Frumkvöðull leikinn 24. janúar 2007 07:00 Caput-hópurinn hefur frumflutt fjölda íslenskra og evrópskra tónverkA flytur verk eftir Koenig á Myrkum músíkdögum. CAPUT-hópurinn leikur í tilefni af Myrkum músíkdögum í Salnum í Kópavogi í kvöld. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir þýsk-hollenska tónskáldið Gottfried Michael Koenig. Koenig er einn af fremstu tónskáldum 20. aldarinnar og einn af frumkvöðlum raftónlistarinnar í Evrópu og er einnig þekktur fyrirlesari og fræðimaður. Tónskáldið Atli Heimi Sveinsson nam til að mynda elektróníska tónsmíðatækni hjá Koenig þegar hann kenndi í Utrecht í Hollandi og Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld naut einnig leiðsagnar hans. Koenig er sérstakur gestur tónlistarhátíðarinnar í ár og verður viðstaddur tónleikana í kvöld. CAPUT-hópurinn var stofnaður árið 1987 með það að leiðarljósi að kynna og leika nýja íslenska tónlist en félagar hans hafa fyrir löngu fest sig í sessi meðal fremstu listamannalandsins og nýtur hópurinn hylli bæði hérlendis sem erlendis. Hópinn að þessu sinni skipa fiðluleikarinn Hildigunnur Halldórsdóttir, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari, Valgerður Andrésdóttir píanóleikari, flautuleikarnir Melkorka Ólafsdóttir og Kolbeinn Bjarnason og Guðni Franzson sem leika mun á klarinettur. Sjö verka Koenig verða flutt á tónleikunum. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld en nánari upplýsingar um dagskrá Myrkra músíkdaga má finna á heimasíðunni www.listir.is Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
CAPUT-hópurinn leikur í tilefni af Myrkum músíkdögum í Salnum í Kópavogi í kvöld. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir þýsk-hollenska tónskáldið Gottfried Michael Koenig. Koenig er einn af fremstu tónskáldum 20. aldarinnar og einn af frumkvöðlum raftónlistarinnar í Evrópu og er einnig þekktur fyrirlesari og fræðimaður. Tónskáldið Atli Heimi Sveinsson nam til að mynda elektróníska tónsmíðatækni hjá Koenig þegar hann kenndi í Utrecht í Hollandi og Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld naut einnig leiðsagnar hans. Koenig er sérstakur gestur tónlistarhátíðarinnar í ár og verður viðstaddur tónleikana í kvöld. CAPUT-hópurinn var stofnaður árið 1987 með það að leiðarljósi að kynna og leika nýja íslenska tónlist en félagar hans hafa fyrir löngu fest sig í sessi meðal fremstu listamannalandsins og nýtur hópurinn hylli bæði hérlendis sem erlendis. Hópinn að þessu sinni skipa fiðluleikarinn Hildigunnur Halldórsdóttir, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari, Valgerður Andrésdóttir píanóleikari, flautuleikarnir Melkorka Ólafsdóttir og Kolbeinn Bjarnason og Guðni Franzson sem leika mun á klarinettur. Sjö verka Koenig verða flutt á tónleikunum. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld en nánari upplýsingar um dagskrá Myrkra músíkdaga má finna á heimasíðunni www.listir.is
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira