ragnheiður Árnadóttir, Sverrir Guðjónsson, Hallfríður Ólafsdóttir, Kristján Orri Sigurleifsson, Haraldur Leví Gunnarsson, Gestur Guðnason og þau Kenya Kristín Emilíudóttir og Jason Nemor Harden. Flestir styrkjanna eru 100 þúsund. Tónleikahald af ýmsu tagi er betur styrkt: Tónlistarhátíðin Við Djúpið sem haldið hefur til við Ísafjarðardjúp fær 800 þúsund, Sumartónleikar við Mývatn 400 þúsund, Tónvinafélag Laugaborgar sem hefur verið duglegt við tónleikahald í Eyjafirði fær 500 þúsund, Reykholtshátíðin annað eins, sem og Þjóðlagahátíðin á Siglufirði. Múlinn fær 400 þúsund, Kammersveitin Ísafold 200 þúsund til að koma á fót tónlistarhátíð og Adapter og Isnord sömuleiðis. Að ógleymdu Aton með hátíðina frum. Kammermúsíkklúbburinn er enn upp á árleg tillegg kominn en hann fær 500 þúsund. Mörg stök verkefni eru styrkt: Trabant fær ferðastyrk, Sumartónleikar í Skálholti fá styrk til nótnaútgáfu og tónlistarsmiðju fyrir börn. Marta Guðrún Halldórsdóttir fær 300 þúsund til að vinna við íslenska miðalda- og endurreisnartónlist og Hörður Áskelsson 200 þúsund vegna Hallgrímspassíu. Hér eru á garði svokallaðir klassískir tónlistarmenn með poppinu: Gunnar Kvaran og Mammút, KK og Maggi Eiríks sitja við sama borð og Hnúkaþeyr - blásaraoktettinn. Fræg er saga formannsins sem stóð við bátinn í naustinu og sagði við áhöfn sína: Eigum við að setja? Svo stóðu allir og biðu. Tónlistarsjóður veitir mönnum styrk til að setja fleyið á sjó. Þá er að sigla.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira